McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 17:45 Conor McGregor hefur oft tjáð sig um mögulega endurkomu í bardagabúr UFC á undanförnum árum. Núna virðist hins vegar komið skrið á hlutina. Vísir/Getty Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. „Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir. MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
„Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira