Hefur alltaf verið með bullandi bíladellu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. mars 2024 07:01 Magnea Björg sér um þættina 0 upp í 100 sem fara í loftið á miðvikudagskvöld. Aron Gestsson Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. Hér má sjá stiklu úr þáttunum: Klippa: 0 upp í 100 Lék sér með bíla og bratz dúkkur Bílaáhugi Magneu kviknaði snemma. „Bæði pabbi og afi eru miklir bílakarlar þannig ég var mikið í kringum bíla á mínum yngri árum. Við pabbi vorum mjög dugleg að taka hringinn á bílasölum og skoða allt úrvalið. Ég átti líka endalaust af leikfangabílum og risa bílateppi þótt ég hafi líka verið mikið í bratz og barbie.“ Magnea bjó um árabil í Los Angeles en fyrsta heimsókn hennar þangað er henni afar minnistæð. „Þegar ég fór til Los Angeles í fyrsta skiptið með mömmu þá voru flest allar myndirnar sem ég tók í ferðinni af annað hvort pálmatrjám eða bílum sem ég sá á ferðinni, enda alveg sturlaðir bílar þar. Seinna með flyt ég til Los Angeles í skóla sem var algjör draumur og var mikið í kringum bíla þar en ég myndi segja að bíladellan hafi aukist mikið þar.“ Keyrði sturluð tryllitæki í Kaliforníu Þar fékk Magnea tækifæri til að keyra alls konar mjög fína bíla. „Eins og Lamborghini Aventador, Huracan og Urus, Rolls Royce Wraith, Ghost og Phantom Drophead, Ferrari California og 488, G Wagon, Mclaren 720s og fleiri sturluð tryllitæki. Þegar ég kem heim byrjaði ég að vinna í Heklu og fór að fræða mig um allt úrvalið sem er í boði hér heima, sem er endalaust.“ Hugmyndin að bílaþáttunum kviknaði í kjölfar fyrstu seríunnar af raunveruleikaþáttunum LXS. „Ketchup Creative, framleiðendurnir á LXS, komu með þá snilldar hugmynd að gera bílaþátt og ég var auðvitað til í slaginn, þar sem það hefur verið langþráður draumur. Allt ferlið í kringum þættina er búið að vera rosalega skemmtilegt enda snilldar teymi á bak við þá. Þetta er auðvitað búið að vera mikil vinna þar sem úrvalið á Íslandi er endalaust en það eru auðvitað ekki allir sem vilja sýna bílana sína í sjónvarpi.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Adrenalínið í botn Hún segir erfitt að segja til um hvað stendur upp úr eftir tökuferlið. „Hver þáttur er byggður öðruvísi upp en það var mjög gaman að kíkja í Kvartmíluklúbbinn í Hafnarfirði og kynnast starfseminni þar. Við tókum nokkra hringi á Radical, sem er sérsmíðaður breskur kappakstursbíll og svo fékk ég að race-a á litlum breyttum bíl sem var sjúklega skemmtilegt. Adrenalínið fór alveg í botn.“ En hver ætli sé hennar draumabíll? „Draumurinn væri að eiga einn Lamborghini Hurricán þar sem þar var alltaf minn uppáhalds bíll en ef ég ætti að kaupa mér bíl til þess að keyra um hér á Íslandi væri það annað hvort Skoda Enyaq RS eða að vera á vel breyttum og upphækkuðum Jeep Wrangler Rubicon.“ Fyrsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. 0 upp í 100 Bíó og sjónvarp Bílar Tengdar fréttir Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 4. september 2023 20:01 „Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 16. september 2023 07:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Hér má sjá stiklu úr þáttunum: Klippa: 0 upp í 100 Lék sér með bíla og bratz dúkkur Bílaáhugi Magneu kviknaði snemma. „Bæði pabbi og afi eru miklir bílakarlar þannig ég var mikið í kringum bíla á mínum yngri árum. Við pabbi vorum mjög dugleg að taka hringinn á bílasölum og skoða allt úrvalið. Ég átti líka endalaust af leikfangabílum og risa bílateppi þótt ég hafi líka verið mikið í bratz og barbie.“ Magnea bjó um árabil í Los Angeles en fyrsta heimsókn hennar þangað er henni afar minnistæð. „Þegar ég fór til Los Angeles í fyrsta skiptið með mömmu þá voru flest allar myndirnar sem ég tók í ferðinni af annað hvort pálmatrjám eða bílum sem ég sá á ferðinni, enda alveg sturlaðir bílar þar. Seinna með flyt ég til Los Angeles í skóla sem var algjör draumur og var mikið í kringum bíla þar en ég myndi segja að bíladellan hafi aukist mikið þar.“ Keyrði sturluð tryllitæki í Kaliforníu Þar fékk Magnea tækifæri til að keyra alls konar mjög fína bíla. „Eins og Lamborghini Aventador, Huracan og Urus, Rolls Royce Wraith, Ghost og Phantom Drophead, Ferrari California og 488, G Wagon, Mclaren 720s og fleiri sturluð tryllitæki. Þegar ég kem heim byrjaði ég að vinna í Heklu og fór að fræða mig um allt úrvalið sem er í boði hér heima, sem er endalaust.“ Hugmyndin að bílaþáttunum kviknaði í kjölfar fyrstu seríunnar af raunveruleikaþáttunum LXS. „Ketchup Creative, framleiðendurnir á LXS, komu með þá snilldar hugmynd að gera bílaþátt og ég var auðvitað til í slaginn, þar sem það hefur verið langþráður draumur. Allt ferlið í kringum þættina er búið að vera rosalega skemmtilegt enda snilldar teymi á bak við þá. Þetta er auðvitað búið að vera mikil vinna þar sem úrvalið á Íslandi er endalaust en það eru auðvitað ekki allir sem vilja sýna bílana sína í sjónvarpi.“ View this post on Instagram A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir (@magneabj) Adrenalínið í botn Hún segir erfitt að segja til um hvað stendur upp úr eftir tökuferlið. „Hver þáttur er byggður öðruvísi upp en það var mjög gaman að kíkja í Kvartmíluklúbbinn í Hafnarfirði og kynnast starfseminni þar. Við tókum nokkra hringi á Radical, sem er sérsmíðaður breskur kappakstursbíll og svo fékk ég að race-a á litlum breyttum bíl sem var sjúklega skemmtilegt. Adrenalínið fór alveg í botn.“ En hver ætli sé hennar draumabíll? „Draumurinn væri að eiga einn Lamborghini Hurricán þar sem þar var alltaf minn uppáhalds bíll en ef ég ætti að kaupa mér bíl til þess að keyra um hér á Íslandi væri það annað hvort Skoda Enyaq RS eða að vera á vel breyttum og upphækkuðum Jeep Wrangler Rubicon.“ Fyrsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10.
0 upp í 100 Bíó og sjónvarp Bílar Tengdar fréttir Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 4. september 2023 20:01 „Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 16. september 2023 07:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 4. september 2023 20:01
„Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í herberginu“ LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. 16. september 2023 07:01