Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 09:57 Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur segir ferla í verðmætaflutningum séu almennt mjög góða. Vísir/Arnar/LRH „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. Eyþór ræddi um ránið sem var framið á mánudagsmorgun í Hamraborg í Kópavogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar rændu tveir menn töskum með tugum milljóna úr peningaflutningabíl sem innihélt hagnað úr spilakössum. Hann segir í raun að það sé með ólíkindum að rán sem þetta hafi ekki átt sér stað áður á Íslandi. Lögreglan lýsti á mánudag eftir bíl af gerðinni Toyota Yaris, en í gær kom í ljós að um var að ræða bifreiðina sem þjófarnir notuðu við verknaðinn. Þá birti lögreglan mynd af mönnunum í bílnum síðdegis í gær. „Þeir hafa væntanlega bara notað þessa Yaris-bifreið til að stinga af nokkurhundruð metra. Þar bíður önnur bifreið og jafnvel þriðja bifreið. Það er aldrei að vita.“ Hann segir að ferlar í verðmætaflutningum séu almennt mjög góðir og marglaga. Yfirleitt séu það bestu og reynslumestu starfsmenn öryggisfyrirtækjanna sem sjái um þá. Hann segir verðina yfirleitt tvo saman. Þeir séu ekki vopnaðir skotvopnum eða piparspreyi, en í hnífheldum vestum. „Ef það kemur vopnaður einstaklingur upp að verði með peninga, þá á hann náttúrulega bara að afhenda peninginn. Hann á bara að taka eftir og geta lýst viðkomandi og flóttaleið og geta gefið greinagóðar upplýsingar til lögreglu. Það á ekki að byrja nein slagsmál,“ segir Eyþór um verklag í verðmætaflutningum erlendis, en hann vill ekki gefa upp of mikið um hvernig það er á Íslandi. Aðspurður út í málið í Hamraborg þar sem bíllinn sem innihélt margar milljónir króna og var skilinn eftir mannlaus segir Eyþór að stundum sé það hluti af verklagi að báðir verðirnir fari inn og sæki verðmætin og skilji bílinn þá eftir mannlausan. Peningaflutningabíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kom fram að í töskunum hefðu verið litasprengjur, sem hafa það hlutverk að eyðileggja verðmæti reyni utanaðkomandi að komast í þau. „Í töskunni, í lokinu stundum, er búnaður með nokkrum grömmum af sprengiefni og blek,“ segir Eyþór, sem bætur við að það sé mismunandi hvernig litasprengurnar virki. „Ég man að ég var einhvern tímann að kaupa svona og þá lofaði fyrirtækið sem seldi okkur búnaðinn áttatíu prósent litun á hundrað prósent af seðlunum. Þeir verða fjólubláir eða bláir, og þá er ekki hægt að nota þá. Þá eiga öll fyrirtæki, stofnanir og bankar að neita að taka við svoleiðis peningum.“ Þjófnaðurinn í Hamraborg er ekki sá eini sem hefur verið til umfjöllunar á undanförnum dögum. Einnig hefur verið greint frá tveimur hraðbankaránum. Eyþóri þykir athyglisvert að þrjár „óvenjulegar fréttir“ sem þessar komi á álíka mörgum dögum. Eyþór segir að allir sem vinni í öryggisbransanum séu nú í kjölfar málsins að skoða verkferla sína. Hann býst þó ekki við umfangsmiklum breytingum á þeim. Hann segist bjartsýnn á að lögreglunni takist að góma mennina. Það sé mikilvægt að þeir gangi ekki lausir og takist að kveikja hugmyndir um svipað hjá öðrum. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Eyþór ræddi um ránið sem var framið á mánudagsmorgun í Hamraborg í Kópavogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar rændu tveir menn töskum með tugum milljóna úr peningaflutningabíl sem innihélt hagnað úr spilakössum. Hann segir í raun að það sé með ólíkindum að rán sem þetta hafi ekki átt sér stað áður á Íslandi. Lögreglan lýsti á mánudag eftir bíl af gerðinni Toyota Yaris, en í gær kom í ljós að um var að ræða bifreiðina sem þjófarnir notuðu við verknaðinn. Þá birti lögreglan mynd af mönnunum í bílnum síðdegis í gær. „Þeir hafa væntanlega bara notað þessa Yaris-bifreið til að stinga af nokkurhundruð metra. Þar bíður önnur bifreið og jafnvel þriðja bifreið. Það er aldrei að vita.“ Hann segir að ferlar í verðmætaflutningum séu almennt mjög góðir og marglaga. Yfirleitt séu það bestu og reynslumestu starfsmenn öryggisfyrirtækjanna sem sjái um þá. Hann segir verðina yfirleitt tvo saman. Þeir séu ekki vopnaðir skotvopnum eða piparspreyi, en í hnífheldum vestum. „Ef það kemur vopnaður einstaklingur upp að verði með peninga, þá á hann náttúrulega bara að afhenda peninginn. Hann á bara að taka eftir og geta lýst viðkomandi og flóttaleið og geta gefið greinagóðar upplýsingar til lögreglu. Það á ekki að byrja nein slagsmál,“ segir Eyþór um verklag í verðmætaflutningum erlendis, en hann vill ekki gefa upp of mikið um hvernig það er á Íslandi. Aðspurður út í málið í Hamraborg þar sem bíllinn sem innihélt margar milljónir króna og var skilinn eftir mannlaus segir Eyþór að stundum sé það hluti af verklagi að báðir verðirnir fari inn og sæki verðmætin og skilji bílinn þá eftir mannlausan. Peningaflutningabíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kom fram að í töskunum hefðu verið litasprengjur, sem hafa það hlutverk að eyðileggja verðmæti reyni utanaðkomandi að komast í þau. „Í töskunni, í lokinu stundum, er búnaður með nokkrum grömmum af sprengiefni og blek,“ segir Eyþór, sem bætur við að það sé mismunandi hvernig litasprengurnar virki. „Ég man að ég var einhvern tímann að kaupa svona og þá lofaði fyrirtækið sem seldi okkur búnaðinn áttatíu prósent litun á hundrað prósent af seðlunum. Þeir verða fjólubláir eða bláir, og þá er ekki hægt að nota þá. Þá eiga öll fyrirtæki, stofnanir og bankar að neita að taka við svoleiðis peningum.“ Þjófnaðurinn í Hamraborg er ekki sá eini sem hefur verið til umfjöllunar á undanförnum dögum. Einnig hefur verið greint frá tveimur hraðbankaránum. Eyþóri þykir athyglisvert að þrjár „óvenjulegar fréttir“ sem þessar komi á álíka mörgum dögum. Eyþór segir að allir sem vinni í öryggisbransanum séu nú í kjölfar málsins að skoða verkferla sína. Hann býst þó ekki við umfangsmiklum breytingum á þeim. Hann segist bjartsýnn á að lögreglunni takist að góma mennina. Það sé mikilvægt að þeir gangi ekki lausir og takist að kveikja hugmyndir um svipað hjá öðrum.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41