Hjónum fjölgar hjá umboðsmanni skuldara Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 09:26 UMS Einstaklingum sem leita aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fer fjölgandi. Umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað og eru orðnir stærsti hópur umsækjenda, þegar litið er til atvinnustöðu. Þá sækja hjón og sambúðafólk í auknum mæli um aðstoð. Aukinn þungi er á símaráðgjöf hjá UMS og erindum sem berast frá einstaklingum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá embættinu. „Það er ljóst að efnahagsástandið er farið að bitna á fólki í samfélaginu og samhliða almennri aukningu á umsóknum sjáum við fjölgun umsækjenda í hópum á borð við hjón og sambúðarfólk,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur umboðsmanni skuldara. Fjöldi umsækjenda eftir mánuðum.UMS Í tilkynningunni er farið yfir ýmsa tölfræði varðandi þá sem leita til umboðsmanns. Til að mynda er bent á að undanfarin ár hafi flestir umsækjendur verið einstaklingar sem búa einir. Það sem af er ársins 2024 eru þeir sem búa einir áfram enn stærsti hópurinn en fjölgun er í hópi hjóna og sambúðarfólks þriðja árið í röð. Árið 2022 voru hjón og sambúðarfólk fjögur prósent umsækjenda, níu prósent í fyrra, en eru nú átján prósent umsækjenda. Þá kemur að þegar litið sé til búsetu eru flestir þeirra sem leita aðstoðar á leigumarkaði. Það voru sextíu prósent árið 2023 og 66 prósent það sem af er ári. Einnig er bent á að öryrkjar hafi verið stærsti hópur umsækjenda þegar litið sé til atvinnustöðu og voru þeir 37 prósent allra umsækjenda í fyrra, en um 34 prósent umsækjenda það sem af er ári. Umsækjendum í atvinnu fjölgar töluvert og eru þeir nú stærsti hópur umsækjenda ef litið er til atvinnustöðu eða 45 prósent. Til samanburðar voru einstaklingar í atvinnu 34 prósent umsækjenda árið 2023 og 35 prósent árið 2022. Atvinnulausum umsækjendum fækkar úr 25 prósentum árið 2023 í sextán prósent það sem af er árinu 2024. Umsækjendur eftir atvinnustöðu.UMS Umsækjendur eftir fjölskyldustærð UMS Í tilkynningu UMS er fjallað um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem voru samþykktar á Alþingi nýlega. „Greiðsluaðlögun einstaklinga er úrræði fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagserfiðleikum þar sem einstaklingum er gert kleift að ná frjálsum samningum við kröfuhafa sína með milligöngu UMS og er það eina virka lögbundna skuldavandaúrræði fyrir einstaklinga á Íslandi,“ er haft eftir Ástu. Á síðasta ári var 34% allra umsókna sem bárust umboðsmanni skuldara beint í greiðsluaðlögun einstaklinga. „Úrræði greiðsluaðlögunar hefur margsannað gildi sitt hér á landi en með breytingunum er markmiðið að ná enn betur en áður til einstaklinga og fjölskyldna sem standa frammi fyrir verulegum fjárhagserfiðleikum. Breytingunum er meðal annars ætlað að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu þegar greiðslubyrði veðlána fer hækkandi og fjárhagur heimilanna þrengist. Þær taka til ýmissa þátta en allar miða þær að því að bæta úrræðið, gera það heildstæðara og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta,“ segir hún. Umsækjendur eftir búsetu.UMS Í tilkynningunni er farið yfir nokkur atriði breytinganna, en listi umboðsmanns er eftirfarandi: Betri heimildir eru nú til að koma til móts við fasteignaeigendur í verulegum fjárhagsvanda. Mögulegt verður að gera ráð fyrir fleiri kröfum inn í greiðsluáætlun sem annars falla ekki undir greiðsluaðlögun. Þessar kröfur eru fésektir, kröfur vegna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi og meðlagskröfur. Hér verður því um heildstæðari lausn að ræða. Skilyrði um búsetu og lögheimili á Íslandi hafa verið rýmkuð þannig að einstaklingar í verulegum fjárhagserfiðleikum sem hafa búsetu erlendis en eru með skuldbindingar sínar á Íslandi hafa kost á að leita greiðsluaðlögunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ábyrgðarmenn námslána með virkar ábyrgðarskuldbindingar sem eru í greiðslu- og/eða skuldavanda geta nú leitað lausna í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Neytendur Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Aukinn þungi er á símaráðgjöf hjá UMS og erindum sem berast frá einstaklingum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá embættinu. „Það er ljóst að efnahagsástandið er farið að bitna á fólki í samfélaginu og samhliða almennri aukningu á umsóknum sjáum við fjölgun umsækjenda í hópum á borð við hjón og sambúðarfólk,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur umboðsmanni skuldara. Fjöldi umsækjenda eftir mánuðum.UMS Í tilkynningunni er farið yfir ýmsa tölfræði varðandi þá sem leita til umboðsmanns. Til að mynda er bent á að undanfarin ár hafi flestir umsækjendur verið einstaklingar sem búa einir. Það sem af er ársins 2024 eru þeir sem búa einir áfram enn stærsti hópurinn en fjölgun er í hópi hjóna og sambúðarfólks þriðja árið í röð. Árið 2022 voru hjón og sambúðarfólk fjögur prósent umsækjenda, níu prósent í fyrra, en eru nú átján prósent umsækjenda. Þá kemur að þegar litið sé til búsetu eru flestir þeirra sem leita aðstoðar á leigumarkaði. Það voru sextíu prósent árið 2023 og 66 prósent það sem af er ári. Einnig er bent á að öryrkjar hafi verið stærsti hópur umsækjenda þegar litið sé til atvinnustöðu og voru þeir 37 prósent allra umsækjenda í fyrra, en um 34 prósent umsækjenda það sem af er ári. Umsækjendum í atvinnu fjölgar töluvert og eru þeir nú stærsti hópur umsækjenda ef litið er til atvinnustöðu eða 45 prósent. Til samanburðar voru einstaklingar í atvinnu 34 prósent umsækjenda árið 2023 og 35 prósent árið 2022. Atvinnulausum umsækjendum fækkar úr 25 prósentum árið 2023 í sextán prósent það sem af er árinu 2024. Umsækjendur eftir atvinnustöðu.UMS Umsækjendur eftir fjölskyldustærð UMS Í tilkynningu UMS er fjallað um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem voru samþykktar á Alþingi nýlega. „Greiðsluaðlögun einstaklinga er úrræði fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagserfiðleikum þar sem einstaklingum er gert kleift að ná frjálsum samningum við kröfuhafa sína með milligöngu UMS og er það eina virka lögbundna skuldavandaúrræði fyrir einstaklinga á Íslandi,“ er haft eftir Ástu. Á síðasta ári var 34% allra umsókna sem bárust umboðsmanni skuldara beint í greiðsluaðlögun einstaklinga. „Úrræði greiðsluaðlögunar hefur margsannað gildi sitt hér á landi en með breytingunum er markmiðið að ná enn betur en áður til einstaklinga og fjölskyldna sem standa frammi fyrir verulegum fjárhagserfiðleikum. Breytingunum er meðal annars ætlað að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu þegar greiðslubyrði veðlána fer hækkandi og fjárhagur heimilanna þrengist. Þær taka til ýmissa þátta en allar miða þær að því að bæta úrræðið, gera það heildstæðara og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari, umsækjendum til hagsbóta,“ segir hún. Umsækjendur eftir búsetu.UMS Í tilkynningunni er farið yfir nokkur atriði breytinganna, en listi umboðsmanns er eftirfarandi: Betri heimildir eru nú til að koma til móts við fasteignaeigendur í verulegum fjárhagsvanda. Mögulegt verður að gera ráð fyrir fleiri kröfum inn í greiðsluáætlun sem annars falla ekki undir greiðsluaðlögun. Þessar kröfur eru fésektir, kröfur vegna virðisaukaskatts, kröfur um afdregna vangoldna staðgreiðslu opinberra gjalda, kröfur um skaðabætur vegna tjóns sem samkvæmt dómi hefur verið valdið með refsiverðu athæfi og meðlagskröfur. Hér verður því um heildstæðari lausn að ræða. Skilyrði um búsetu og lögheimili á Íslandi hafa verið rýmkuð þannig að einstaklingar í verulegum fjárhagserfiðleikum sem hafa búsetu erlendis en eru með skuldbindingar sínar á Íslandi hafa kost á að leita greiðsluaðlögunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ábyrgðarmenn námslána með virkar ábyrgðarskuldbindingar sem eru í greiðslu- og/eða skuldavanda geta nú leitað lausna í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár.
Neytendur Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira