Halldór slapp við fall og úrslitakeppnin klár Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 16:53 Halldór Jóhann Sigfússon slapp við fall í dag en þarf áfram að berjast fyrir áframhaldandi veru Nordsjælland í efstu deild, í úrslitakeppninni. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Nordsjælland sluppu við beint fall úr dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, þegar lokaumferð deildakeppninnar fór fram. Nordsjælland tapaði reyndar á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31-26, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, en enduðu stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön sem féll. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Fredericia sem hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn. Nordsjælland var 13-11 yfir í hálfleik í dag og komst í 15-11, en Fredericia komst svo yfir þegar Einar stal boltanum og kom honum fram í hraðaupphlaup. Einar stal boltanum aftur í stöðunni 26-24, og hjálpaði Fredericia að komast þremur mörkum yfir, og munurinn í lokin var fimm mörk. Deildarmeistararnir brugðust ekki Deildarmeistarar Aalborg unnu hins vegar á sama tíma Lemvig-Thyborön, 35-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Lemvig endaði því neðst í deildinni og féll, en Nordsjælland fer í neðri úrslitakeppni deildarinnar. Þar spila liðin sem enduðu í 9.-13. sæti einfalda umferð, og er Nordsjælland eina liðið sem tekur engin stig með sér. SAH og Sönderjyske enduðu í 9. og 10. sæti og taka tvö stig með sér, en Holstebro og Kolding enduðu í 11. og 12. sæti og taka eitt stig með sér. Neðsta liðið af þessum fimm fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Holstebro, liðið sem Arnór Atlason stýrir, tapaði 34-29 á útivelli gegn SönderjyskE í dag. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson urðu einnig að sætta sig við tap með Ribe-Esbjerg, 30-27, á útivelli gegn Ringsted. Ágúst varði 7 af 20 skotum sem hann fékk á sig, og Elvar skoraði eitt mark. Í átta liða úrslitakeppni efstu liða deildarinnar er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. Aalborg (1. sæti), Bjerringbro-Silkeborg (4. sæti), Mors-Thy (5. sæti) og Ribe-Esbjerg (8. sæti) eru saman í riðli, en Fredericia, GOG, Skjern og Ringsted í hinum riðlinum. Aalborg og Fredericia taka með sér tvö stig úr deildakeppninni, en GOG og Skjern eitt stig hvort. Önnur byrja úrslitakeppnina án stiga. Danski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Nordsjælland tapaði reyndar á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31-26, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, en enduðu stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön sem féll. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Fredericia sem hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn. Nordsjælland var 13-11 yfir í hálfleik í dag og komst í 15-11, en Fredericia komst svo yfir þegar Einar stal boltanum og kom honum fram í hraðaupphlaup. Einar stal boltanum aftur í stöðunni 26-24, og hjálpaði Fredericia að komast þremur mörkum yfir, og munurinn í lokin var fimm mörk. Deildarmeistararnir brugðust ekki Deildarmeistarar Aalborg unnu hins vegar á sama tíma Lemvig-Thyborön, 35-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Lemvig endaði því neðst í deildinni og féll, en Nordsjælland fer í neðri úrslitakeppni deildarinnar. Þar spila liðin sem enduðu í 9.-13. sæti einfalda umferð, og er Nordsjælland eina liðið sem tekur engin stig með sér. SAH og Sönderjyske enduðu í 9. og 10. sæti og taka tvö stig með sér, en Holstebro og Kolding enduðu í 11. og 12. sæti og taka eitt stig með sér. Neðsta liðið af þessum fimm fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Holstebro, liðið sem Arnór Atlason stýrir, tapaði 34-29 á útivelli gegn SönderjyskE í dag. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson urðu einnig að sætta sig við tap með Ribe-Esbjerg, 30-27, á útivelli gegn Ringsted. Ágúst varði 7 af 20 skotum sem hann fékk á sig, og Elvar skoraði eitt mark. Í átta liða úrslitakeppni efstu liða deildarinnar er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. Aalborg (1. sæti), Bjerringbro-Silkeborg (4. sæti), Mors-Thy (5. sæti) og Ribe-Esbjerg (8. sæti) eru saman í riðli, en Fredericia, GOG, Skjern og Ringsted í hinum riðlinum. Aalborg og Fredericia taka með sér tvö stig úr deildakeppninni, en GOG og Skjern eitt stig hvort. Önnur byrja úrslitakeppnina án stiga.
Danski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira