Missti fimmtán kíló á sjö vikum í Taílandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:12 Erpur setur tappann á flöskuna í byrjun árs og tekur hann ekki af fyrr en mars er liðinn. vísir Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat. Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni: Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni:
Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira