Meðmælabréf kennaranna ekki nóg fyrir skólastjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 15:20 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Vísir Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Amanda Mist Pálsdóttir, umsjónarkennari í tíunda bekk, segir að vonbrigðin hafi verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hafi ekki fengið fastráðningu. Hún segir óánægju hafa gætt hjá nemendum í öllum þremur árgöngum, kennarar hafi verið í uppnámi og kennsla fallið niður í lok dags á fimmtudag. „Kennarar voru miður sín. Þetta voru bara mótmæli. Fólk var niðurbrotið.“ Vandaðir kennarar hurfu á braut Amanda tekur skýrt fram að óánægjan beinist að engu leyti gegn nýráðnum skólastjóra, Heimi Eyvindarsyni. Ánægja með störf Arnórs hafi verið mjög mikil og kennararnir lagt sig fram við að upplýsa Kópavogsbæ um þá staðreynd. „Það voru margir kennarar á báðum áttum í fyrra þegar Hörðuvallaskóla var skipt upp og þáverandi skólastjóri sagði upp starfinu,“ segir Amanda. Skólinn hafi misst vandaða kennara úr sínu teymi vegna óvissunnar en með komu Arnórs hafi margt breyst til batnaðar. Skólastjóraskipti höfðu verið tíð árin á undan og kennarar fundið fyrir miklu rótleysi. „Arnór kemur inn með rosalega flottar og sterkar skoðanir. Starfsmannahópurinn fer í rosalega góðan gír, við náum vel saman og allt er svo flott. Hann hefur gert geggjaðar stefnur með okkur í liði,“ segir Amanda. Kennararnir hafi fengið óþægilega tilfinningu þegar starfið var auglýst þótt allir hafi vitað að bærinn væri skyldugur til þess. Sendu meðmælabréf vegna Arnórs „Við sendum yfirlýsingu til menntasviðs Kópavogs, meðmælabréf fyrir Arnór. Við óskuðum eftir því að ákvörðunin yrði hugsuð til enda. Hér eru 35 starfsmenn og meirihlutinn rosalega ánægður með Arnór. Við finnum fyrir stöðugleika, samstöðu. Þetta er skólastjóri sem labbar inn í kennslustofur, gefur fimmur og andinn er rosalega góður.“ Skellurinn hafi því verið mikill þegar í ljós kom að Arnór varð ekki fyrir valinu. Amanda ítrekar að óánægjan beinist í engu gegn þeim sem varð fyrir valinu. „Það eru kennarar sem eru rosalega ósáttir,“ segir Amanda. Fengist hafi fundur með fulltrúum menntasviðs bæjarins á föstudag til að óska eftir nánari rökstuðningi á ráðningunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu ellefu um starf skólastjóra. Þrír voru boðaðir í annað viðtal og þurfti svo þriðja viðtal til áður en ákvörðun var tekin. Aðeins Arnór geti fengið rökstuðninginn Amanda segir að kennurum hafi ekki fundist þeir fá faglegan rökstuðning fyrir ráðningu Heimis á kostnað Arnórs. Aðeins Arnór sjálfur geti kallað eftir rökstuðningi sem aðili í umsóknarferlinu. Arnór vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Amanda segir mikið svekkelsi með að ekki hafi verið hlustað á raddir kennara. Nemendur voru líka svekktir og hengdu þeir upp stuðningsyfirlýsingar á veggi skólans í síðustu viku. Þær voru teknar niður í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Halla Björg Evans er formaður foreldrafélagsins í Kóraskóla. Hún segir foreldrafélagið hafa verið upplýst um ráðninguna, þau hafi rætt við kennara og menntasvið Kópavogsbæjar og til standi að ræða við báða skólastjóra til að gæta að því að vel sé haldið utan um börnin og starfið í skólanum. Ekki bara skólastjóri heldur poppstjarna Staða skólastjóra í þremur grunnskólum í Kópavogi var auglýst á sama tíma. Lindaskóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla. Skólastjórar sem ráðnir voru tímabundið til eins árs voru fastráðnir í Linda- og Hörðuvallaskóla en Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri í Kóraskóla. Hann hefur undanfarið ár starfað sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar áður var hann deildarstjóri elsta stigs grunnskóla í Hveragerði. Þá bauð hann fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands árið 2021. Heimir, sem er líklega frægastur sem hljómborðsleikari í Á móti sól, hyggur greinilega á flutninga í Kópavogi en eiginkona hans Sandra Sigurðardóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri íþróttafélagsins HK í Kórahverfinu í Kópavogi. Skrifstofa HK er í Kórnum sem einnig hýsir Kóraskóla. Kópavogur Grunnskólar HK Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Amanda Mist Pálsdóttir, umsjónarkennari í tíunda bekk, segir að vonbrigðin hafi verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hafi ekki fengið fastráðningu. Hún segir óánægju hafa gætt hjá nemendum í öllum þremur árgöngum, kennarar hafi verið í uppnámi og kennsla fallið niður í lok dags á fimmtudag. „Kennarar voru miður sín. Þetta voru bara mótmæli. Fólk var niðurbrotið.“ Vandaðir kennarar hurfu á braut Amanda tekur skýrt fram að óánægjan beinist að engu leyti gegn nýráðnum skólastjóra, Heimi Eyvindarsyni. Ánægja með störf Arnórs hafi verið mjög mikil og kennararnir lagt sig fram við að upplýsa Kópavogsbæ um þá staðreynd. „Það voru margir kennarar á báðum áttum í fyrra þegar Hörðuvallaskóla var skipt upp og þáverandi skólastjóri sagði upp starfinu,“ segir Amanda. Skólinn hafi misst vandaða kennara úr sínu teymi vegna óvissunnar en með komu Arnórs hafi margt breyst til batnaðar. Skólastjóraskipti höfðu verið tíð árin á undan og kennarar fundið fyrir miklu rótleysi. „Arnór kemur inn með rosalega flottar og sterkar skoðanir. Starfsmannahópurinn fer í rosalega góðan gír, við náum vel saman og allt er svo flott. Hann hefur gert geggjaðar stefnur með okkur í liði,“ segir Amanda. Kennararnir hafi fengið óþægilega tilfinningu þegar starfið var auglýst þótt allir hafi vitað að bærinn væri skyldugur til þess. Sendu meðmælabréf vegna Arnórs „Við sendum yfirlýsingu til menntasviðs Kópavogs, meðmælabréf fyrir Arnór. Við óskuðum eftir því að ákvörðunin yrði hugsuð til enda. Hér eru 35 starfsmenn og meirihlutinn rosalega ánægður með Arnór. Við finnum fyrir stöðugleika, samstöðu. Þetta er skólastjóri sem labbar inn í kennslustofur, gefur fimmur og andinn er rosalega góður.“ Skellurinn hafi því verið mikill þegar í ljós kom að Arnór varð ekki fyrir valinu. Amanda ítrekar að óánægjan beinist í engu gegn þeim sem varð fyrir valinu. „Það eru kennarar sem eru rosalega ósáttir,“ segir Amanda. Fengist hafi fundur með fulltrúum menntasviðs bæjarins á föstudag til að óska eftir nánari rökstuðningi á ráðningunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttu ellefu um starf skólastjóra. Þrír voru boðaðir í annað viðtal og þurfti svo þriðja viðtal til áður en ákvörðun var tekin. Aðeins Arnór geti fengið rökstuðninginn Amanda segir að kennurum hafi ekki fundist þeir fá faglegan rökstuðning fyrir ráðningu Heimis á kostnað Arnórs. Aðeins Arnór sjálfur geti kallað eftir rökstuðningi sem aðili í umsóknarferlinu. Arnór vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Amanda segir mikið svekkelsi með að ekki hafi verið hlustað á raddir kennara. Nemendur voru líka svekktir og hengdu þeir upp stuðningsyfirlýsingar á veggi skólans í síðustu viku. Þær voru teknar niður í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Halla Björg Evans er formaður foreldrafélagsins í Kóraskóla. Hún segir foreldrafélagið hafa verið upplýst um ráðninguna, þau hafi rætt við kennara og menntasvið Kópavogsbæjar og til standi að ræða við báða skólastjóra til að gæta að því að vel sé haldið utan um börnin og starfið í skólanum. Ekki bara skólastjóri heldur poppstjarna Staða skólastjóra í þremur grunnskólum í Kópavogi var auglýst á sama tíma. Lindaskóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla. Skólastjórar sem ráðnir voru tímabundið til eins árs voru fastráðnir í Linda- og Hörðuvallaskóla en Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri í Kóraskóla. Hann hefur undanfarið ár starfað sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar áður var hann deildarstjóri elsta stigs grunnskóla í Hveragerði. Þá bauð hann fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands árið 2021. Heimir, sem er líklega frægastur sem hljómborðsleikari í Á móti sól, hyggur greinilega á flutninga í Kópavogi en eiginkona hans Sandra Sigurðardóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri íþróttafélagsins HK í Kórahverfinu í Kópavogi. Skrifstofa HK er í Kórnum sem einnig hýsir Kóraskóla.
Kópavogur Grunnskólar HK Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira