Ómissandi innviðir Finnur Beck skrifar 21. mars 2024 10:01 Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar