Kennedy vill NFL leikstjórnanda sem varaforsetaefni sitt Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 16:00 Robert F. Kennedy yngri, forsetaframbjóðandi, hefur viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers að hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjuum Vísir/Samsett mynd Robert F. Kennedy yngri, óháður frambjóðandi til embættis forseta Bandaríkjanna, er sagður hafa viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers eða hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kennedy hafi bæði rætt við Rodgers sem og fjölbragðaglímukappann Jesse Ventura, fyrrverandi ríkisstjóra Minnesota og kannað hug þeirra á að verða varaforsetaefni sitt. Rodgers og Ventura hafi báðir tekið vel í það. Aaron Rodgers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tímabili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upphafi tímabils. Kennedy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rodgers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir möguleg varaforsetaefni. Robert F. Kennedy yngri er bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Framboð Kennedy yngri er sjálfstætt, það er að segja hvorki á vegum Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira
Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kennedy hafi bæði rætt við Rodgers sem og fjölbragðaglímukappann Jesse Ventura, fyrrverandi ríkisstjóra Minnesota og kannað hug þeirra á að verða varaforsetaefni sitt. Rodgers og Ventura hafi báðir tekið vel í það. Aaron Rodgers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tímabili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upphafi tímabils. Kennedy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rodgers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir möguleg varaforsetaefni. Robert F. Kennedy yngri er bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Framboð Kennedy yngri er sjálfstætt, það er að segja hvorki á vegum Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sjá meira