Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2024 12:00 Eyþór Ingi Gunnarsson segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina. Vísir/Vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi. Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar er Eyþór Ingi gestur en þessa dagana stendur hann í ströngu í sjónvarpsþáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2 þar sem hann fær til sín ýmsa gesti, nú síðasta Magna Ásgeirsson. Fékk alltof mikla athygli á stuttum tíma Eyþór opnar sig meðal annars um börnin sín í Bítinu. Hann er fjögurra barna faðir, allt dætur. Tvær segist hann hafa fengið í forgjöf. „Eldri var að byrja í skóla, hin var bara rúmlega þriggja ára þegar ég kem inn í líf þeirra. Ég held ég sé orðinn tvítugur, þá er ég orðinn tveggja barna faðir,“ segir Eyþór Ingi. Hann segir það hafa átt vel við sig. „Ég fílaði það bara mjög vel. Ég held það hafi jarðtengt mig sem ungan dreng sem var að fá alltof mikla athygli á stuttum tíma. Ég held þetta hafi komið mér á jörðina.“ Heldurðu að það hefði getað farið verr? „Kannski. Örugglega. Þegar maður er átján ára og fær fullt af athygli, eins og á þessum tíma, og er endalaust að hitta eitthvað fólk sem finnst maður vera magnaður, þá fer maður að trúa því að maður sé ofurhetja. En svo þroskast maður upp úr því.“ Ber sig saman við pabba sinn Yngsta dóttir Eyþórs Inga er fjögurra ára gömul. Hann segist stundum velta fyrir sér hvernig ímynd hann sé. Hún sé alin upp við það að pabbi sé í undarlegri vinnu. „Hún hefur stundum komið með mér þegar ég er að fara á æfingar, sér þetta í sjónvarpinu og hefur komið á tónleika og allt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það er, af því að þú veist, nú kem ég bara úr tiltölulega venjulegri fjölskyldu þar sem pabbi er sjómaður og mamma vinnur í skóla.“ Eyþór Ingi útskýrir að hann hafi alltaf upplifað pabba sinn sem ekta pabba. Duglegan vinnumann, rosalega handlaginn, sem geti allt. „Ég er það ekki. Mjög langt frá því. Það er varla að ég geti skrúfað í vegg sko,“ segir Eyþór Ingi hlæjandi. Hann rifjar upp að hann hafi eitt sinn verið beðinn af nágrannanum sínum að aðstoða sig við að bora í vegg. Þar hafi borvélin reynst vera í bakkgír á ögurstundu. „Þannig að ég er ekki handlaginn. Svo ég hef oft velt því fyrir mér hverskonar eiginlega pabbaímynd þetta sé. Skrítinn karl með sítt hár sem syngur allan daginn eða talar inn á teiknimyndir,“ segir Eyþór hlæjandi.
Tónlist Bítið Ástin og lífið Tengdar fréttir Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 11. apríl 2022 17:31