Skrítin tilfinning að vera mögulega búin að finna mömmu sína Lovísa Arnardóttir skrifar 13. apríl 2024 08:01 Tinnu langar mikið að fara út til Srí Lanka til að hitta fólkið sitt. Hún er hrædd um að tækifærið til að hitta þau renni henni úr greipum fari hún ekki fljótlega út. Vísir/Vilhelm Tinna Rúnarsdóttir ákvað fyrir um mánuði að nú væri kominn tími til að leita uppruna síns. Tinna er fædd árið 1984 og var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka 1985. Með aðstoð Auri Hinriksson hefur hún að öllum líkindum fundið þau og langar út til Srí Lanka. „Það eru mörg ár síðan það kviknaði í mér einhver forvitni að leita. Ég er búin að senda Auri skilaboð margoft en aldrei sent henni svo upplýsingarnar mínar. Eins spennandi og skemmtilegt þetta verkefni er þá fylgir því líka kvíði. Ég veit ekki hvað bíður mín. En ég er að verða fertug. Fólkið sem eitthvað veit er sömuleiðis ekki að yngjast og getur verið að missa heilsu. Ég get ekki hugsað mér að deyja án þess að hafa reynt. Þannig það er eiginlega núna eða aldrei.“ Hún segir skrýtnar tilfinningar fylgja þessu ferli. Hún hugsi reglulega til þessa fólks, hvort hún vilji hitta hana, hvort konan vilji vita af henni, hvernig hún líti út og hvort hún verði ánægð að vita af því að hún eigi fjögur barnabörn sem hún hefur aldrei hitt. „Ég fór af stað í þetta því ég hélt að þetta tæki svo langan tíma. Við myndum senda gögnin og ég fengi símtal eftir kannski ár,“ segir Tinna og að það hafi alls ekki verið raunin. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar. Aðsend Tinna hefur fjallað nokkuð ítarlega um leit sína á samfélagsmiðlum og allt frá því að hún hafði samband við Auri hafa hlutirnir gerst nokkuð hratt. Um klukkustund eftir að Tinna hafði fyrst samband við hana hafði hún samband nánast viss um að hún væri búin að finna blóðmóður hennar. Auri hefur mikla reynslu af slíkum verkfnum og hefur aðstoðað fjölda manns við að finna ættingja sína á Srí Lanka. „Auri sendi mér mynd, en ég var ekki alveg viss. Ég á eina mynd af okkur saman en ég þori ekki að bera þær of mikið saman af því að ég er svo viss um að óskhyggjan geri það að verkum að maður sjái líkindi,“ segir Tinna. Fólk á vegum Auri fór í kjölfarið að tala við konuna sem neitaði þá að vera sú sem þau leita að. „En hún ber nánast sama nafn og er fædd á sama stað og mamma mín bjó á. Það eina sem er öðruvísi eru fæðingarártölin,“ segir Tinna. Konan sé fædd 1959 en í skjölum Tinnu segi að móðir hennar sé fædd árið 1963. í skjölum frá spítalanum sé svo að finna þriðja ártalið. Önnur mynd af mögulegri móður hennar. Aðsend „Það getur ýmislegt legið þar að baki. Af hverju hún gefur ekki upp rétt ártal. Hún vill samt ekki viðurkenna að hún hafi gefið frá sér barn. Það er margt sem getur útskýrt það. Eins og skömm eða feimni eða að fjölskyldan viti það ekki og þá er betra að viðurkenna það aldrei.“ Tinna segir í raun það eina sem skipti máli sé að hún samþykki að taka DNA-próf. „Það fer ein, sem er í sömu leit og ég, til Srí Lanka í apríl og hún tekur DNA-próf með. Það kemur vonandi út úr því í júní. Framhaldið ræðst svo af því. Þá kemur það bara í ljós hvort hún er mamma mín, frænka mín eða bara kannski ekkert skyld mér.“ Hún getur neitað að hitta þig? „Já, það er alveg hennar. En ég myndi samt alltaf fá ró í hjartað. Því ég væri komin með einhverja mynd af þessari konu. En ef hún vill ekki hitta mig þá get ég ekkert gert. Ég fer ekkert endilega af stað í þetta til að eiga frábært samband við hana. Heldur meira til að vita hvar hún er niðurkomin, hver er hún og að maður fái einhverja lokun á þetta. Þá get ég dáið sátt að ég reyndi að leita hana uppi.“ Ættleidd til besta lands í heimi Tinna segir líka skipta hana máli að blóðmóðir hennar viti hvar hún er. „Hver ég er og að hún ættleiddi mig til besta lands í heimi. Þar sem ég er örugg, þar sem ég hef fengið að mennta mig. Ég held að sem móðir þá sé þetta alltaf erfið ákvörðun og þú ert eflaust alltaf að velta því fyrir mér hvað hafi orðið um þetta barn. Hvað hafi orðið úr því og hvaða fólki hún hafi endað hjá.“ Tinna segir mjög óvænt hversu hratt þetta allt gerist. Í síðustu viku hafi hún til dæmis fengið tíu myndir frá Auri af fólki sem býr á sama svæði og þessi kona sem þær telja móður hennar. Tinna með yngsta syni sínum Benedikt Tuma. Vísir/Vilhelm „Nokkrum dögum síðar fékk ég svo símtal frá Auri þar sem hún tilkynnti mér að fólkið á myndunum væru líklega ættingjar mínir. Þessir einstaklingar sögðust þekkja til beggja foreldra minna, hafa nafn og þekktu okkur mæðgur á myndinni um leið. Ég fékk fullt af upplýsingum frá henni,“ segir Tinna og heldur áfram: „Móðir mín á sem sagt einn eldri bróður. Ég er eina barn foreldra minna. Þau skildu í kjölfar ættleiðingar minnar,“ segir Tinna og að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún fékk hafi móðir hennar átt afar erfitt með þessa ákvörðun. „Hún gaf víst ekki leyfi fyrir ættleiðingunni. Bróðir hennar átti stóran hluta í þeirri ákvörðun vegna þess að á þessum tíma var pabbi minn atvinnulaus,“ segir Tinna en að þau hafi svo skilið. Síðar meir hafi móðir hennar gifst aftur og eignast tvær dætur, systur hennar, sem eru um þrítugt í dag. Strákarnir saman. Aðsend „En pabbi minn á þrjú systkini og þau eru öll á lífi. Þau tengdu víst strax við myndina,“ segir Tinna og á við myndina af henni og móður hennar. „Þetta fólk segist vera svakalega spennt að hitta mig og vilja fá mig út sem fyrst,“ segir Tinna. Tinna segir henni afar mikilvægt að geta síðar meir átt samtöl við sín börn síðar og geta útskýrt fyrir þeim að hún hafi reynt að finna foreldra sína. „Ég á þrjú ung börn og hef auðvitað alltaf í eftirliti verið spurð um sjúkdóma og fjölskyldusögu. Ég hef aldrei getað svarað þessu almennilega,“ segir Tinna og að það hafi verið fyrsta kveikjan að því að hefja þessa leit. „Mínir strákar eiga ekki að þurfa að segja „ég veit það ekki“ eins og ég. Þessir yngstu vita ekkert að ég á foreldra annars staðar en minn elsti er sjálfur fósturbarn og á aðra foreldra. Ég hef leyft honum að vera með í þessu.“ Sumir eigi engin gögn Síðustu ár hefur verið greint frá því að einhverjir sem voru ættleiddir hingað frá Srí Lanka séu jafnvel þolendur mansals. Tinna segir hræðilegt að vita af þessu. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar. Aðsend „En við skulum ekkert blekkja okkur með því að halda að þetta sé bara á Srí Lanka. Þetta er pottþétt algengara. Ég á heila möppu með upplýsingum og mynd af okkur. Ég helt því aldrei að ég væri í þessum hópi. Konan á myndinni er mamma mín. Hún getur ekki þrætt fyrir það. Við erum svo líkar.“ Ekki séns án Auri Hún segist mjög þakklát fyrir það hversu vel þetta hefur gengið en segist þó hugsi yfir því að einu aðstoðina sem sé hægt að fá sé hjá konu á níræðisaldri sem neiti að þiggja fyrir það laun. „Það tók Auri og hennar vini ekki nema 30 daga að finna fólk sem líklegast er fólkið mitt. Án hennar væri ekki séns fyrir okkur sem erum ættleidd frá Srí Lanka að finna neitt af okkar fólki. Hún vinnur bókstaflega dag og nótt við að reyna að leysa þessi mál og reyna að finna svör við öllum þeim spurningum sem við höfum,“ segir Tinna og að henni þyki skrítið að engan stuðning sé að fá hjá ríkinu. „Mér finnst frekar kjánalegt að ríkið eða einhver á íslandi aðstoði okkur við að leita uppruna okkar. Ef við hefðum ekki Auri fyrir okkur þá gætum við ekki leitað að okkar fólki. Öll ættleidd börn upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni að vilja fá svör við spurningum sínum um uppruna. Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hverjir eru mitt fólk? Og vilja fá svör við spurningum um sjúkdóma eða annað slíkt í ættarsögu. Fáir ættleiddir einstaklingar geta svarað vegna þess að þeir vita ekki uppruna sinn,“ segir Tinna. Hún hvetur fólk sem er í sömu stöðu og hún að drífa sig til að hafa samband við Auri. „Ég vil því hvetja alla einstaklinga sem hugsanlega hafa þörf fyrir að leita af sínu fólki til að hafa samband við Auri því eins og hún segir sjálf þá er það nú eða aldrei. Ég held ég geti talað fyrir hönd allra einstaklinga sem ættleiddir eru frá Srí Lanka og hafa þegið hjálp frá Auri að meiri engil er ekki hægt að finna. Ég grínast ekki með það að ég hef aldrei hitt neinn annan sem leggur jafn mikið á sig fyrir okkur einungis til að aðstoða. Hún er engill í mannsmynd.“ Niðurstöður úr DNA í sumar Hlutirnir hafa gerst ansi hratt hjá Tinnu síðustu daga en hún segir að næst sé á dagskrá að koma DNA prófum út svo hægt sé að sannreyna þær upplýsingar sem hún nú hefur. Þangað til muni hún ekki geta staðfesta hvort um raunverulega ættingja hennar sé að ræða eða ekki. Hún á von á því að niðurstöðurnar geti legið fyrir í júní eða júlí. Þá er hún einnig byrjuð að skipuleggja ferð út til að hitta þetta fólk. sem mögulega eru ættingjar hennar. Tinna og eiginmaður hennar, Marínó Magnús, á góðri stundu.Aðsend „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur. Ég á fjögur börn og þar af þrjú ung börn. Þannig ég get ekki farið til Srí Lanka með ekkert í höndunum bara til að leita. Það er ekki hægt. En ég er líka námsmaður og ligg ekki á sjö eða átta hundruð þúsund sem þarf í svona ferð,“ segir Tinna sem hóf því söfnun í síðustu viku. „Mér leið alveg skelfilega með það að biðja fólk um peninga. En svo hugsaði ég að það væri kannski til að styðja svona vegferð. Ég er ekki að biðja um pening fyrir mat eða af því mig langar til sólarlanda. Heldur er ég að fara í stórt verkefni sem skiptir mig svo miklu máli,“ segir Tinna sem byrjaði á því að vera með köku- og pizzadeigshappdrætti sem gekk vonum framar. Á sama tíma og hún stendur í þessu er hún í lokaritgerðarskrifum og segist því einfaldlega leita til vina sinna, vandamanna og annarra Íslendinga eftir aðstoð. Hægt er að fylgjast með leit og vegferð Tinnu hér á Facebook. Hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á reikning hennar. Kennitala er 091184-8189 og banki 0123-15-154927. Réttindi barna Börn og uppeldi Srí Lanka Fjölskyldumál Ástin og lífið Helgarviðtal Tengdar fréttir Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. 12. nóvember 2017 20:00 „Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Á sunnudaginn fengu landsmenn að fylgjast með seinni hluta ferðalags Ásu Nishanthi um Srí Lanka í Leitinni að upprunanum. Ferðalagið var átakanlegt en Ása er ánægð með að hafa farið af stað. 8. nóvember 2017 11:15 Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. 7. nóvember 2017 19:00 Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. 25. maí 2013 06:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Það eru mörg ár síðan það kviknaði í mér einhver forvitni að leita. Ég er búin að senda Auri skilaboð margoft en aldrei sent henni svo upplýsingarnar mínar. Eins spennandi og skemmtilegt þetta verkefni er þá fylgir því líka kvíði. Ég veit ekki hvað bíður mín. En ég er að verða fertug. Fólkið sem eitthvað veit er sömuleiðis ekki að yngjast og getur verið að missa heilsu. Ég get ekki hugsað mér að deyja án þess að hafa reynt. Þannig það er eiginlega núna eða aldrei.“ Hún segir skrýtnar tilfinningar fylgja þessu ferli. Hún hugsi reglulega til þessa fólks, hvort hún vilji hitta hana, hvort konan vilji vita af henni, hvernig hún líti út og hvort hún verði ánægð að vita af því að hún eigi fjögur barnabörn sem hún hefur aldrei hitt. „Ég fór af stað í þetta því ég hélt að þetta tæki svo langan tíma. Við myndum senda gögnin og ég fengi símtal eftir kannski ár,“ segir Tinna og að það hafi alls ekki verið raunin. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar. Aðsend Tinna hefur fjallað nokkuð ítarlega um leit sína á samfélagsmiðlum og allt frá því að hún hafði samband við Auri hafa hlutirnir gerst nokkuð hratt. Um klukkustund eftir að Tinna hafði fyrst samband við hana hafði hún samband nánast viss um að hún væri búin að finna blóðmóður hennar. Auri hefur mikla reynslu af slíkum verkfnum og hefur aðstoðað fjölda manns við að finna ættingja sína á Srí Lanka. „Auri sendi mér mynd, en ég var ekki alveg viss. Ég á eina mynd af okkur saman en ég þori ekki að bera þær of mikið saman af því að ég er svo viss um að óskhyggjan geri það að verkum að maður sjái líkindi,“ segir Tinna. Fólk á vegum Auri fór í kjölfarið að tala við konuna sem neitaði þá að vera sú sem þau leita að. „En hún ber nánast sama nafn og er fædd á sama stað og mamma mín bjó á. Það eina sem er öðruvísi eru fæðingarártölin,“ segir Tinna. Konan sé fædd 1959 en í skjölum Tinnu segi að móðir hennar sé fædd árið 1963. í skjölum frá spítalanum sé svo að finna þriðja ártalið. Önnur mynd af mögulegri móður hennar. Aðsend „Það getur ýmislegt legið þar að baki. Af hverju hún gefur ekki upp rétt ártal. Hún vill samt ekki viðurkenna að hún hafi gefið frá sér barn. Það er margt sem getur útskýrt það. Eins og skömm eða feimni eða að fjölskyldan viti það ekki og þá er betra að viðurkenna það aldrei.“ Tinna segir í raun það eina sem skipti máli sé að hún samþykki að taka DNA-próf. „Það fer ein, sem er í sömu leit og ég, til Srí Lanka í apríl og hún tekur DNA-próf með. Það kemur vonandi út úr því í júní. Framhaldið ræðst svo af því. Þá kemur það bara í ljós hvort hún er mamma mín, frænka mín eða bara kannski ekkert skyld mér.“ Hún getur neitað að hitta þig? „Já, það er alveg hennar. En ég myndi samt alltaf fá ró í hjartað. Því ég væri komin með einhverja mynd af þessari konu. En ef hún vill ekki hitta mig þá get ég ekkert gert. Ég fer ekkert endilega af stað í þetta til að eiga frábært samband við hana. Heldur meira til að vita hvar hún er niðurkomin, hver er hún og að maður fái einhverja lokun á þetta. Þá get ég dáið sátt að ég reyndi að leita hana uppi.“ Ættleidd til besta lands í heimi Tinna segir líka skipta hana máli að blóðmóðir hennar viti hvar hún er. „Hver ég er og að hún ættleiddi mig til besta lands í heimi. Þar sem ég er örugg, þar sem ég hef fengið að mennta mig. Ég held að sem móðir þá sé þetta alltaf erfið ákvörðun og þú ert eflaust alltaf að velta því fyrir mér hvað hafi orðið um þetta barn. Hvað hafi orðið úr því og hvaða fólki hún hafi endað hjá.“ Tinna segir mjög óvænt hversu hratt þetta allt gerist. Í síðustu viku hafi hún til dæmis fengið tíu myndir frá Auri af fólki sem býr á sama svæði og þessi kona sem þær telja móður hennar. Tinna með yngsta syni sínum Benedikt Tuma. Vísir/Vilhelm „Nokkrum dögum síðar fékk ég svo símtal frá Auri þar sem hún tilkynnti mér að fólkið á myndunum væru líklega ættingjar mínir. Þessir einstaklingar sögðust þekkja til beggja foreldra minna, hafa nafn og þekktu okkur mæðgur á myndinni um leið. Ég fékk fullt af upplýsingum frá henni,“ segir Tinna og heldur áfram: „Móðir mín á sem sagt einn eldri bróður. Ég er eina barn foreldra minna. Þau skildu í kjölfar ættleiðingar minnar,“ segir Tinna og að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún fékk hafi móðir hennar átt afar erfitt með þessa ákvörðun. „Hún gaf víst ekki leyfi fyrir ættleiðingunni. Bróðir hennar átti stóran hluta í þeirri ákvörðun vegna þess að á þessum tíma var pabbi minn atvinnulaus,“ segir Tinna en að þau hafi svo skilið. Síðar meir hafi móðir hennar gifst aftur og eignast tvær dætur, systur hennar, sem eru um þrítugt í dag. Strákarnir saman. Aðsend „En pabbi minn á þrjú systkini og þau eru öll á lífi. Þau tengdu víst strax við myndina,“ segir Tinna og á við myndina af henni og móður hennar. „Þetta fólk segist vera svakalega spennt að hitta mig og vilja fá mig út sem fyrst,“ segir Tinna. Tinna segir henni afar mikilvægt að geta síðar meir átt samtöl við sín börn síðar og geta útskýrt fyrir þeim að hún hafi reynt að finna foreldra sína. „Ég á þrjú ung börn og hef auðvitað alltaf í eftirliti verið spurð um sjúkdóma og fjölskyldusögu. Ég hef aldrei getað svarað þessu almennilega,“ segir Tinna og að það hafi verið fyrsta kveikjan að því að hefja þessa leit. „Mínir strákar eiga ekki að þurfa að segja „ég veit það ekki“ eins og ég. Þessir yngstu vita ekkert að ég á foreldra annars staðar en minn elsti er sjálfur fósturbarn og á aðra foreldra. Ég hef leyft honum að vera með í þessu.“ Sumir eigi engin gögn Síðustu ár hefur verið greint frá því að einhverjir sem voru ættleiddir hingað frá Srí Lanka séu jafnvel þolendur mansals. Tinna segir hræðilegt að vita af þessu. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar. Aðsend „En við skulum ekkert blekkja okkur með því að halda að þetta sé bara á Srí Lanka. Þetta er pottþétt algengara. Ég á heila möppu með upplýsingum og mynd af okkur. Ég helt því aldrei að ég væri í þessum hópi. Konan á myndinni er mamma mín. Hún getur ekki þrætt fyrir það. Við erum svo líkar.“ Ekki séns án Auri Hún segist mjög þakklát fyrir það hversu vel þetta hefur gengið en segist þó hugsi yfir því að einu aðstoðina sem sé hægt að fá sé hjá konu á níræðisaldri sem neiti að þiggja fyrir það laun. „Það tók Auri og hennar vini ekki nema 30 daga að finna fólk sem líklegast er fólkið mitt. Án hennar væri ekki séns fyrir okkur sem erum ættleidd frá Srí Lanka að finna neitt af okkar fólki. Hún vinnur bókstaflega dag og nótt við að reyna að leysa þessi mál og reyna að finna svör við öllum þeim spurningum sem við höfum,“ segir Tinna og að henni þyki skrítið að engan stuðning sé að fá hjá ríkinu. „Mér finnst frekar kjánalegt að ríkið eða einhver á íslandi aðstoði okkur við að leita uppruna okkar. Ef við hefðum ekki Auri fyrir okkur þá gætum við ekki leitað að okkar fólki. Öll ættleidd börn upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni að vilja fá svör við spurningum sínum um uppruna. Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hverjir eru mitt fólk? Og vilja fá svör við spurningum um sjúkdóma eða annað slíkt í ættarsögu. Fáir ættleiddir einstaklingar geta svarað vegna þess að þeir vita ekki uppruna sinn,“ segir Tinna. Hún hvetur fólk sem er í sömu stöðu og hún að drífa sig til að hafa samband við Auri. „Ég vil því hvetja alla einstaklinga sem hugsanlega hafa þörf fyrir að leita af sínu fólki til að hafa samband við Auri því eins og hún segir sjálf þá er það nú eða aldrei. Ég held ég geti talað fyrir hönd allra einstaklinga sem ættleiddir eru frá Srí Lanka og hafa þegið hjálp frá Auri að meiri engil er ekki hægt að finna. Ég grínast ekki með það að ég hef aldrei hitt neinn annan sem leggur jafn mikið á sig fyrir okkur einungis til að aðstoða. Hún er engill í mannsmynd.“ Niðurstöður úr DNA í sumar Hlutirnir hafa gerst ansi hratt hjá Tinnu síðustu daga en hún segir að næst sé á dagskrá að koma DNA prófum út svo hægt sé að sannreyna þær upplýsingar sem hún nú hefur. Þangað til muni hún ekki geta staðfesta hvort um raunverulega ættingja hennar sé að ræða eða ekki. Hún á von á því að niðurstöðurnar geti legið fyrir í júní eða júlí. Þá er hún einnig byrjuð að skipuleggja ferð út til að hitta þetta fólk. sem mögulega eru ættingjar hennar. Tinna og eiginmaður hennar, Marínó Magnús, á góðri stundu.Aðsend „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur. Ég á fjögur börn og þar af þrjú ung börn. Þannig ég get ekki farið til Srí Lanka með ekkert í höndunum bara til að leita. Það er ekki hægt. En ég er líka námsmaður og ligg ekki á sjö eða átta hundruð þúsund sem þarf í svona ferð,“ segir Tinna sem hóf því söfnun í síðustu viku. „Mér leið alveg skelfilega með það að biðja fólk um peninga. En svo hugsaði ég að það væri kannski til að styðja svona vegferð. Ég er ekki að biðja um pening fyrir mat eða af því mig langar til sólarlanda. Heldur er ég að fara í stórt verkefni sem skiptir mig svo miklu máli,“ segir Tinna sem byrjaði á því að vera með köku- og pizzadeigshappdrætti sem gekk vonum framar. Á sama tíma og hún stendur í þessu er hún í lokaritgerðarskrifum og segist því einfaldlega leita til vina sinna, vandamanna og annarra Íslendinga eftir aðstoð. Hægt er að fylgjast með leit og vegferð Tinnu hér á Facebook. Hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á reikning hennar. Kennitala er 091184-8189 og banki 0123-15-154927.
Réttindi barna Börn og uppeldi Srí Lanka Fjölskyldumál Ástin og lífið Helgarviðtal Tengdar fréttir Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. 12. nóvember 2017 20:00 „Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Á sunnudaginn fengu landsmenn að fylgjast með seinni hluta ferðalags Ásu Nishanthi um Srí Lanka í Leitinni að upprunanum. Ferðalagið var átakanlegt en Ása er ánægð með að hafa farið af stað. 8. nóvember 2017 11:15 Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. 7. nóvember 2017 19:00 Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. 25. maí 2013 06:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Ættleiðingargögn Kristjönu mögulega fölsuð: „Þetta var rosalega skrítið og margar tilfinningar og spurningar“ Kristjana M Finnbogadóttir, sem ættleidd var frá Sri lanka árið 1985, segir fréttir af umfangsmikilli ólöglegri ættleiðingarstarfsemi þar í landi á sama tíma og hún var ættleidd til Íslands vera mikið áfall. Eftir að hafa leitað sér ráðgjafar telur hún að ættleiðingargögn sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma séu líklega fölsuð. 12. nóvember 2017 20:00
„Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Á sunnudaginn fengu landsmenn að fylgjast með seinni hluta ferðalags Ásu Nishanthi um Srí Lanka í Leitinni að upprunanum. Ferðalagið var átakanlegt en Ása er ánægð með að hafa farið af stað. 8. nóvember 2017 11:15
Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. 7. nóvember 2017 19:00
Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. 25. maí 2013 06:00