Að róa til jafns Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. mars 2024 09:01 Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar