Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 14:30 Kjartan Atli Kjartansson er með Álftanes í 6. sæti Subway-deildarinnar og undanúrslitum VÍS-bikarsins, en næstu leikir liðsins eru óhemju mikilvægir. vísir/Hulda Margrét Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira