Sjónvarpið í svarthvítu og forsætisráðherra ekki fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Þórskonur fagna hér sigrinum í gær og sæti í bikaúrslitaleiknum. Vísir/Diego Þór Akureyri tryggði sér í gær sæti í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í 49 ár þegar liðið vann Grindavík í undaúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira