BKG aftur efstur í CrossFit Open en handboltadómari í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 07:00 Sigurður Hjörtur Þrastarson er kominn alla leið upp í annað sætið með íslensku strákanna. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Karl Guðmundsson er langefstur meðal íslensku CrossFit karlanna eftir fyrstu tvær vikurnar af opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
The Open hélt áfram í þessari viku og nú er bara ein vika eftir áður en kemur í ljós hverjir fá að keppa í fjórðungsúrslitunum. Sæti á heimsleikanna eru síðan í boði fyrir þá sem ná efstu sætunum í undanúrslitunum og það er því mikið eftir enn af baráttunni um lausu heimsleikasætin. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur verið yfirburðamaður á Íslandi í rúman áratug, var óvænt ekki í efsta sæti eftir fyrstu vikuna. Hann var hins vegar fljótur að breyta því. Björgvin Karl náði 39. besta árangrinum í heiminum í 24.2 og situr eftir það í 37. sæti á heimsvísu. Hann varð í 139. sæti eftir fyrstu vikuna. Næstur Íslendinga er handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson sem er í 323. sæti. Hann sat í þúsundasta sæti eftir 24.1 en náði 138. besta árangrinum í 24.2. Sigurður æfir hjá CrossFit Norður á Akureyri. Það er enginn vafi á því að Sigurður Hjörtur er hraustasti dómarinn á Íslandi í dag. Lini Linason, sem keppir undir dulnafni og með mynd af Ólafi Ragnari í Næturvaktinni í prófílmyndinni sinni, náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri fyrstu viku. Lini varð í 38. sæti í 24.1 en aðeins í 9634. sæti í 24.2. Eftir það situr Lini í 3656. sæti á heimsvísu og aðeins í 23. sæti með íslensku karlanna. Þriðji efsti meðal íslensku strákanna er aftur á móti Bergur Sverrisson, Tryggvi Logason er fjórði og Ragnar Ingi Klemenzon er fimmti. Tryggvi æfir hjá CrossFit Reykjavík en Ragnar Ingi hjá CrossFit Sport. Enginn inn á topp tíu er yngri en 25 ára en efstur af táningunum er Tindur Elíasen í 11. sætinu en hann bara nítján ára gamall. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir efstu íslensku karlanna. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira