Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 14:31 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar en hefur síðan verið frá keppni vegna meiðsla. Getty/Marco Steinbrenner Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira