Fögnum fjölbreytileikanum: Pólverjar flestir, síðan Litháar, síðan Íslendingar Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2024 07:00 Hjá Dögum er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi. Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs og sjálfbærni, margar þessar þjóðir eiga sér mun lengri sögur og rótgrónari menningu og hefðir en við Íslendingar. Mikilvægt sé að kynnast hefðum annarra þjóðerna um leið og við kynnum þeim fyrir þeim íslensku. Vísir/Vilhelm „Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi. „Mikilvægt finnst mér að vinna að innleiðingum á flóknum málaflokkum eins og inngildingu, fjölbreytileika og jafnrétti með því að fá þessi ólíku sjónarmið upp á borðið og mætast,“ Guðfinna og bætir við: ,Við viljum leita leiða til að ná til alls starfsfólks með ýmsum aðferðum því það þarf að huga að ýmsu, til dæmis menningarmun. Eitthvað sem okkur þykir sjálfsagt getur öðrum þótt út í hött en ég brenn fyrir því að finna lausnir sem henta fólki ólíkt uppruna.“ Fyrirséð er að á Íslandi þarf fleira fólk erlendis frá til starfa á íslenskum vinnumarkaði næstu árin. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um fjölbreytileika á vinnustöðum, með mismunandi þjóðerni í huga. Svo margt sem skiptir máli Guðfinna segir útgangspunktinn hjá Dögum vera að fagna fjölbreytileikanum. Hjá okkur er starfsfólk frá þjóðum sem sumar eiga sér mun lengri sögur og rótgrónari menningu og hefðir en við Íslendingar. Við viljum bæði lyfta þeirra hefðum upp og kynna þau fyrir þeim íslensku svo við getum tekið þátt í þeim saman.“ Fjölmennasti hópurinn er frá Póllandi, næst fjölmennasti hópurinn er frá Litháen en Íslendingar eru í þriðja fjölmennasta hópnum. „Ein stærsta áskorunin í mínu starfi í dag eða að vinna að því að innleiðingar, þjálfun, fræðsla og annað efni sem við erum að búa til, nái til allra og þar erum við vinna með. Því það skiptir ekki máli hvaða bakgrunn fólk er með, það þurfa allir að upplifa að að það sé ekki verið að ætlast til þess að þau breyti sér, heldur að við séum í því verkefni saman að sameinast í eitt samfélag.“ Helsta samskipta og fræðslutólfyrirtækisins er hið svokallaða Daga-app. Þar er að finna helstu upplýsingar, fréttir, fræðsla og þjálfun en líka margt skemmtilegt. Til dæmis tilkynningar um afmælisdaga starfsfólks, spjallform og fleira sem er líklegt til að efla liðsheildina. Öllum býðst síðan að læra íslensku í gegnum appið Bara tala, sem styðst við gervigreind. „Allt sem gert er, snýst ekki um að tékka í einhver box. Hlutirnir þurfa að virka. Stundum þýðir það að breytingarnar ganga hægar, en þetta er langtímaverkefni og það að vinna að inngildingu og fjölbreytileika innan vinnustaðar er flókið og krefjandi verkefni. Guðfinna segir eitt af því sem skipti máli sé að stjórnendur fái þjálfun. Ekki sé hægt að ætlast til þess að stjórnendur sem hafi margt á sinni könnu, séu líka sérfræðingar í fjölbreytileikanum þar sem bakgrunnur starfsfólks getur verið afar mismunandi.Vísir/Vilhelm Guðfinna segir mikilvægt að taka fjölbreytileikanum fagnandi. „Ég viðurkenni að einfaldlega brenna fyrir málefninu, en þótt þetta sé flókið er þetta líka svo spennandi verkefni. Að vinna að því hvernig hægt er að þjappa hópi saman sem kemur úr svona mörgum ólíkum áttum.“ Guðfinna segir vinnustað sem fagnar fjölbreytileikanum til dæmis ekki aðeins geta unnið út frá því að starfsfólk komi frá mismunandi löndum og menningarheimum. Miklu fleira týnist til. Sem dæmi nefnir Guðfinna að Dagar séu í innleiðingu á á Regnbogavottun ’78 samtakanna og EKKO viðbragðsáætlun með Auðnast, en EKKO skammstöfunin stendur fyrir: Einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Þá var leitað til fleiri sérfræðinga utanhúss, til að mynda Sóley Tómasdóttur kynja- og fjölbreytileikafræðings. „Því þetta er eins og aðrar innleiðingar hjá okkur rosalega flókið verkefni að vinna að og þá skiptir miklu máli að fá sérfræðinga að borðinu. Með okkar sérlegu ráðgjöfum og samstarfsaðilum er markmiðið að að finna út úr því, hvernig best er að nálgast starfsfólk þannig að sem flestir upplifi að verið sé að mæta þeim.“ Einn liður í því er að innleiða nafnlausa leið fyrir starfsfólk að koma með ábendingar. Bæði innanhúss en við höfum innleitt slíka leið í gegnum Auðnast. „Við erum öll með svo margt í pokanum okkar og það geta verið alls kyns mál sem fólk er að takast á við. Sumir eru líka að koma úr erfiðum aðstæðum, jafnvel að flýja stríð. Við leggjum áherslu á að starfsfólk viti um að við höfum ýmiss úrræði og stuðning í boði,“ segir Guðfinna en bætir við: „Þó þarf að varast að vasast ekki of langt í persónulega líf fólks, það vill það enginn.“ Annar liður er gríðarlega mikilvægur og það er að þjálfa stjórnendur, því ekki er hægt að gera ráð fyrir að þeir séu sérfræðingar í öllum þeim málum sem styðja við jafnrétti, inngildingu og fjölbreytileika frekar en öðrum málaflokkum sem lenda á borði stjórnenda. „Ég nefni sem dæmi þjónustustjóri hjá okkur sem er með mörg verkefni og ber ábyrgð á 100 starfsfólki með margvíslegan bakgrunn. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þau séu sérfræðingar í öllu sem kemur upp án þess að viðkomandi hljóti þjálfun í því“ Það sem Dagar gerði var að þjálfa alla stjórnendur í endurgjöf og innleiddu leiðbeiningar fyrir endurgjafarsamtöl og starfsþróunarsamtöl.. Því rannsóknirsýna að starfsfólk sem er í reglulegum samskiptum við stjórnandann sinn, mælist almennt ánægðara í starfi.“ Miklu skipti að vinnustaðir horfi á verkefnið sem maraþon en ekki spretthlaup. Þetta snýst bara um að bera virðingu fyrir fólki, með hvaða, bakrunn, reynslu eða sögu sem er. Í því samhengi skiptir miklu máli að traust á milli starfsmanna og stjórnenda sé mjög gott. Því þegar traustið er til staðar, er hægt að flytja fjöll. En þá eru líka engar geðþóttaákvarðanir teknar, heldur er alltaf unnið að því að passa sem flest fyrir heildina. Það er í takti við okkar stefnu og markmið að verða vinnustaður þar sem fólki líður vel og upplifir sig sem hluta af heildinni. Þannig náum við árangri til lengri tíma.“ Innflytjendamál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Mikilvægt finnst mér að vinna að innleiðingum á flóknum málaflokkum eins og inngildingu, fjölbreytileika og jafnrétti með því að fá þessi ólíku sjónarmið upp á borðið og mætast,“ Guðfinna og bætir við: ,Við viljum leita leiða til að ná til alls starfsfólks með ýmsum aðferðum því það þarf að huga að ýmsu, til dæmis menningarmun. Eitthvað sem okkur þykir sjálfsagt getur öðrum þótt út í hött en ég brenn fyrir því að finna lausnir sem henta fólki ólíkt uppruna.“ Fyrirséð er að á Íslandi þarf fleira fólk erlendis frá til starfa á íslenskum vinnumarkaði næstu árin. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um fjölbreytileika á vinnustöðum, með mismunandi þjóðerni í huga. Svo margt sem skiptir máli Guðfinna segir útgangspunktinn hjá Dögum vera að fagna fjölbreytileikanum. Hjá okkur er starfsfólk frá þjóðum sem sumar eiga sér mun lengri sögur og rótgrónari menningu og hefðir en við Íslendingar. Við viljum bæði lyfta þeirra hefðum upp og kynna þau fyrir þeim íslensku svo við getum tekið þátt í þeim saman.“ Fjölmennasti hópurinn er frá Póllandi, næst fjölmennasti hópurinn er frá Litháen en Íslendingar eru í þriðja fjölmennasta hópnum. „Ein stærsta áskorunin í mínu starfi í dag eða að vinna að því að innleiðingar, þjálfun, fræðsla og annað efni sem við erum að búa til, nái til allra og þar erum við vinna með. Því það skiptir ekki máli hvaða bakgrunn fólk er með, það þurfa allir að upplifa að að það sé ekki verið að ætlast til þess að þau breyti sér, heldur að við séum í því verkefni saman að sameinast í eitt samfélag.“ Helsta samskipta og fræðslutólfyrirtækisins er hið svokallaða Daga-app. Þar er að finna helstu upplýsingar, fréttir, fræðsla og þjálfun en líka margt skemmtilegt. Til dæmis tilkynningar um afmælisdaga starfsfólks, spjallform og fleira sem er líklegt til að efla liðsheildina. Öllum býðst síðan að læra íslensku í gegnum appið Bara tala, sem styðst við gervigreind. „Allt sem gert er, snýst ekki um að tékka í einhver box. Hlutirnir þurfa að virka. Stundum þýðir það að breytingarnar ganga hægar, en þetta er langtímaverkefni og það að vinna að inngildingu og fjölbreytileika innan vinnustaðar er flókið og krefjandi verkefni. Guðfinna segir eitt af því sem skipti máli sé að stjórnendur fái þjálfun. Ekki sé hægt að ætlast til þess að stjórnendur sem hafi margt á sinni könnu, séu líka sérfræðingar í fjölbreytileikanum þar sem bakgrunnur starfsfólks getur verið afar mismunandi.Vísir/Vilhelm Guðfinna segir mikilvægt að taka fjölbreytileikanum fagnandi. „Ég viðurkenni að einfaldlega brenna fyrir málefninu, en þótt þetta sé flókið er þetta líka svo spennandi verkefni. Að vinna að því hvernig hægt er að þjappa hópi saman sem kemur úr svona mörgum ólíkum áttum.“ Guðfinna segir vinnustað sem fagnar fjölbreytileikanum til dæmis ekki aðeins geta unnið út frá því að starfsfólk komi frá mismunandi löndum og menningarheimum. Miklu fleira týnist til. Sem dæmi nefnir Guðfinna að Dagar séu í innleiðingu á á Regnbogavottun ’78 samtakanna og EKKO viðbragðsáætlun með Auðnast, en EKKO skammstöfunin stendur fyrir: Einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Þá var leitað til fleiri sérfræðinga utanhúss, til að mynda Sóley Tómasdóttur kynja- og fjölbreytileikafræðings. „Því þetta er eins og aðrar innleiðingar hjá okkur rosalega flókið verkefni að vinna að og þá skiptir miklu máli að fá sérfræðinga að borðinu. Með okkar sérlegu ráðgjöfum og samstarfsaðilum er markmiðið að að finna út úr því, hvernig best er að nálgast starfsfólk þannig að sem flestir upplifi að verið sé að mæta þeim.“ Einn liður í því er að innleiða nafnlausa leið fyrir starfsfólk að koma með ábendingar. Bæði innanhúss en við höfum innleitt slíka leið í gegnum Auðnast. „Við erum öll með svo margt í pokanum okkar og það geta verið alls kyns mál sem fólk er að takast á við. Sumir eru líka að koma úr erfiðum aðstæðum, jafnvel að flýja stríð. Við leggjum áherslu á að starfsfólk viti um að við höfum ýmiss úrræði og stuðning í boði,“ segir Guðfinna en bætir við: „Þó þarf að varast að vasast ekki of langt í persónulega líf fólks, það vill það enginn.“ Annar liður er gríðarlega mikilvægur og það er að þjálfa stjórnendur, því ekki er hægt að gera ráð fyrir að þeir séu sérfræðingar í öllum þeim málum sem styðja við jafnrétti, inngildingu og fjölbreytileika frekar en öðrum málaflokkum sem lenda á borði stjórnenda. „Ég nefni sem dæmi þjónustustjóri hjá okkur sem er með mörg verkefni og ber ábyrgð á 100 starfsfólki með margvíslegan bakgrunn. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þau séu sérfræðingar í öllu sem kemur upp án þess að viðkomandi hljóti þjálfun í því“ Það sem Dagar gerði var að þjálfa alla stjórnendur í endurgjöf og innleiddu leiðbeiningar fyrir endurgjafarsamtöl og starfsþróunarsamtöl.. Því rannsóknirsýna að starfsfólk sem er í reglulegum samskiptum við stjórnandann sinn, mælist almennt ánægðara í starfi.“ Miklu skipti að vinnustaðir horfi á verkefnið sem maraþon en ekki spretthlaup. Þetta snýst bara um að bera virðingu fyrir fólki, með hvaða, bakrunn, reynslu eða sögu sem er. Í því samhengi skiptir miklu máli að traust á milli starfsmanna og stjórnenda sé mjög gott. Því þegar traustið er til staðar, er hægt að flytja fjöll. En þá eru líka engar geðþóttaákvarðanir teknar, heldur er alltaf unnið að því að passa sem flest fyrir heildina. Það er í takti við okkar stefnu og markmið að verða vinnustaður þar sem fólki líður vel og upplifir sig sem hluta af heildinni. Þannig náum við árangri til lengri tíma.“
Innflytjendamál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. 23. ágúst 2023 07:00
Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00