Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Geir Sveinsson skrifar 21. mars 2024 10:54 Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. Eins og einn kollegi minn orðaði það svo réttilega í bréfi til mín í kjölfar þessara ummæla: ‚‚Ég sendi þér þessar línur þar sem ég hef hugsað mikið til þín í dag. Það er með hreinum ólíkindum að lesa ákveðin ummæli í fjölmiðlum eftir starfslok þín. Slík ummæli gefa mér sterka vísbendingu um eitrað umhverfi - og slíkt umhverfi er ekki eftirsóknarvert, og þaðan af síður nærandi fyrir okkur!‘‘ Það tekur greinilega á, eftir 16 ár við völd, að upplifa þann veruleika að vera ekki lengur við stjórn og eina sem þau geta og kunna er að “bullíast” í fólki með von um að það komi þeim aftur til valda, næst þegar verður kosið. En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði. Bæjarfulltrúi minnihlutans hefur áhyggjur af kostnaði við starfslok mín, sem eru fullkomlega eðlileg starfslok. Sama er ekki hægt að segja um starfslok forvera míns í stóli bæjarstjóra Hveragerðis og hefði bæjarfulltrúanum verið nær að hafa áhyggjur af starfslokum hans 2022 en þau starfslok kostuðu bæinn margfalt meira en mín starfslok munu kosta Hveragerðisbæ, starfslok sem bæjarfulltrúinn sjálfur gerði samning um og samþykkti í bæjarstjórn á sínum tíma. Gríðarlega mörg aðkallandi verkefni biðu mín og nýs meirihluta þegar ég tók við sem bæjarstjóri og staðreyndin er að aldrei nokkurn tímann í sögu Hveragerðisbæjar hefur jafn mikið verið gert á eins skömmum tíma. Stækkun grunnskólans í Hveraðgerði er hafin og verður lokið að mestu um næstu áramót. Stækkun leikskólans Óskalands um 4 deildir er farin af stað. Við fengum aðgerðar- og metnaðarleysi minnihlutans í fráveitumálum bæjarins sl.10 ár í fangið sem mun m.a. kosta Hveragerðisbúa 50 milljónir í skaðabætur til Veiðifélagsins í Varmá. Ekki gengur að vera með einhvern bútasaum og redda málum fyrir horn heldur þarf að vanda mjög vel til verks hvaða leið á að fara til að leysa þessi mál til framtíðar. Sú vinna er hafin, verkáætlun komin og höfum við núna sett 500 milljónir kr. í verkefnið næstu þrjú ár. Samningur um Árhólma voru kláraðir en hann mun skila bænum hundruð milljóna króna á næstu árum. Þessi samningur felur í sér meiriháttar uppbyggingu í dalnum fyrir ofan Hveragerði, m.a. náttúrulaugar og aðstöðu til afþreyingar og útivistar ásamt fjölbreyttum gistimöguleikum. Nýtt og endurbætt skipurit bæjarins hefur litið dagsins ljós og frábær stefnumótun bæjarins sem Heilsueflandi samfélag til næstu ára unnin og kynnt. Heilt fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðis var stofnað og komið af stað með 15 öfluga starfsmenn um borð. Undirbúningur og hönnun gervigrasvallar er komin af stað og er áætlað að hann verði tekinn í notkun seinnipart þessa árs og stækkun íþróttahússins hefur verið hönnuð og er komin í deiliskipulagsferli. Við tókum í gegn og endurskoðuðum samþykktir um stjórn bæjararins og sömuleiðis ný erindisbréf fyrir nefndir bæjarins. Ný sorphirða hefur verið innleidd. Aðalskipulagsvinna bæjarins er i gangi og stór uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu komin af stað, svo sem hótel- og íbúðauppbygging til að mæta ört stækkandi íbúafjölda. Þetta er bara hluti þeirra verkefna sem hafa verið unnin á síðustu misserum og hafa síðustu tvö ár því svo sannarlega verið mjög viðburðarík og gríðarlega mikil vinna farið fram. Hveragerði er yndislegur bær með mikla möguleika og það hafa verið forréttindi að vinna þar með frábæru starfsfólki bæjarins og án þeirra hefði okkur ekki tekist að koma jafn miklu í verk og raun ber vitni. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa. Ég óska meirihlutanum og starfsfólki bæjarins áfram alls hins besta og velfarnaðar í komandi verkefnum. Höfundur er fráfarandi bæjastjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. Eins og einn kollegi minn orðaði það svo réttilega í bréfi til mín í kjölfar þessara ummæla: ‚‚Ég sendi þér þessar línur þar sem ég hef hugsað mikið til þín í dag. Það er með hreinum ólíkindum að lesa ákveðin ummæli í fjölmiðlum eftir starfslok þín. Slík ummæli gefa mér sterka vísbendingu um eitrað umhverfi - og slíkt umhverfi er ekki eftirsóknarvert, og þaðan af síður nærandi fyrir okkur!‘‘ Það tekur greinilega á, eftir 16 ár við völd, að upplifa þann veruleika að vera ekki lengur við stjórn og eina sem þau geta og kunna er að “bullíast” í fólki með von um að það komi þeim aftur til valda, næst þegar verður kosið. En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði. Bæjarfulltrúi minnihlutans hefur áhyggjur af kostnaði við starfslok mín, sem eru fullkomlega eðlileg starfslok. Sama er ekki hægt að segja um starfslok forvera míns í stóli bæjarstjóra Hveragerðis og hefði bæjarfulltrúanum verið nær að hafa áhyggjur af starfslokum hans 2022 en þau starfslok kostuðu bæinn margfalt meira en mín starfslok munu kosta Hveragerðisbæ, starfslok sem bæjarfulltrúinn sjálfur gerði samning um og samþykkti í bæjarstjórn á sínum tíma. Gríðarlega mörg aðkallandi verkefni biðu mín og nýs meirihluta þegar ég tók við sem bæjarstjóri og staðreyndin er að aldrei nokkurn tímann í sögu Hveragerðisbæjar hefur jafn mikið verið gert á eins skömmum tíma. Stækkun grunnskólans í Hveraðgerði er hafin og verður lokið að mestu um næstu áramót. Stækkun leikskólans Óskalands um 4 deildir er farin af stað. Við fengum aðgerðar- og metnaðarleysi minnihlutans í fráveitumálum bæjarins sl.10 ár í fangið sem mun m.a. kosta Hveragerðisbúa 50 milljónir í skaðabætur til Veiðifélagsins í Varmá. Ekki gengur að vera með einhvern bútasaum og redda málum fyrir horn heldur þarf að vanda mjög vel til verks hvaða leið á að fara til að leysa þessi mál til framtíðar. Sú vinna er hafin, verkáætlun komin og höfum við núna sett 500 milljónir kr. í verkefnið næstu þrjú ár. Samningur um Árhólma voru kláraðir en hann mun skila bænum hundruð milljóna króna á næstu árum. Þessi samningur felur í sér meiriháttar uppbyggingu í dalnum fyrir ofan Hveragerði, m.a. náttúrulaugar og aðstöðu til afþreyingar og útivistar ásamt fjölbreyttum gistimöguleikum. Nýtt og endurbætt skipurit bæjarins hefur litið dagsins ljós og frábær stefnumótun bæjarins sem Heilsueflandi samfélag til næstu ára unnin og kynnt. Heilt fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðis var stofnað og komið af stað með 15 öfluga starfsmenn um borð. Undirbúningur og hönnun gervigrasvallar er komin af stað og er áætlað að hann verði tekinn í notkun seinnipart þessa árs og stækkun íþróttahússins hefur verið hönnuð og er komin í deiliskipulagsferli. Við tókum í gegn og endurskoðuðum samþykktir um stjórn bæjararins og sömuleiðis ný erindisbréf fyrir nefndir bæjarins. Ný sorphirða hefur verið innleidd. Aðalskipulagsvinna bæjarins er i gangi og stór uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu komin af stað, svo sem hótel- og íbúðauppbygging til að mæta ört stækkandi íbúafjölda. Þetta er bara hluti þeirra verkefna sem hafa verið unnin á síðustu misserum og hafa síðustu tvö ár því svo sannarlega verið mjög viðburðarík og gríðarlega mikil vinna farið fram. Hveragerði er yndislegur bær með mikla möguleika og það hafa verið forréttindi að vinna þar með frábæru starfsfólki bæjarins og án þeirra hefði okkur ekki tekist að koma jafn miklu í verk og raun ber vitni. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa. Ég óska meirihlutanum og starfsfólki bæjarins áfram alls hins besta og velfarnaðar í komandi verkefnum. Höfundur er fráfarandi bæjastjóri Hveragerðisbæjar.
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun