Bein útsending: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. apríl 2024 14:27 Bjarni Benediktsson mun flytja yfirlýsingu forsætisráðherra fyrir þingið síðdegis. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun fara með yfirlýsingu fyrir Alþingi klukkan 15. Þetta er fyrsti þingfundur eftir páskafrí og eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra og tilkynnti framboð til embættis forseta. Þing kom formlega saman í fyrsta sinn eftir páskafrí á mánudag. Þingfundur fór þó ekki fram með hefðbundnu sniði heldur var hann settur og honum frestað þremur mínútum síðar. Þá stóðu enn yfir viðræður milli stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, sem tilkynnt var í gær. Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana er eina málið sem er á dagskrá þingsins í dag. Tólf hafa þegar skráð sig á mælendaskrá, þar á meðal Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Þing kom formlega saman í fyrsta sinn eftir páskafrí á mánudag. Þingfundur fór þó ekki fram með hefðbundnu sniði heldur var hann settur og honum frestað þremur mínútum síðar. Þá stóðu enn yfir viðræður milli stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, sem tilkynnt var í gær. Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana er eina málið sem er á dagskrá þingsins í dag. Tólf hafa þegar skráð sig á mælendaskrá, þar á meðal Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05 Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36 Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira
„Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05
Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36
Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53