Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:01 Birna Berg Haraldsdóttir átti góðan leik fyrir ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR. Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR.
Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira