Gert upp á milli strákaliða eftir getu: „Blaut tuska í andlit drengjanna“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 14:39 Krakkarnir í Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur, vegna eldgosa. Myndin tengist greininni aðeins með óbeinum hætti. UMFG Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér harðyrta yfirlýsingu vegna Íslandsmóts 11 ára drengja sem fara á fram á Ísafirði um helgina. Í henni segir að KKÍ hafi gert upp á milli iðkenda, með því að fækka leikjum liða í B-, C- og D-riðli en ekki í A-riðli. Samkvæmt yfirlýsingunni gerir slæm veðurspá það að verkum að KKÍ ákvað að stytta mótið, en um er að ræða 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja. Þessi stytting hafi hins vegar aðeins átt við lið í neðra getustigi. Þannig hafi A-lið Grindavíkur átt að spila fimm leiki og sú dagskrá haldið sér en B-lið félagsins, sem átti að spila fjóra leiki í C-riðli, eingöngu að fá tvo leiki. Tilkynning þess efnis hafi borist klukkan 15:34 í gær, rétt áður en skrifstofa KKÍ lokaði, og við þetta hafi Grindvíkingar ekki viljað una. Ekki náðist í framkvæmdastjóra eða mótastjóra KKÍ við vinnslu greinarinnar. „Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga sem reyndu áfram að fá hlutunum breytt: „Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög.“ Börn úr Grindavík gengið í gegnum ýmislegt í vetur Grindvíkingar segja að í kjölfarið hafi snemma í morgun önnur félög fengið þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B-, C- og D-riðli, líkt og Grindvíkingar hafi viljað. Þeir hafi ekki fengið þær upplýsingar á sama tíma og því ekki getað sent sína drengi á mótið. „Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga en hana má lesa í heild hér að neðan. Köld skilaboð frá KKÍ - Skipta ekki allir iðkendur jafn miklu máli? Um helgina fer fram 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja í körfuknattleik á Ísafirði. Til stóð að Grindavík myndi senda tvö lið til keppni. Annað liðið átti að keppa fimm leiki í A riðli, en drengirnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshóp. Hitt liðið átti að keppa fjóra leiki í C riðli. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til að fara vestur enda hafa þeir ekki fengið mörg tækifæri í vetur til þess að vera saman sem lið. Til stóð að strákarnir myndu leggja af stað snemma í morgun til þess að ná fyrsta leik í kvöld. Klukkan 15:34 í gær barst hins vegar póstur frá skrifstofu KKÍ þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að stytta mótið vegna slæmrar veðurspár um helgina. A liðið fengi að spila sína fimm leiki en B liðið myndi eingöngu fá tvo leiki. Skrifstofa KKÍ lokaði kl. 16:00. Við þetta gátu þjálfarar og foreldrar ekki sætt sig við. Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra. Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög. Klukkan 7:30 í morgun fá einhver félög þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B, C og D riðli líkt og Grindavík vildi. Ef Grindavík hefði fengið þessar upplýsingar á sama tíma og þessi félög, væru okkar drengir á leiðinni á mótið eins og undirbúið hafði verið. Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma. Ljóst er að starfsfólk KKÍ hefur með starfsháttum sínum undanfarna daga margbrotið siðareglur sambandsins um hlutleysi, vandvirkni, heiðarleika og gagnsæi við ákvarðanatöku. Þá er minnt á að starfsfólk KKÍ á að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik, ekki eingöngu þeirra sem eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Loks á starfsfólk KKÍ að leysa ágreining á sanngjarnan hátt en ekki með þeirri framkomu sem þau hafa sýnt á undanförnum sólarhring. Yfirþjálfarar barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFG óska eftir því að stjórn KKÍ taki framkomu og starfshætti starfsfólks sambandsins til skoðunar með siðareglur sambandsins í huga. Jafnframt fara yfirþjálfarar fram á að öll þau lið sem skráð voru til leiks í byrjun vikunnar fái tækifæri til þess að leika þá leiki sem skráðir voru á þeim tímapunkti. Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingunni gerir slæm veðurspá það að verkum að KKÍ ákvað að stytta mótið, en um er að ræða 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja. Þessi stytting hafi hins vegar aðeins átt við lið í neðra getustigi. Þannig hafi A-lið Grindavíkur átt að spila fimm leiki og sú dagskrá haldið sér en B-lið félagsins, sem átti að spila fjóra leiki í C-riðli, eingöngu að fá tvo leiki. Tilkynning þess efnis hafi borist klukkan 15:34 í gær, rétt áður en skrifstofa KKÍ lokaði, og við þetta hafi Grindvíkingar ekki viljað una. Ekki náðist í framkvæmdastjóra eða mótastjóra KKÍ við vinnslu greinarinnar. „Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga sem reyndu áfram að fá hlutunum breytt: „Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög.“ Börn úr Grindavík gengið í gegnum ýmislegt í vetur Grindvíkingar segja að í kjölfarið hafi snemma í morgun önnur félög fengið þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B-, C- og D-riðli, líkt og Grindvíkingar hafi viljað. Þeir hafi ekki fengið þær upplýsingar á sama tíma og því ekki getað sent sína drengi á mótið. „Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinga en hana má lesa í heild hér að neðan. Köld skilaboð frá KKÍ - Skipta ekki allir iðkendur jafn miklu máli? Um helgina fer fram 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja í körfuknattleik á Ísafirði. Til stóð að Grindavík myndi senda tvö lið til keppni. Annað liðið átti að keppa fimm leiki í A riðli, en drengirnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshóp. Hitt liðið átti að keppa fjóra leiki í C riðli. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til að fara vestur enda hafa þeir ekki fengið mörg tækifæri í vetur til þess að vera saman sem lið. Til stóð að strákarnir myndu leggja af stað snemma í morgun til þess að ná fyrsta leik í kvöld. Klukkan 15:34 í gær barst hins vegar póstur frá skrifstofu KKÍ þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að stytta mótið vegna slæmrar veðurspár um helgina. A liðið fengi að spila sína fimm leiki en B liðið myndi eingöngu fá tvo leiki. Skrifstofa KKÍ lokaði kl. 16:00. Við þetta gátu þjálfarar og foreldrar ekki sætt sig við. Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra. Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög. Klukkan 7:30 í morgun fá einhver félög þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B, C og D riðli líkt og Grindavík vildi. Ef Grindavík hefði fengið þessar upplýsingar á sama tíma og þessi félög, væru okkar drengir á leiðinni á mótið eins og undirbúið hafði verið. Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma. Ljóst er að starfsfólk KKÍ hefur með starfsháttum sínum undanfarna daga margbrotið siðareglur sambandsins um hlutleysi, vandvirkni, heiðarleika og gagnsæi við ákvarðanatöku. Þá er minnt á að starfsfólk KKÍ á að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik, ekki eingöngu þeirra sem eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Loks á starfsfólk KKÍ að leysa ágreining á sanngjarnan hátt en ekki með þeirri framkomu sem þau hafa sýnt á undanförnum sólarhring. Yfirþjálfarar barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFG óska eftir því að stjórn KKÍ taki framkomu og starfshætti starfsfólks sambandsins til skoðunar með siðareglur sambandsins í huga. Jafnframt fara yfirþjálfarar fram á að öll þau lið sem skráð voru til leiks í byrjun vikunnar fái tækifæri til þess að leika þá leiki sem skráðir voru á þeim tímapunkti.
Köld skilaboð frá KKÍ - Skipta ekki allir iðkendur jafn miklu máli? Um helgina fer fram 4. umferð Íslandsmóts 11 ára drengja í körfuknattleik á Ísafirði. Til stóð að Grindavík myndi senda tvö lið til keppni. Annað liðið átti að keppa fimm leiki í A riðli, en drengirnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum aldurshóp. Hitt liðið átti að keppa fjóra leiki í C riðli. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til að fara vestur enda hafa þeir ekki fengið mörg tækifæri í vetur til þess að vera saman sem lið. Til stóð að strákarnir myndu leggja af stað snemma í morgun til þess að ná fyrsta leik í kvöld. Klukkan 15:34 í gær barst hins vegar póstur frá skrifstofu KKÍ þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að stytta mótið vegna slæmrar veðurspár um helgina. A liðið fengi að spila sína fimm leiki en B liðið myndi eingöngu fá tvo leiki. Skrifstofa KKÍ lokaði kl. 16:00. Við þetta gátu þjálfarar og foreldrar ekki sætt sig við. Það er með öllu ólíðandi að KKÍ mismuni iðkendum svo gróflega eftir getu þeirra. Þrátt fyrir að skrifstofu KKÍ hafi verið lokað var reynt að ná sambandi við starfsfólk sambandsins sem hefur með þessi mál að gera. Var ábendingum UMFG svarað með óviðeigandi hætti. Eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við starfsfólk KKÍ í gær án árangurs var tekin sú ákvörðun að tilkynna KKÍ að UMFG myndi ekki senda lið til leiks að óbreyttu. Í póstinum kom fram að ástæðan væri sú að ósanngjarnt væri að mismuna börnum eftir getu og að farið væri fram á jafnrétti fyrir iðkendur. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við önnur félög. Klukkan 7:30 í morgun fá einhver félög þær upplýsingar að til standi að fjölga leikjum í B, C og D riðli líkt og Grindavík vildi. Ef Grindavík hefði fengið þessar upplýsingar á sama tíma og þessi félög, væru okkar drengir á leiðinni á mótið eins og undirbúið hafði verið. Viðbrögð berast hins vegar ekki frá KKÍ fyrr en kl. 9:07 í morgun. Þar segir að þar sem mörg félög hafa dregið sig úr keppni (fyrst og fremst vegna þess að til stóð að mismuna börnum eftir getu) þá fá þau lið sem ekki gerðu athugasemdir við að börnunum væri mismunað fleiri leiki í staðin! Þar var jafnframt útskýrt að KKÍ leggur áherslu á þá leiki sem skipta máli til Íslandsmeistaratitils. Rétt er að hafa í huga að KKÍ er með öllu óheimilt að þvinga fram nýtt mótafyrirkomulag sem mismunar iðkendum. Börn úr Grindavík hafa gengið í gegnum ýmislegt í vetur og hafa íþróttir skipt þau miklu máli við að komast í gegnum áföllin sem á þeim hafa dunið. Þessir börn eru í viðkvæmri stöðu og hættan á brottfalli úr íþróttum mikil. Samskiptin við KKÍ eru því blaut tuska í andlit drengjanna, foreldra þeirra og þjálfara. Samskiptin eru sambandinu ekki til sóma. Ljóst er að starfsfólk KKÍ hefur með starfsháttum sínum undanfarna daga margbrotið siðareglur sambandsins um hlutleysi, vandvirkni, heiðarleika og gagnsæi við ákvarðanatöku. Þá er minnt á að starfsfólk KKÍ á að stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik, ekki eingöngu þeirra sem eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Loks á starfsfólk KKÍ að leysa ágreining á sanngjarnan hátt en ekki með þeirri framkomu sem þau hafa sýnt á undanförnum sólarhring. Yfirþjálfarar barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFG óska eftir því að stjórn KKÍ taki framkomu og starfshætti starfsfólks sambandsins til skoðunar með siðareglur sambandsins í huga. Jafnframt fara yfirþjálfarar fram á að öll þau lið sem skráð voru til leiks í byrjun vikunnar fái tækifæri til þess að leika þá leiki sem skráðir voru á þeim tímapunkti.
Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira