Engir langtímakjarasamningar án gjaldfrjálsra skólamáltíða Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:38 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki koma til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum við sveitarfélögin. Hann sakar Sjálfstæðismenn um að notfæra sér verkalýðshreyfinguna í pólitískri skák. Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira