Allir reknir af velli eftir hópslagsmál í upphafi leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 08:01 Fólk borgaði sig inn á leik og hélt það myndi sjá íshokkí en fékk einnig að sjá áhugamenn keppa í hnefaleikum. Bruce Bennett/Getty Images Ótrúlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks nágrannaliðanna New York Rangers og New Jersey Devils í NHL-deildinni í íshokkí á dögunum. Um leið og leikurinn var flautaður á brutust út hópslagsmál milli þeirra tíu leikmanna sem voru inn á og voru allir reknir af velli. Það er ekki langt síðan Vísir fjallaði um það að slagsmál lifðu enn góðu lífi í íshokkí vestanhafs og þetta var enn ein sönnunin á því. Í frétt AP um málið segir að „aðalbardagi kvöldsins“ hafi verið á milli Matt Rempe í liði Rangers og Kurtis MacDermid í liði Devils. A FULL ON 5v5 LINE BRAWL TO START THE GAME CHAOS AT MSG pic.twitter.com/k95BsP34xA— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) April 3, 2024 Þegar liðin mættust í Madison Square Garden í New York þann 11. mars síðastliðinn ákvað MacDermid að bjóða Rempe upp í dans en sá síðarnefndi neitaði. Síðar í leiknum rak Rempe olnboga sinn í andlit varnarmannsins Jonas Siegenthaler með þeim afleiðingum að hann gat ekki spilað meira það kvöld og Rempe var dæmdur í fjögurra leikja bann. Það virtist því ákveðið að þeir myndu útkljá sín mál í leiknum sem fram fór á miðikudaginn var en þeir börðust lengst allra. Færðust slagsmál þeirra inn í miðjuhring vallarins eftir að öðrum bardögum kvöldsins var lokið. Rempe virðist vera í nöp við Djöflana frá New Jersey en hann hefur verið rekinn af velli í öllum þremur leikjum sínum gegn þeim. Matt Rempe is the first player in NHL history to be ejected in his first three games against a single franchise. pic.twitter.com/RdoGtHNmHf— JayOnSC (@JayOnSC) April 5, 2024 „Það var frábært að sjá viðbrögðin og hvernig menn sneru bökum saman. Ég ber mikla virðingu fyrir Rempe. Hann er ungur að árum og gera það sem hann gerir best, ég skil það,“ sagði MacDermid sem hafði ekki spilað síðustu fjóra leiki fyrir lið sitt áður en það kom að hópslagsmálunum. Rangers unnu leikinn á endanum 4-3 og eru á toppi Metropolitan-deildarinnar með 51 sigur í 76 leikjum. Devils eru í 7. sæti af 8 liðum með 36 sigra í jafn mörgum leikjum. Íshokkí Tengdar fréttir Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Það er ekki langt síðan Vísir fjallaði um það að slagsmál lifðu enn góðu lífi í íshokkí vestanhafs og þetta var enn ein sönnunin á því. Í frétt AP um málið segir að „aðalbardagi kvöldsins“ hafi verið á milli Matt Rempe í liði Rangers og Kurtis MacDermid í liði Devils. A FULL ON 5v5 LINE BRAWL TO START THE GAME CHAOS AT MSG pic.twitter.com/k95BsP34xA— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) April 3, 2024 Þegar liðin mættust í Madison Square Garden í New York þann 11. mars síðastliðinn ákvað MacDermid að bjóða Rempe upp í dans en sá síðarnefndi neitaði. Síðar í leiknum rak Rempe olnboga sinn í andlit varnarmannsins Jonas Siegenthaler með þeim afleiðingum að hann gat ekki spilað meira það kvöld og Rempe var dæmdur í fjögurra leikja bann. Það virtist því ákveðið að þeir myndu útkljá sín mál í leiknum sem fram fór á miðikudaginn var en þeir börðust lengst allra. Færðust slagsmál þeirra inn í miðjuhring vallarins eftir að öðrum bardögum kvöldsins var lokið. Rempe virðist vera í nöp við Djöflana frá New Jersey en hann hefur verið rekinn af velli í öllum þremur leikjum sínum gegn þeim. Matt Rempe is the first player in NHL history to be ejected in his first three games against a single franchise. pic.twitter.com/RdoGtHNmHf— JayOnSC (@JayOnSC) April 5, 2024 „Það var frábært að sjá viðbrögðin og hvernig menn sneru bökum saman. Ég ber mikla virðingu fyrir Rempe. Hann er ungur að árum og gera það sem hann gerir best, ég skil það,“ sagði MacDermid sem hafði ekki spilað síðustu fjóra leiki fyrir lið sitt áður en það kom að hópslagsmálunum. Rangers unnu leikinn á endanum 4-3 og eru á toppi Metropolitan-deildarinnar með 51 sigur í 76 leikjum. Devils eru í 7. sæti af 8 liðum með 36 sigra í jafn mörgum leikjum.
Íshokkí Tengdar fréttir Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Létu höggin dynja hvor á öðrum: „Ég elska þetta“ Matt Rempe, framherji New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí, lenti upp á kant við Nicolas Deslauriers þegar Rangers mætti Philadelphia Flyers um liðna helgi. Fór það svo að báðir grýttu hönskum sínum á ísinn og létu höggin tala frekar en að nota orðin sín og leysa þannig þann ágreining sem átti sér stað. 26. febrúar 2024 07:00