Hraunið að færast upp á varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 14:48 Hraunrennsli þrýstir nú á varnargarða við Grindavík og mögulegt er að það fari yfir garðana. Vísir/Arnar Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26