Spænskir kokkanemar elda íslenskan saltfisk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. mars 2024 11:23 Spænskir matreiðslunemar kepptust um að vera færasti saltfiskkokkur Spánar Aðsend Íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki þar sem færasti saltfiskkokkur Spánar var valinn í Mérida á Spáni í vikunni. Keppnin var haldin í þriðja skipti í ár en 18 skólar frá öllum landshlutum Spánar tóku þátt að þessu sinni. Spánn er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfisk og er hann uppistaðan í mörgum vinsælum réttum þar í landi. Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia) Spánn Saltfiskur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Spánn er í dag stærsti markaður heims fyrir íslenskan saltfisk, en Spánverjar hafa í mörg ár verið stórkaupendur Bacalao de Islandia. Þá þurfti til að mynda að gera undanþágu fyrir spænsk vín í áfengisbanninu sem lagt var á Ísland árið 1915, vegna þess að Spánverjar hótuðu að hætta kaupa af okkur saltfisk ef við vildum ekki kaupa af þeim vín. Spænsk vín fengu því undanþágu frá áfengisbanninu árið 1922 af ofangreindum hagsmunaástæðum. Eins og fyrr segir var þessi matreiðslukeppni haldin í þriðja sinn í ár, en um 200 manns taka þátt ár hvert. Keppnin er hluti af markaðsverkefni Íslandsstofu „Seafood from Iceland“. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs sem segja má að starfi við landkynningu Íslands í víðum skilningi. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og á Ítalíu, sem einnig eru sólgin í íslenskan saltfisk. Afrakstur eldamennskunnar lítur vel út.Aðsend Hlutskörpust þetta árið var kokkaneminn Marta Oti frá ESHOB Barcelona, en hún fær í verðlaun draumaferðalag til Íslands. Marta Oti frá Barcelona bar sigur úr býtum að þessu sinni, og hlaut hún draumaferðalag til Íslands í verðlaun.Aðsend Mikil keppnis-og sköpunargleði einkenndi framlag nemanna, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Hægt er að fylgjast með keppninni á instagram. View this post on Instagram A post shared by Bacalao de Islandia (@bacalaodeislandia)
Spánn Saltfiskur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira