Fönguðu hamingjuna og liðin augnablik á ströndinni á Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. apríl 2024 11:01 Kim ásamt syni sínum Finni á Playa del Duque ströndinni á Tenerife. Blik „Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu. „Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim. Hjónin Daníel og Kim reka Blik stúdíó saman. Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr „Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“ Ein af myndunum af fjölskyldunni frá Mallorca sem varð kveikjan að myndatökunum á Tenerife. Gleðin við völd Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim. Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf. „Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“ Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“ Myndatökurnar snúast um að varðveita falleg augnablik. Blik Ljósmyndun Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim. Hjónin Daníel og Kim reka Blik stúdíó saman. Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr „Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“ Ein af myndunum af fjölskyldunni frá Mallorca sem varð kveikjan að myndatökunum á Tenerife. Gleðin við völd Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim. Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf. „Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“ Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“ Myndatökurnar snúast um að varðveita falleg augnablik. Blik
Ljósmyndun Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira