„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 14. mars 2024 21:51 Benedikt Guðmundsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í kvöld. vísir / pawel Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. „Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„Ánægður að vinna. Þessi tvö stig eru alveg jafn mikilvæg og einhver önnur tvö stig á móti einhverju liði sem er kannski ekki fallið. Það þarf að klára þessa leiki og við gerðum það.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við tókum stjórn snemma. Ég er ekki að segja að við höfum verið að yfirspila þá, Hamar stóðu sig bara virkilega vel og voru fáliðaðir og höfðu engu að keppa. Þeir eru að spila frábæran körfubolta hérna og unnu frábæran sigur í síðustu umferð þannig það var skrítið að fá þá allt í einu hérna með eitthvað sjálfstraust sem að hefur kannski vantað eftir marga tapleiki í röð. Ég er ekkert að segja að ég sé valhoppandi hérna eftir leik með frammistöðuna en ég er ánægður heilt yfir.“ Hamar var fyrir leikinn fallið og því öðruvísi mótherjar heldur en Njarðvíkingar hafa verið að mæta að undanförnu. Benedikt Guðmundsson vildi þó ekki meina að það hafi breytt neinu varðandi hvernig þeir nálguðust leikinn. „Nei, við þurfum bara að hugsa um okkur og okkar frammistöðu. Við höfum bara verið upp og ofan, sem betur fer töluvert oftar að spila vel en ég hefði viljað halda þeim undir 70[stig] og við rétt náðum að halda þeim í 72[stig] en menn lögðu sig fram og það fengu allir að spila svo það er mark jákvætt.“ Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að vera með fínasta forskot í leiknum mátti sjá Benedikt Guðmundsson berja sína menn áfram og heimta meira. „Þegar þú ert komin með 20 stig forskot snemma í leiknum þá er auðvelt að detta í eitthvað kæruleysi og aðeins að missa orkustigið niður og verða full ‘cocky’. Ég var að reyna að passa það að menn væru á fullu allan tíman og væru að framkvæma það sem að við viljum framkvæma, bæði í vörn og sókn. Vera bara fókuseraðir og láta ekki stöðuna á töflunni vera hafa einhver áhrif á það. Það þarf að vera á bakinu á mönnum og það er hlutverk okkar þjálfarana því við viljum vera bæta okkar leik. Við viljum ekki bara vera að koma og ná í einhver tvö stig, við viljum líka vera að spila vel. Það er stutt í úrslitakeppnina.“ Njarðvíkingar fá ekki mikinn tíma til að jafna sig en þeir spila frestaðan leik strax á mánudaginn aftur gegn Breiðablik. „Það eru bara þrír dagar í næsta leik. Frestaður leikur hérna sem átti að vera þegar allt datt út hérna í Reykjanesbæ og núna getum við spilað leikinn. Hann verður spilaður á mánudaginn og það er bara annar svona leikur þar sem við þurfum að spila vel. Blikarnir eru ekki að fara koma hérna og leggjast í gólfið. Þeir eru alltaf á fullu og ef við verðum ekki tilbúnir þá verður það hættulegur leikur þannig við þurfum að vera vel fókuseraðir núna næstu þrjá daga og svo kemur smá bikar pása.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira