Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2024 19:20 Ákvörðun stjórnar Landsbankans að kaupa TM tryggingar af Kviku banka hafa valdið titringi innan ríkisstjórnarinnar. Stöð 2/Einar Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki samþykkja kaup Landabankans á TM nema bankinn verði settur í söluferli á sama tíma.Stöð 2/Arnar „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag,“ segir fjármálaráðherra. Þessi viðskipti verði ekki að veruleika með hennar samþykki nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Hún hafi óskað eftir skýringum frá Bankasýslu ríkisins sem fari með eignarhlut ríkisins bankanum, setji almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. „Ég skil vel að ríkið vilji ekki bæta við sig félögum. Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir það hernnar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans fyrir eigendur.Stöð 2/Einar Bankinn hafi verið vel rekinn og greitt hluthöfum um 175 milljarða í arð á undanförnum árum. Kaupin muni auka verðmæti bankans. Þannig að skoðanir fjármálaráðherra á þessum gjörningum hafa ekki áhrif á ykkur? „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ segir Lilja Björk. Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. „En síðan eru þessi kaup núna á TM á forræði stjórnar bankans. Þar er ákvörðun tekin um að fara í þessi kaup,“ segir bankastjórinn. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum. Skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áræðaleikakönnun og eftirlitsstofnanir ættu eftir að segja sitt. „Þetta verða þó nokkrir mánuðir þangað til þetta er allt yfirstaðið. Þannig að kannski fyrir jól væri eðlileg tímalína,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Hins vegar fer aðalfundur Landsbankans fram á miðvikudag. Tryggvi Pálsson stjórnarformaður Bankasýslunnar vildi ekkert segja um afstöðu hennar til málsins þegar eftir því var leitað í dag. Afstaða Bankasýslunnar kann hins vegar að koma fram á aðalfundinum á miðvikudag og málið verður væntanlega einnig rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki samþykkja kaup Landabankans á TM nema bankinn verði settur í söluferli á sama tíma.Stöð 2/Arnar „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag,“ segir fjármálaráðherra. Þessi viðskipti verði ekki að veruleika með hennar samþykki nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Hún hafi óskað eftir skýringum frá Bankasýslu ríkisins sem fari með eignarhlut ríkisins bankanum, setji almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. „Ég skil vel að ríkið vilji ekki bæta við sig félögum. Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir það hernnar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans fyrir eigendur.Stöð 2/Einar Bankinn hafi verið vel rekinn og greitt hluthöfum um 175 milljarða í arð á undanförnum árum. Kaupin muni auka verðmæti bankans. Þannig að skoðanir fjármálaráðherra á þessum gjörningum hafa ekki áhrif á ykkur? „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ segir Lilja Björk. Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. „En síðan eru þessi kaup núna á TM á forræði stjórnar bankans. Þar er ákvörðun tekin um að fara í þessi kaup,“ segir bankastjórinn. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum. Skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áræðaleikakönnun og eftirlitsstofnanir ættu eftir að segja sitt. „Þetta verða þó nokkrir mánuðir þangað til þetta er allt yfirstaðið. Þannig að kannski fyrir jól væri eðlileg tímalína,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Hins vegar fer aðalfundur Landsbankans fram á miðvikudag. Tryggvi Pálsson stjórnarformaður Bankasýslunnar vildi ekkert segja um afstöðu hennar til málsins þegar eftir því var leitað í dag. Afstaða Bankasýslunnar kann hins vegar að koma fram á aðalfundinum á miðvikudag og málið verður væntanlega einnig rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09
„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48