Sjáðu mörkin fimm úr úrslitaleik Breiðabliks og ÍA Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 12:46 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks. Hann fékk að lyfta Lengjubikarnum í gærkvöldi eftir sigur Breiðabliks á ÍA í úrslitaleik mótsins. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla árið 2024 eftir sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins sem fram fór á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Svo fór að Blikar unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 4-1 sigur. Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem kom Blikum yfir með snotru skallamarki sínu um miðbik seinni hálfleiks. Fyrirgjöf Arons Bjarnasonar rataði beint á kollinn á Kristófer Inga sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Marko Vardic jafnaði metin fyrir Skagamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Vardic þrumaði boltanum rétt utan vítateigs Blika og knötturinn söng í samskeytunum. Óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, endurheimti síðan forskot Kópavogsliðsins með marki sínu beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skot Höskuldar var hnitmiðað og rataði í fjærhornið. Staðan 2-1 í hálfleik. Jason Daði Sveinþórsson kom svo Blikum í 3-1 með fallegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Andri Rafn Yeoman átti þá flotta stungusendingu á Jason Daða sem tók boltann vel með sér og vippaði honum yfir Árna Marínó. Fjórða mark Blika var af dýrari gerðinni. Kristinn Steindórsson vippaði þá boltanum innfyrir vörn Skagamanna á Höskuld sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Breiðablik tryggði sér þar með sigurinn í Lengjubikarnum í þriðja skipti í sögu félagsins en síðast vann liðið mótið árið 2015. Blikar komast þar af leiðandi upp að hlið Skagaliðsins á listanum yfir fjölda titla í þessu móti. Rétt rúm vika er þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla. Blikar fara með ansi gott veganesti inn í mótið. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Lengjubikar karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. 27. mars 2024 21:10 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Það var Kristófer Ingi Kristinsson sem kom Blikum yfir með snotru skallamarki sínu um miðbik seinni hálfleiks. Fyrirgjöf Arons Bjarnasonar rataði beint á kollinn á Kristófer Inga sem skallaði boltann af stakri prýði í netið. Marko Vardic jafnaði metin fyrir Skagamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Vardic þrumaði boltanum rétt utan vítateigs Blika og knötturinn söng í samskeytunum. Óverjandi fyrir Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, endurheimti síðan forskot Kópavogsliðsins með marki sínu beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skot Höskuldar var hnitmiðað og rataði í fjærhornið. Staðan 2-1 í hálfleik. Jason Daði Sveinþórsson kom svo Blikum í 3-1 með fallegu marki sínu í upphafi seinni hálfleiks. Andri Rafn Yeoman átti þá flotta stungusendingu á Jason Daða sem tók boltann vel með sér og vippaði honum yfir Árna Marínó. Fjórða mark Blika var af dýrari gerðinni. Kristinn Steindórsson vippaði þá boltanum innfyrir vörn Skagamanna á Höskuld sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti. Breiðablik tryggði sér þar með sigurinn í Lengjubikarnum í þriðja skipti í sögu félagsins en síðast vann liðið mótið árið 2015. Blikar komast þar af leiðandi upp að hlið Skagaliðsins á listanum yfir fjölda titla í þessu móti. Rétt rúm vika er þar til flautað verður til leiks í Bestu deild karla. Blikar fara með ansi gott veganesti inn í mótið. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Lengjubikar karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. 27. mars 2024 21:10 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - ÍA 4-1 | Blikar unnu Lengjubikarinn með sigri gegn Skaganum Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla í fótbolta árið 2024 eftir þægilegan 4-1 sigur á ÍA í Kópavogi í kvöld. 27. mars 2024 21:10