Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 22:33 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30