Utan vallar: Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er heimasíða KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Keflavík og Stjarnan geta bæði flakkað um töfluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tölfræði og upplýsingagjöf var lengi vel stolt Körfuknattleikssambands Íslands en ekki lengur. Nú skammast menn út í og skammast sín fyrir þá upplýsingagjöf sem sambandið býður upp á. Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira