Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 09:06 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða hryðjuverkaógn hér á landi. Tilefnið er hryðjuverkin í úthverfi Moskvu á dögunum, þegar á annað hundrað voru drepnir og fréttir af áhyggjum meginlandsbúa af hryðjuverkum í sumar. Sigríður Björk segir að samkvæmt nýútgefinni skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi sé landið á hættustigi þrjú af fimm. Það þýði að aukin ógn sé til staðar, ásetningur og hugsanleg skipulagning. Staðan skárri hér en í nágrannalöndum Aukin ógn sé þannig til staðar en hættustigið sé þó lægra hér en til dæmis á Norðurlöndunum. Í Danmörku og Svíþjóð sé hættustigið í fjórum, meðal annars vegna Kóranbrenna, sem við höfum verið laus við hér á landi. Þá segir hún að ekki sé farið upp á hættustig fimm nema hryðjuverk séu beinlýnis talin yfirvofandi. „Við sjáum þegar við berum okkur saman við Norðurlönd að við erum ekki á sama stað. En engu að síður er aukin ógn og það er fyrst og fremst vegna þess að við teljum að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum en geta aðhyllst öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins og eru tilbúnir að framkvæma.“ Hatur og heift færist í aukana Sigríður Björk segir að einstaklingar sem óttast er að gætu framið hryðjuverk séu af ýmsum toga. Þannig fari svokölluð öfgahægristefna rísandi hér á landi, öfgatrúarhópar verði meira áberandi og gyðingahatur aukist, svo dæmi séu nefnd. „Við sjáum bara miklu meiri heift og hatur í samfélaginu og það er að einhverju leyti búið til fyrir okkur bara með innrætingu, með því að gefa rangar upplýsingar, samsæriskenningar og verið að grafa undan stoðum lýðræðisríkja. Þess vegna eru þessar auknu áhyggjur.“ Frumvarp liggi fyrir en línan vandmeðfarin Sigríður Björk segir fylgst með einhverjum einstaklingum sem talið er að ógn stafi af en heimildir til þess séu takmarkaðar. Heimildir lögreglu hér á landi séu ekki jafnviðamiklar og heimildir lögregluyfirvalda í nágrannaríkjum. Það sé þó af ástæðu, við höfum einfaldlega ekki staðið frammi fyrir þeirri ógn sem nágrannaþjóðir hafa staðið frammi fyrir. Frumvarp um auknar heimildir lögreglu liggi fyrir á Alþingi en það snúi aðallega að því að skýra heimildir lögreglu gagnvart erlendum samstarfsaðilum hennar. „Það sem er að gerast alls staðar er að það er verið að grafa undan stofnunum samfélagsins. Það er verið að grafa undan lýðræðinu. Það er yfirlýst áhætta. Núna er fyrir þinginu frumvarp, sem ég vona að fari í gegn, sem er með smávegis breytingu og ekki mjög mikilli. En þar eru aðeins meiri heimildir og þá á móti aðeins meira eftirlit.“ Myndir þú vilja ganga lengra? „Þetta er vandmeðfarin lína, við viljum heldur ekki búa í lögregluríki. Við viljum að það sé samband milli ógnar og viðbragða.“ Viðtal við Sigríði Björk má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Lögreglan Alþingi Bítið Tengdar fréttir Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51