Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:27 Tonali er nú þegar að sitja af sér tíu mánaða bann frá knattspyrnuiðkun fyrir brot á veðmálareglum á Ítalíu. Nýjustu vendingar gætu orðið til þess að bannið lengist. Vísir/Getty Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024
Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira