Konungshjón á gönguskíðum, Katrín til forseta og nýtt flugfélag Ólafur Björn Sverrisson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 1. apríl 2024 18:53 Hér má sjá nokkur af aprílgöbbunum í ár. Undirbúningur á forsetaframboði Katrínar Jakobsdóttur, póststrætó, nýtt flugfélag Elko og hvalreki. Fyrirtæki, vefmiðlar og aðrir hrekkjalómar gerðu sitt allra besta til þess að gabba landsmenn í dag. Uppátækin voru allavega; konungshjón á gönguskíðum, litakóðað bókasafn og nýtt flugfélag. Vísir tók saman brot af því besta. Katrín til forseta 2024 Hjónin Guðmundur R. Einarsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir reka saman stafrænu auglýsingastofuna Pipp. Guðmundur birti í dag mynd af opinni fartölvu sinni, kaffibolla og páskaeggjamolum. Það væri ekki í frásögur færandi nema á skjánum var mynd af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og við hana stóð „Til forseta 2024“ en mikið hefur verið rætt og ritað um mögulegt framboð Katrínar til forseta á síðustu vikum. Gordon Ramsey fer með Tomma til Norður-Ameríku Hamborgarabúlla Tómasar tilkynnti um þrjúleytið á Facebook að sérleyfissamningur yrði undirritaður í dag með Gordon Ramsay og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Experience Group um opnun tólf hundruð Tommaborgarastaða í Norður-Ameríku á næstu þremur árum Lesendur geta sannreynt hvort þessi tilkynning er sönn eða gabb af því í færslunni segir að undirritun sérleyfissamningsins fari fram á Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu klukkan 19. Tómas A. Tómasson muni undirrita fyrir hönd Hamborgarabúllu Tómasar, Chad Branning fyrir hönd Experience Group og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay fyrir hönd Gordon Ramsay Restaurants. „Að því loknu munu Tómas og Gordon bregða sér saman á grillið í klst. og grilla saman hinn klassíska Búlluborgara sem nú bráðum mun hefja landvinninga í heimalandi hamborgarans, Bandaríkjunum einum 43 árum síðan Tómas kom með hann þaðan til Íslands,“ segir loks í færslunni. Karl og Kamilla í Kjarnaskógi „Rákumst á þessi tignu gesti núna seinnipartinn rétt sunnan við grillhúsið á Birkivelli. Aðstoðarmaður þeirra hafði samband, þau vilja gjarnan blanda geði við heimafólk og núna klukkan 5 ætlar stjórn Skógræktarfélagsins að galdra fram ketilkaffi og eldsteiktar lummur í grillhúsinu á Birkivelli, mætum sem flest,“ sagði í færslu Skógræktarfélags Eyfirðinga í dag. Ekki amalegir gestir það. Pósturinn og Strætó í eina sæng Pósturinn tilkynnti að póstboxum hefði verið komið fyrir í þremur strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu og það sé hluti af tilraunaverkefni Póstsins og Strætó. Markmiðið sé að auka aðgengi íbúa að þjónustu Póstsins og gera flutning á pökkum hagkvæmari og umhverfisvænni. „Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi með Strætó“, sagði Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins. „Við erum stöðugt á höttunum eftir hentugri staðsetningu fyrir póstboxin okkar og þegar viðskiptavinur kom með þessa hugmynd fannst okkur tilvalið að láta á þetta reyna.“ Til að byrja með hafi póstboxum verið komið fyrir í vögnum á leiðum 3, 4 og 12 sem eiga allar viðkomu í Mjódd. Til að fagna samstarfsverkefninu sagði í tilkynningunni að búið væri að koma fyrir óvæntum glaðningi í nokkur hólf í strætóboxunum. Til að eiga möguleika á því að fá glaðning þurfi að breyta um afhendingarstað á Mínum síðum eða í appinu. „Nútímafólk er alltaf á hraðferð, hver vill ekki geta slegið tvær flugur í einu höggi og sótt pakkann sinn á fleygiferð um bæinn?” spurði Vilborg að lokum. Bók um líf Diegos í Skeifunni Skeifukötturinn Diego sem hefur vanið komur sín í ýmsar verslanir í Skeifunni var hluti af aprílgabbi A4. Í færslu verslunarinnar sem birtist á Facebook í dag sagði að Diego yrði í verslun A4 í Skeifunni 17 milli 13 og 15 til að kynna nýja bók sína, Líf mitt í Skeifunni. Aðeins voru 5000 eintök í fyrstu sendingu af bókinni og því var fólk hvatt til að mæta snemma til að tryggja sér eintak. Hér fyrir neðan má svo sjá umfjöllun Stöðvar 2 um köttinn knáa og mál hans sem skekið hefur Skeifuna. Litakerfi á bókasafni Bókasafn Kópavogs greindi frá því í morgun að safnið hafi hætt uppröðun bóka eftir svokölluðu Dewey-kerfi, og tæki þess í stað upp litakóðakerfi. „Dewey kerfið er tugakerfi og hefur verið álitið of flókið og illskiljanlegt fyrir lánþega sem vilja mikið frekar treysta á liti og titla bóka,“ segir í Facebook-færslu safnsins sem má lesa hér að neðan í heild sinni: Hvalreki í Leiruvogi Bæjarblað Mosfellinga, Mosfellingur, óskaði eftir fólki kl 19 í kvöld til þess að ýta hval sem hafði rekið á land í Leiruvogi. „Til þess þarf um 70 manns,“ sagði í tilraun blaðsins til að fá Mosfellinga til að hlaupa apríl. Bæjarblaðið greindi frá því að hvalreki væri í Leiruvogi, „neðan við golfvöllinn,“ eins og segir í hringrás blaðsins. Sparisjóður í samstarfi við stefnumótaapp Sparisjóðurinn indó greindi frá því að hægt væri að tengja sparisjóðinn við stefnumótaappið Smitten. Auglýsing sem birtist notendum indó. skjáskot Nýtt flugfélag „ELKO Air er nýtt flugfélag sem ætlar að sameina þægindi og skemmtun í flugi sínu,“ sagði í tilkynningu Elko. Svona myndi flugvél Elko líta út. Skjákerfið átt samkvæmt tilkynningu að bjóða upp á PlayStation remote play tengingu. Emmsjé Gauti áritar hamborgara Sjoppan Tvisturinn í Vestmannaeyjum þóttist bjóða upp á hamborgara með áritum Emmsjé Gauta. Tilkynningu má sjá hér að neðan. Jörðin er víst ekki kringlótt heldur egglaga Af aprílgöbbum erlendis má nefna tilkynningu Evrópsku geimstofnunarinnar um að jörðin sé ekki kringlótt eins og áður var talið heldur egglaga. Grín og gaman Aprílgabb Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Katrín til forseta 2024 Hjónin Guðmundur R. Einarsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir reka saman stafrænu auglýsingastofuna Pipp. Guðmundur birti í dag mynd af opinni fartölvu sinni, kaffibolla og páskaeggjamolum. Það væri ekki í frásögur færandi nema á skjánum var mynd af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og við hana stóð „Til forseta 2024“ en mikið hefur verið rætt og ritað um mögulegt framboð Katrínar til forseta á síðustu vikum. Gordon Ramsey fer með Tomma til Norður-Ameríku Hamborgarabúlla Tómasar tilkynnti um þrjúleytið á Facebook að sérleyfissamningur yrði undirritaður í dag með Gordon Ramsay og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Experience Group um opnun tólf hundruð Tommaborgarastaða í Norður-Ameríku á næstu þremur árum Lesendur geta sannreynt hvort þessi tilkynning er sönn eða gabb af því í færslunni segir að undirritun sérleyfissamningsins fari fram á Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu klukkan 19. Tómas A. Tómasson muni undirrita fyrir hönd Hamborgarabúllu Tómasar, Chad Branning fyrir hönd Experience Group og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay fyrir hönd Gordon Ramsay Restaurants. „Að því loknu munu Tómas og Gordon bregða sér saman á grillið í klst. og grilla saman hinn klassíska Búlluborgara sem nú bráðum mun hefja landvinninga í heimalandi hamborgarans, Bandaríkjunum einum 43 árum síðan Tómas kom með hann þaðan til Íslands,“ segir loks í færslunni. Karl og Kamilla í Kjarnaskógi „Rákumst á þessi tignu gesti núna seinnipartinn rétt sunnan við grillhúsið á Birkivelli. Aðstoðarmaður þeirra hafði samband, þau vilja gjarnan blanda geði við heimafólk og núna klukkan 5 ætlar stjórn Skógræktarfélagsins að galdra fram ketilkaffi og eldsteiktar lummur í grillhúsinu á Birkivelli, mætum sem flest,“ sagði í færslu Skógræktarfélags Eyfirðinga í dag. Ekki amalegir gestir það. Pósturinn og Strætó í eina sæng Pósturinn tilkynnti að póstboxum hefði verið komið fyrir í þremur strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu og það sé hluti af tilraunaverkefni Póstsins og Strætó. Markmiðið sé að auka aðgengi íbúa að þjónustu Póstsins og gera flutning á pökkum hagkvæmari og umhverfisvænni. „Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi með Strætó“, sagði Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins. „Við erum stöðugt á höttunum eftir hentugri staðsetningu fyrir póstboxin okkar og þegar viðskiptavinur kom með þessa hugmynd fannst okkur tilvalið að láta á þetta reyna.“ Til að byrja með hafi póstboxum verið komið fyrir í vögnum á leiðum 3, 4 og 12 sem eiga allar viðkomu í Mjódd. Til að fagna samstarfsverkefninu sagði í tilkynningunni að búið væri að koma fyrir óvæntum glaðningi í nokkur hólf í strætóboxunum. Til að eiga möguleika á því að fá glaðning þurfi að breyta um afhendingarstað á Mínum síðum eða í appinu. „Nútímafólk er alltaf á hraðferð, hver vill ekki geta slegið tvær flugur í einu höggi og sótt pakkann sinn á fleygiferð um bæinn?” spurði Vilborg að lokum. Bók um líf Diegos í Skeifunni Skeifukötturinn Diego sem hefur vanið komur sín í ýmsar verslanir í Skeifunni var hluti af aprílgabbi A4. Í færslu verslunarinnar sem birtist á Facebook í dag sagði að Diego yrði í verslun A4 í Skeifunni 17 milli 13 og 15 til að kynna nýja bók sína, Líf mitt í Skeifunni. Aðeins voru 5000 eintök í fyrstu sendingu af bókinni og því var fólk hvatt til að mæta snemma til að tryggja sér eintak. Hér fyrir neðan má svo sjá umfjöllun Stöðvar 2 um köttinn knáa og mál hans sem skekið hefur Skeifuna. Litakerfi á bókasafni Bókasafn Kópavogs greindi frá því í morgun að safnið hafi hætt uppröðun bóka eftir svokölluðu Dewey-kerfi, og tæki þess í stað upp litakóðakerfi. „Dewey kerfið er tugakerfi og hefur verið álitið of flókið og illskiljanlegt fyrir lánþega sem vilja mikið frekar treysta á liti og titla bóka,“ segir í Facebook-færslu safnsins sem má lesa hér að neðan í heild sinni: Hvalreki í Leiruvogi Bæjarblað Mosfellinga, Mosfellingur, óskaði eftir fólki kl 19 í kvöld til þess að ýta hval sem hafði rekið á land í Leiruvogi. „Til þess þarf um 70 manns,“ sagði í tilraun blaðsins til að fá Mosfellinga til að hlaupa apríl. Bæjarblaðið greindi frá því að hvalreki væri í Leiruvogi, „neðan við golfvöllinn,“ eins og segir í hringrás blaðsins. Sparisjóður í samstarfi við stefnumótaapp Sparisjóðurinn indó greindi frá því að hægt væri að tengja sparisjóðinn við stefnumótaappið Smitten. Auglýsing sem birtist notendum indó. skjáskot Nýtt flugfélag „ELKO Air er nýtt flugfélag sem ætlar að sameina þægindi og skemmtun í flugi sínu,“ sagði í tilkynningu Elko. Svona myndi flugvél Elko líta út. Skjákerfið átt samkvæmt tilkynningu að bjóða upp á PlayStation remote play tengingu. Emmsjé Gauti áritar hamborgara Sjoppan Tvisturinn í Vestmannaeyjum þóttist bjóða upp á hamborgara með áritum Emmsjé Gauta. Tilkynningu má sjá hér að neðan. Jörðin er víst ekki kringlótt heldur egglaga Af aprílgöbbum erlendis má nefna tilkynningu Evrópsku geimstofnunarinnar um að jörðin sé ekki kringlótt eins og áður var talið heldur egglaga.
Grín og gaman Aprílgabb Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira