SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 00:39 Kjarasamningar voru undirritaðir af samninganefndum SA og verslunarmanna nú á fyrsta tímanum. Vísir/Hallgerður Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. Samninganefndir hafa fundað með ríkissáttasemjara síðan klukkan átta í kvöld þegar þær komu aftur saman eftir nokkuð fundarhlé. Sáttasemjari hafði lagt innanhústillögu fyrir nefndirnar fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. Innanhústillagan var til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ástráður hafði gefið deiluaðilum frest til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna Icelandair á Keflavíkurflugvelli var erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Undanfarna daga hefur ríkissáttasemjari lagt sig allan fram við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila. Baráttu fyrir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli ekki lokið „Ég held að niðurstaðan hafi verið ásættanleg miðað við þær línur sem búið var að leggja og miðað við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að sett var verkbann á okkur. Ég held að niðurstaðan sé að mörgu leyti ásættanleg út frá því,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu rétt eftir að kjarasamningar voru undirritaðir. Hluti samninganefndar VR fór á Keflavíkurflugvöll í dag til að bera tillögu ríkissáttasemjara undir starfsmenn Icelandair þar. Ragnar segir þungt hljóð hafa verið í fólki. „En við náðum ákveðnum áfangasigri fyrir fólkið okkar þar og það er alveg ljóst að þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Ég undirstrika það.“ Halda áfram vinnu við að tryggja samfellu í vinnutíma Verslunarmenn gerðu aðalkjarasamning sem bróðurpartur félagsfólksins fellur undir. Við það bætist sérkjarasamningur, þar sem snert er á atriðum sem varðar starfsumhverfi og störf fólksins á flugvellinum. „Þetta felst í því að hópurinn á Keflavíkurflugvelli hefur verið í raun ekki verið að vinna samfelldan dagvinnutíma. Fólk er að mæta klukkan fimm á morgnanna og unnið til níu. Síðan látið mæta aftur klukkan eitt og látið vera til fimm. Það kemur fjögurra tíma gat í vinnutímann sem hefur ekki samræmst okkar kjarasamningi um samfelldan vinnutíma,“ segir Ragnar. „Við náðum árangri þar og munum síðan halda áfram þessari vinnu á vettvangi ríkissáttasemjara í að lagfæra og breyta og aðlaga vaktafyrirkomulagið með það að markmiði að vinnutíminn verði samfelldur.“ Samningurinn er, eins og aðrir sem skrifað hefur verið undir síðustu vikuna, til fjögurra ára en með en endurskoðunarákvæðum. „Sem eru reyndar mjög veik, því miður. Við vonum svo sannarlega að þessi markmið, sem samningurinn á að ná til - að ná niður vöxtum og verðbólgu - verði að veruleika. Það er ekki af því að við erum að gera hófstillta kjarasamninga, það er fyrst og fremst að við þurfum að treysta á að atvinnulífið taki raunverulega þátt í þessu með okkur því það eru litlar kvaðir á atvinnulífið um að gera það. Við vonum það besta.“ Verkalýðshreyfingin þurfi að fara í „naflaskoðun“ VR gekk úr samstarfi breiðfylkingarinnar, sem ritaði undir kjarasamning við SA í síðustu viku, vegna ágreinings um áhersluatriði. Náðuð þið einhverju meiru fram en sú fylking? „Ég get alla vega sagt að við göngum ekki frá borði með lakari samning, það er alveg ljóst. Að öðru leyti vann samninganefnd VR og LÍV ákaflega vel saman. Þetta var góð vinna í öflugum hópi, mjög samheldinn og það var mjög gefandi að vinna með þessu öfluga fólki í Keflavík sem ég dáist að,“ segir Ragnar. „Útspil Samtaka atvinnulífsins með verkbann á 20 þúsund félaga í VR til að svara þessu sanngjarna ákalli þeirra um kjarabætur fordæmum við auðvitað með öllu og ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að fara í naflaskoðun til að bregðast við þessu með einhverjum hætti.“ Leggstu sáttur á koddann í kvöld? „Eðli kjarasamninga er þannig og kannski mitt eðli í þessu að ég hef aldrei farið fullkomlega sáttur frá borði eftir svona vinnu. Það er kannski eðlilegt að maður vill alltaf gera betur fyrir sitt fólk og fá meira. Miðað við aðstæður, miðað við þær línur sem búið var að leggja held ég að niðurstaðan fyrir okkar fólk sé ásættanleg. Ætli ég fari ekki með það á koddann í kvöld.“ Mikilvæg tímamót að mati SA Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist ganga sátt frá borði. „Þetta er búin að vera löng og ströng törn en það er mjög ánægjulegt að geta gengið frá kjarasamningum núna til lengri tíma við stærsta stéttarfélag landsins og auðvitað Landssamband íslenskra verslunarmanna. Við erum að ganga frá þessum kjarasamningum núna á sömu nótum og við höfum verið að gera við önnur stéttarfélög undanfarið,“ sagði Sigríður Margrét. „Þessi stefna sem við erum að fara að framfylgja núna með VR og LÍV er launastefna sem þau tóku þátt í að móta. Þessi langtímakjarasamningur getur svo sannarlega rutt brautina fyrir efnahagslegan stöðugleika. Þetta eru mjög mikilvæg tímamót.“ Gengurðu sátt héðan út? „Já, ég geri það.“ Fréttin var uppfærð með viðtölum við Ragnar Þór og Sigríði Margréti klukkan 01:40. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enn fundað í Karphúsinu Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. 13. mars 2024 23:13 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. 13. mars 2024 15:41 Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Samninganefndir hafa fundað með ríkissáttasemjara síðan klukkan átta í kvöld þegar þær komu aftur saman eftir nokkuð fundarhlé. Sáttasemjari hafði lagt innanhústillögu fyrir nefndirnar fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. Innanhústillagan var til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ástráður hafði gefið deiluaðilum frest til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. Deilan um kjör um 150 starfsmanna Icelandair á Keflavíkurflugvelli var erfiðasti hjallinn í viðræðum VR og SA um nýjan kjarasamning til næstu fjögurra ára. Undanfarna daga hefur ríkissáttasemjari lagt sig allan fram við að miðla málum og borið hugmyndir milli samningsaðila. Baráttu fyrir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli ekki lokið „Ég held að niðurstaðan hafi verið ásættanleg miðað við þær línur sem búið var að leggja og miðað við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að sett var verkbann á okkur. Ég held að niðurstaðan sé að mörgu leyti ásættanleg út frá því,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu rétt eftir að kjarasamningar voru undirritaðir. Hluti samninganefndar VR fór á Keflavíkurflugvöll í dag til að bera tillögu ríkissáttasemjara undir starfsmenn Icelandair þar. Ragnar segir þungt hljóð hafa verið í fólki. „En við náðum ákveðnum áfangasigri fyrir fólkið okkar þar og það er alveg ljóst að þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Ég undirstrika það.“ Halda áfram vinnu við að tryggja samfellu í vinnutíma Verslunarmenn gerðu aðalkjarasamning sem bróðurpartur félagsfólksins fellur undir. Við það bætist sérkjarasamningur, þar sem snert er á atriðum sem varðar starfsumhverfi og störf fólksins á flugvellinum. „Þetta felst í því að hópurinn á Keflavíkurflugvelli hefur verið í raun ekki verið að vinna samfelldan dagvinnutíma. Fólk er að mæta klukkan fimm á morgnanna og unnið til níu. Síðan látið mæta aftur klukkan eitt og látið vera til fimm. Það kemur fjögurra tíma gat í vinnutímann sem hefur ekki samræmst okkar kjarasamningi um samfelldan vinnutíma,“ segir Ragnar. „Við náðum árangri þar og munum síðan halda áfram þessari vinnu á vettvangi ríkissáttasemjara í að lagfæra og breyta og aðlaga vaktafyrirkomulagið með það að markmiði að vinnutíminn verði samfelldur.“ Samningurinn er, eins og aðrir sem skrifað hefur verið undir síðustu vikuna, til fjögurra ára en með en endurskoðunarákvæðum. „Sem eru reyndar mjög veik, því miður. Við vonum svo sannarlega að þessi markmið, sem samningurinn á að ná til - að ná niður vöxtum og verðbólgu - verði að veruleika. Það er ekki af því að við erum að gera hófstillta kjarasamninga, það er fyrst og fremst að við þurfum að treysta á að atvinnulífið taki raunverulega þátt í þessu með okkur því það eru litlar kvaðir á atvinnulífið um að gera það. Við vonum það besta.“ Verkalýðshreyfingin þurfi að fara í „naflaskoðun“ VR gekk úr samstarfi breiðfylkingarinnar, sem ritaði undir kjarasamning við SA í síðustu viku, vegna ágreinings um áhersluatriði. Náðuð þið einhverju meiru fram en sú fylking? „Ég get alla vega sagt að við göngum ekki frá borði með lakari samning, það er alveg ljóst. Að öðru leyti vann samninganefnd VR og LÍV ákaflega vel saman. Þetta var góð vinna í öflugum hópi, mjög samheldinn og það var mjög gefandi að vinna með þessu öfluga fólki í Keflavík sem ég dáist að,“ segir Ragnar. „Útspil Samtaka atvinnulífsins með verkbann á 20 þúsund félaga í VR til að svara þessu sanngjarna ákalli þeirra um kjarabætur fordæmum við auðvitað með öllu og ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að fara í naflaskoðun til að bregðast við þessu með einhverjum hætti.“ Leggstu sáttur á koddann í kvöld? „Eðli kjarasamninga er þannig og kannski mitt eðli í þessu að ég hef aldrei farið fullkomlega sáttur frá borði eftir svona vinnu. Það er kannski eðlilegt að maður vill alltaf gera betur fyrir sitt fólk og fá meira. Miðað við aðstæður, miðað við þær línur sem búið var að leggja held ég að niðurstaðan fyrir okkar fólk sé ásættanleg. Ætli ég fari ekki með það á koddann í kvöld.“ Mikilvæg tímamót að mati SA Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist ganga sátt frá borði. „Þetta er búin að vera löng og ströng törn en það er mjög ánægjulegt að geta gengið frá kjarasamningum núna til lengri tíma við stærsta stéttarfélag landsins og auðvitað Landssamband íslenskra verslunarmanna. Við erum að ganga frá þessum kjarasamningum núna á sömu nótum og við höfum verið að gera við önnur stéttarfélög undanfarið,“ sagði Sigríður Margrét. „Þessi stefna sem við erum að fara að framfylgja núna með VR og LÍV er launastefna sem þau tóku þátt í að móta. Þessi langtímakjarasamningur getur svo sannarlega rutt brautina fyrir efnahagslegan stöðugleika. Þetta eru mjög mikilvæg tímamót.“ Gengurðu sátt héðan út? „Já, ég geri það.“ Fréttin var uppfærð með viðtölum við Ragnar Þór og Sigríði Margréti klukkan 01:40.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enn fundað í Karphúsinu Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. 13. mars 2024 23:13 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. 13. mars 2024 15:41 Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Enn fundað í Karphúsinu Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. 13. mars 2024 23:13
Ríkissáttasemjari hefur lagt fram innanhússtillögu Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar. 13. mars 2024 15:41
Fagfélögin fordæma verkbann Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair. 13. mars 2024 14:05