Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 06:23 Joe Biden og Donald Trump munu að öllum líkindum keppast aftur um Hvíta húsið. AP Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn. Forval fer fram í Georgíu, Havaí, Mississippi og í Washington í kvöld en hvorki Trump né Biden eru með mótframbjóðendur sem geta staðið í vegi þeirra. Kannanir gefa til kynna að Trump njóti um þessar mundir naums forskots hjá kjósendum í Bandaríkjunum. Báðir standa þó frammi fyrir miklum vandamálum. Mikil vandræði með lögin Helstu vandamál Trupms eru lagalegs eðlis. Hann stendur frammi fyrir ákærum í fjórum málum, alls 91 ákæruliðum, sem snúa að tilraunum hans til að snúa úrslitum síðustu kosninga og meðferðar hans á opinberum og leynilegum gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Trump og lögmenn hans hafa lagt mikla áherslu á að fresta öllum málaferlum eins lengi og þeir geta. Dómarar í Hæstarétti Bandaríkjanna, þar sem sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum, hafa verið sakaði um að aðstoða Trump í þessari viðleitni hans. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Tvö mál tengd Trump sem ratað hafa til hæstaréttar hafa vakið mesta athygli. Annað sneri að því að ráðamenn í Maine og Colorado höfðu útilokað Trump af kjörseðlum þar á grundvelli ákvæðis sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna í kjölfar þrælastríðsins. Í einföldu máli sagt var því ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Í stuttu máli sagt byggir málið á því að sex kjósendur í Colorado höfðuðu mál og fóru fram á að Trump yrði meinað að bjóða sig fram í ríkinu. Var það á þeim grundvelli að hann hefði í raun framið uppreisn gegn Bandaríkjunum með árásinni á þinghúsið í janúar 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Málið fór fyrir hæstarétt Colorado sem komst að þeirri niðurstöðu að Trump væri sekur um uppreisn og væri því ekki kjörgengur. Hæstiréttur úrskurðaði Trump í vil og meinaði ríkjunum að útiloka hann. Það hefur þó vakið athygli hve hratt meirihluti hæstaréttar tók til aðgerða í því máli, þar sem hraðinn hentaði Trump, og hve hægt þeir hafa farið í öðru, þar sem hægagangurinn er í takt við óskir Trumps. Það mál snýr einnig að árásinni á þinghúsið og tilraunum Trumps til að halda völdum, þó hann hafi tapað gegn Biden í nóvember 2020. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump vegna þessara tilrauna en Trump hefur krafist þess að málið verði fellt niður á grundvelli þess að hann njóti friðhelgi. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Smith fór fram á það við hæstarétt að krafa Trumps yrði tekin fyrir í flýti, eftir að hann lagði hana fyrst fram. Því neituðu dómararnir og þurfti krafan að fara hefðbundið áfrýjunarferli. Þegar hæstiréttur samþykkti svo að taka málið fyrir, sextán dögum eftir að Trump áfrýjaði úrskurði neðri áfrýjunardómstóls, var tilkynnt að það yrði ekki gert fyrr en sjö vikum síðar, í apríl og að úrskurðar væri að vænta í lok júní. Í millitíðinni má ekki hefja réttarhöldin gegn Trump. Þetta hefur leitt til þess að ólíklegt er að hægt verði að rétta yfir Trump fyrir kosningarnar í nóvember. Sjá einnig: Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti Trump beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn sér eða jafnvel náða sjálfan sig. Slæm fjárhagsstaða Fjárhagsstaða Trumps og mikill lögfræðikostnaður gæti komið niður á kosningabaráttu hans. Trump hefur verið dæmdur til að greiða hundruð milljóna dala í tveimur mismundandi dómsmálum. Önnur skuldin er til komin vegna þess að Trump var í lok janúar gert að greiða E. Jean Carroll, 83,3 milljónir dala fyrir ærumeiðingar og var það í kjölfar þess að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Trump ætti að greiða Carroll fimm milljónir, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Honum var einnig gert að greiða um 355 milljónir dali vegna fjársvika og honum meinað að stjórna fyrirtæki sínu í New York næstu þrjú árin. Hann hafði áður verið sakfelldur í málinu fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Fyrr á þessu ári birti Trump upplýsingar um fjárhagsstöðu framboðs síns og kom þá í ljós að hann ver fúlgum fjár í lögmenn og lögfræðikostnað. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok janúar. Biden átti á sama tíma nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Því til viðbótar áttu aðgerðanefndir Bidens um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna. Á í basli með kjósendur sem kostuðu hann sigur síðast Þó Trump hafi sigrað Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins og virðist eiga greiða leið að tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í nóvember, gefa úrslitin í forvali flokksins til kynna að Trump eigi í vandræðum. Hann hafi ekki náð til kjósenda í úthverfum Bandaríkjanna, hófsama íhaldsmenn og óháða kjósendur. Þetta eru sömu kjósendurnir og kostuðu hann sigur í kosningunum 2020. Framboð Haley sýndi einnig með nokkuð skýrum hætti að tiltölulega stór hópur kjósenda Repúblikanaflokksins er mótfallinn því að Trump verði forseti. Áður en hún hætti í framboði hafði hún verið að fá allt upp í 43 prósent atkvæða í forvali Repúblikanaflokksins. Útgöngukannanir sýndu reglulega að fólk sem veitti Haley atkvæði sagðist hafa gert það vegna þess að þeim væri illa við Trump. Það sást glögglega í Georgíu í gærkvöldi þar sem þúsundir veittu Haley atkvæði, samkvæmt fréttamanni CNN. Þrátt fyrir að hún væri hætt í framboði. 25,000+ people showing up to vote for Nikki Haley in the Republican primary in Georgia, a week after she dropped out, in a state decided in 2020 by fewer than 12,000 votes— Edward-Isaac Dovere (@IsaacDovere) March 13, 2024 Forsvarsmenn hóps Repúblikana sem eru andvígir Trump tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að verja fimmtíu milljónum dala í auglýsingar og efni á samfélagsmiðla með því markmiði að koma í veg fyrir kjör hans. Meðal annars ætlar hópurinn að taka og birta viðtöl við fólk sem kaus Trump 2020 en segjast ekki ætla að gera það aftur. Hópur þessi kallast Republican Voters Against Trump. NEW: Republican Voters Against TrumpWe are elevating the voices of former Trump voters who have had enough of Donald Trump and will never vote for him again. pic.twitter.com/agN4DODyB9— Republican Voters Against Trump (@AccountableGOP) March 12, 2024 Of gamall og margir ósáttir vegna Gasa Biden, sem er 81 árs, stendur frammi fyrir því að kjósendur hafa miklar áhyggjur af aldri hans. Kannanir gefa til kynna að mörgum kjósendum Demókrataflokksins og óháðir þyki Biden, sem er 81 árs, of gamall til að sinna starfinu. Trump er 77 ára gamall. Aðrir telja hann hafa staðið sig illa við efnahagsstjórn og svo eru aðrir sem eru reiðir út í Biden vegna stuðnings hans við Ísraela í hernaði þeirra gegn Hamas á Gasaströndinni. Svartir kjósendur hafa einnig lýst yfir óánægju með Biden. Þeir voru meðal hans ötulustu stuðningsmanna í kosningunum 2020. Kannanir hafa sýnt að um 92 prósent svartra kjósenda kusu Biden þá. Í stuttu máli sagt telja margir þeirra núna að hann og Demókratar hafi ekki gert nóg fyrir þau. Eins og víðast annarsstaðar í heiminum er orðið dýrara að vera til í Bandaríkjunum og þykir Biden ekki hafa gert nóg til að sporna gegn því. Svörtum kjósendum finnst einnig, samkvæmt frétt Reuters, að hann og Demókratar hafi ekki gert nóg til að tækla kerfisbundna mismunun innan Bandaríkjanna og í að tryggja og bæta rétt fólks til að kjósa. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þessum hópi kjósenda, eins og öðrum, og en málaflokkurinn er sérstaklega hár á lista kjósenda í Georgíu, þar sem svartir kjósendur eru um þriðjungur allra kjósenda. Ljóst er að báðir frambjóðendur eiga ærið verk fyrir höndum fyrir kosningarnar í nóvember. Trump virðist í sterkari stöðu en Biden, sem mið tekið af könnunum, en margt getur gerst á næstu átta mánuðum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. 11. mars 2024 16:57 Þverpólitísk samstaða í Alabama um ný lög um notkun fósturvísa Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög til að vernda heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn frá mögulegum sak- og lögsóknum, eftir að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að fósturvísar væru manneskjur og nytu sömu réttinda og börn. 7. mars 2024 06:58 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn. Forval fer fram í Georgíu, Havaí, Mississippi og í Washington í kvöld en hvorki Trump né Biden eru með mótframbjóðendur sem geta staðið í vegi þeirra. Kannanir gefa til kynna að Trump njóti um þessar mundir naums forskots hjá kjósendum í Bandaríkjunum. Báðir standa þó frammi fyrir miklum vandamálum. Mikil vandræði með lögin Helstu vandamál Trupms eru lagalegs eðlis. Hann stendur frammi fyrir ákærum í fjórum málum, alls 91 ákæruliðum, sem snúa að tilraunum hans til að snúa úrslitum síðustu kosninga og meðferðar hans á opinberum og leynilegum gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Trump og lögmenn hans hafa lagt mikla áherslu á að fresta öllum málaferlum eins lengi og þeir geta. Dómarar í Hæstarétti Bandaríkjanna, þar sem sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum, hafa verið sakaði um að aðstoða Trump í þessari viðleitni hans. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Tvö mál tengd Trump sem ratað hafa til hæstaréttar hafa vakið mesta athygli. Annað sneri að því að ráðamenn í Maine og Colorado höfðu útilokað Trump af kjörseðlum þar á grundvelli ákvæðis sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna í kjölfar þrælastríðsins. Í einföldu máli sagt var því ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Í stuttu máli sagt byggir málið á því að sex kjósendur í Colorado höfðuðu mál og fóru fram á að Trump yrði meinað að bjóða sig fram í ríkinu. Var það á þeim grundvelli að hann hefði í raun framið uppreisn gegn Bandaríkjunum með árásinni á þinghúsið í janúar 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Málið fór fyrir hæstarétt Colorado sem komst að þeirri niðurstöðu að Trump væri sekur um uppreisn og væri því ekki kjörgengur. Hæstiréttur úrskurðaði Trump í vil og meinaði ríkjunum að útiloka hann. Það hefur þó vakið athygli hve hratt meirihluti hæstaréttar tók til aðgerða í því máli, þar sem hraðinn hentaði Trump, og hve hægt þeir hafa farið í öðru, þar sem hægagangurinn er í takt við óskir Trumps. Það mál snýr einnig að árásinni á þinghúsið og tilraunum Trumps til að halda völdum, þó hann hafi tapað gegn Biden í nóvember 2020. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump vegna þessara tilrauna en Trump hefur krafist þess að málið verði fellt niður á grundvelli þess að hann njóti friðhelgi. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Smith fór fram á það við hæstarétt að krafa Trumps yrði tekin fyrir í flýti, eftir að hann lagði hana fyrst fram. Því neituðu dómararnir og þurfti krafan að fara hefðbundið áfrýjunarferli. Þegar hæstiréttur samþykkti svo að taka málið fyrir, sextán dögum eftir að Trump áfrýjaði úrskurði neðri áfrýjunardómstóls, var tilkynnt að það yrði ekki gert fyrr en sjö vikum síðar, í apríl og að úrskurðar væri að vænta í lok júní. Í millitíðinni má ekki hefja réttarhöldin gegn Trump. Þetta hefur leitt til þess að ólíklegt er að hægt verði að rétta yfir Trump fyrir kosningarnar í nóvember. Sjá einnig: Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti Trump beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn sér eða jafnvel náða sjálfan sig. Slæm fjárhagsstaða Fjárhagsstaða Trumps og mikill lögfræðikostnaður gæti komið niður á kosningabaráttu hans. Trump hefur verið dæmdur til að greiða hundruð milljóna dala í tveimur mismundandi dómsmálum. Önnur skuldin er til komin vegna þess að Trump var í lok janúar gert að greiða E. Jean Carroll, 83,3 milljónir dala fyrir ærumeiðingar og var það í kjölfar þess að kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Trump ætti að greiða Carroll fimm milljónir, eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Honum var einnig gert að greiða um 355 milljónir dali vegna fjársvika og honum meinað að stjórna fyrirtæki sínu í New York næstu þrjú árin. Hann hafði áður verið sakfelldur í málinu fyrir að gera of mikið eða of lítið úr virði eigna sinna, eftir því hvort hentaði hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Fyrr á þessu ári birti Trump upplýsingar um fjárhagsstöðu framboðs síns og kom þá í ljós að hann ver fúlgum fjár í lögmenn og lögfræðikostnað. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok janúar. Biden átti á sama tíma nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Því til viðbótar áttu aðgerðanefndir Bidens um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna. Á í basli með kjósendur sem kostuðu hann sigur síðast Þó Trump hafi sigrað Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins og virðist eiga greiða leið að tilnefningu flokksins til forsetakosninganna í nóvember, gefa úrslitin í forvali flokksins til kynna að Trump eigi í vandræðum. Hann hafi ekki náð til kjósenda í úthverfum Bandaríkjanna, hófsama íhaldsmenn og óháða kjósendur. Þetta eru sömu kjósendurnir og kostuðu hann sigur í kosningunum 2020. Framboð Haley sýndi einnig með nokkuð skýrum hætti að tiltölulega stór hópur kjósenda Repúblikanaflokksins er mótfallinn því að Trump verði forseti. Áður en hún hætti í framboði hafði hún verið að fá allt upp í 43 prósent atkvæða í forvali Repúblikanaflokksins. Útgöngukannanir sýndu reglulega að fólk sem veitti Haley atkvæði sagðist hafa gert það vegna þess að þeim væri illa við Trump. Það sást glögglega í Georgíu í gærkvöldi þar sem þúsundir veittu Haley atkvæði, samkvæmt fréttamanni CNN. Þrátt fyrir að hún væri hætt í framboði. 25,000+ people showing up to vote for Nikki Haley in the Republican primary in Georgia, a week after she dropped out, in a state decided in 2020 by fewer than 12,000 votes— Edward-Isaac Dovere (@IsaacDovere) March 13, 2024 Forsvarsmenn hóps Repúblikana sem eru andvígir Trump tilkynntu nýverið að þeir ætluðu að verja fimmtíu milljónum dala í auglýsingar og efni á samfélagsmiðla með því markmiði að koma í veg fyrir kjör hans. Meðal annars ætlar hópurinn að taka og birta viðtöl við fólk sem kaus Trump 2020 en segjast ekki ætla að gera það aftur. Hópur þessi kallast Republican Voters Against Trump. NEW: Republican Voters Against TrumpWe are elevating the voices of former Trump voters who have had enough of Donald Trump and will never vote for him again. pic.twitter.com/agN4DODyB9— Republican Voters Against Trump (@AccountableGOP) March 12, 2024 Of gamall og margir ósáttir vegna Gasa Biden, sem er 81 árs, stendur frammi fyrir því að kjósendur hafa miklar áhyggjur af aldri hans. Kannanir gefa til kynna að mörgum kjósendum Demókrataflokksins og óháðir þyki Biden, sem er 81 árs, of gamall til að sinna starfinu. Trump er 77 ára gamall. Aðrir telja hann hafa staðið sig illa við efnahagsstjórn og svo eru aðrir sem eru reiðir út í Biden vegna stuðnings hans við Ísraela í hernaði þeirra gegn Hamas á Gasaströndinni. Svartir kjósendur hafa einnig lýst yfir óánægju með Biden. Þeir voru meðal hans ötulustu stuðningsmanna í kosningunum 2020. Kannanir hafa sýnt að um 92 prósent svartra kjósenda kusu Biden þá. Í stuttu máli sagt telja margir þeirra núna að hann og Demókratar hafi ekki gert nóg fyrir þau. Eins og víðast annarsstaðar í heiminum er orðið dýrara að vera til í Bandaríkjunum og þykir Biden ekki hafa gert nóg til að sporna gegn því. Svörtum kjósendum finnst einnig, samkvæmt frétt Reuters, að hann og Demókratar hafi ekki gert nóg til að tækla kerfisbundna mismunun innan Bandaríkjanna og í að tryggja og bæta rétt fólks til að kjósa. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einnig mikilvægur þessum hópi kjósenda, eins og öðrum, og en málaflokkurinn er sérstaklega hár á lista kjósenda í Georgíu, þar sem svartir kjósendur eru um þriðjungur allra kjósenda. Ljóst er að báðir frambjóðendur eiga ærið verk fyrir höndum fyrir kosningarnar í nóvember. Trump virðist í sterkari stöðu en Biden, sem mið tekið af könnunum, en margt getur gerst á næstu átta mánuðum.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. 11. mars 2024 16:57 Þverpólitísk samstaða í Alabama um ný lög um notkun fósturvísa Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög til að vernda heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn frá mögulegum sak- og lögsóknum, eftir að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að fósturvísar væru manneskjur og nytu sömu réttinda og börn. 7. mars 2024 06:58 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26
Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. 11. mars 2024 16:57
Þverpólitísk samstaða í Alabama um ný lög um notkun fósturvísa Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög til að vernda heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn frá mögulegum sak- og lögsóknum, eftir að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að fósturvísar væru manneskjur og nytu sömu réttinda og börn. 7. mars 2024 06:58
Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42
Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. 6. mars 2024 06:47