Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Lovísa Arnardóttir og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 10. apríl 2024 14:50 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. Gestir Pallborðsins voru þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau ræddu nýja skipan ríkisstjórnar, verkefnin framundan og auðvitað viðræður flokkanna síðustu daga í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Fimm ráðherrar tóku við nýjum lyklum í dag, þar af einn nýr ráðherra úr röðum Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson er nú forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aftur utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr ráðherra sem tók við embætti matvælaráðherra. Teitur Björn segir þingflokkinn hafa fundað stíft síðustu daga og vikur og sérstaklega síðasta föstudag þegar Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta og afsögn til embættis forsætisráðherra. Hann segir formann flokksins hafa lagt fram tillögu á mánudag og sú tillaga hafi verið samþykkt. „Það er ekkert launungarmál að undanfarið þá hefur reynt á stjórnarsamstarfið í ýmsum málum,“ segir Teitur Björn og að það hafi verið rætt í aðdraganda þess að áframhaldandi samstarf hafi verið samþykkt. Sömuleiðis hafi brotthvarf Katrínar verið rætt í tengslum við það að gott samstarf hafi verið á milli formanna stjórnarflokkanna þriggja. Teitur Björn segir það gæfuspor að Bjarni sé tekinn við og að hann verði góður leiðtogi þessa ríkisstjórnarsamstarfs. Bjarni mikill mannasættir Þórhildur Sunna segir Bjarna hafa það á ferilskránni að hafa leitt skammvinnustu ríkisstjórn sem hefur starfað, árið 2016. Hún segir Katrínu vera mannasætti og að það sama verði seint sagt um Bjarna Benediktsson. „Mér finnst leiðinlegt að sjá hvað þetta er mikið flipp eitthvað,“ segir Þórhildur Sunna sem á sama tíma fagnar því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hlakki til að sjá Framsóknarflokkinn efna sín kosningaloforð þegar þau fari nú með forystu í fjármálaráðuneytinu. Hún nefndi fjölda mála eins og að taka RÚV af auglýsingamarkaði, Borgarlínu, Þjóðarhöll og fleiri mál. Teitur Björn segir enga stjórnarkreppu hafa verið í ríkisstjórninni. Það hafi aðeins liðið tveir dagar frá því að Katrín sagði af sér þangað til ný stjórn var tilkynnt. Það sé stjórnarsáttmáli sem enn sé í gildi og að það sé eðlilegt að það sé ágreiningur um ákvarðanir, en að það hafi tekist að leiða þær til lykta. „Bjarni Ben er afar hæfur og hann er mikill mannasættir,“ segir Teitur Björn og að Þórhildur Sunna þekki hann greinilega ekki vel. Teitur Björn segir ríkisstjórnina standa styrkum fótum. Þau muni klára kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Spurður nánar út í orð sín um að Bjarni sé mannasættir segir Teitur Bjarna með skýrt og óskorað umboð frá kjósendum og sínum flokki. Hann hafi flest atkvæði að baki sér og það sé eðlilegt að hann leiði ríkisstjórnina. Það sé ekkert nýtt að þeir sem ekki styðji flokkinn gagnrýni hann. Annan tón mátti heyra hjá Þorbjörgu Sigríði um þessi mál. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn. Það hafi verði stólaleikur en að ríkisstjórnin sé ekki ný. Þau hafi tekið sér tvo daga til að tala saman en hafi svo á blaðamannafundi kynnt fyrir almenningi helstu ágreiningsefni sín. Efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin. „Öll þjóðin skynjar að það eru mikil rifrildi innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður og að á blaðamannafundi sínum hafi ríkisstjórnin aðeins kynnt fyrir almenningi ágreiningsefni sín en ekki hvernig eigi að leysa þau. Sjálfstæðisflokkurinn hafi sigrað Þorbjörg Sigríður benti á að fram væri komin undirskriftalisti til að mótmæla nýjum forsætisráðherra og að hún heyrði ekki sama ákall frá þjóðinni um áframhald þessarar ríkisstjórnar sem formenn stjórnarflokkanna vísuðu til í gær þegar kynnt var um nýja skipan. Þorbjörg sagði augljóst að í samningaviðræðum stjórnarflokkanna þriggja hafi Sjálfstæðisflokkurinn sigrað. Hún segir það ekki í lagi að á hálfu ári séu þrír ráðherrar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sjáist í verkunum og sem dæmi hafi fjármálaáætlun verið frestað í þrígang. „Það sést alveg svart á hvítu að það hefur áhrif þegar svona rót er í gangi á stjórn landsins,“ segir Þorbjörg og að það sé kómískt að ríkisstjórn sem talar um að skapa stöðugleika sé í stanslausu róti Þorbjörg Sigríður segir mikilvægast að ríkisstjórnin vinni vinnuna sína á Alþingi. Hún trúir því samt ekki að hún lifi kjörtímabilið af. Vísir/Vilhelm Þau hafi leitað að erindi sínu á Þingvöllum en ekki fundið það. Þjóðin eigi eftir að sjá hvernig þau leysi úr þeim verkefnum sem séu framundan. Það sé mikilvægt að fara í þau verkefni sem þarf að fara í til að vinna á verðbólgunni en segist ekki treysta Framsókn fyrir því verkefni. Spurður um það hvort að aðrar mögulegar sviðsmyndir um áframhald ríkisstjórnar og skipan ráðherra hafi verið ræddar svaraði Teitur því játandi. Hann segir allar mögulegar sviðsmyndir hafa verið ræddar í þingflokknum en að hann viti ekki hvaða sviðsmyndir hafi verið ræddar meðal formannanna. Til dæmis hvort að það hafi verið rætt að halda samstarfinu ekki áfram eða hvort að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í stað Bjarna. „Eðlilega er stjórnarandstaðan ekki sátt við það að það sé stjórnarfesta í landinu,“ segir Teitur. Hann segir fjármálaáætlun á leiðinni og að það sé eitt stærsta verkefni vorþingsins. Það þurfi á sama tíma að taka mið af eldsumbrotum á Reykjanesi og aðstæðum Grindvíkinga í því máli. Á sama tíma þurfi að huga að kjarasamningum og aðkomu ríkisstjórnarinnar að þeim. Það þurfi að ná vaxtastigi og verðbólgu niður. Verði farið að lögum í hvalveiðum Hvað varðar hvalveiðar segir Teitur Björn að í landinu sé gildandi lög og að þeim verði fylgt. Spurður hvort það sé sátt um það að hvalveiðar hefjist aftur í sumar segir hann auðvelt að ganga út frá því að það sé sátt um það að lög séu í gildi í landinu. En að annað sé svo hvort að matvælaráðherra veiti leyfi til Hvals hf. til að hefja hvalveiðar að nýju. „Ráðherra hefur enga heimild, sama hvað flokki hann er í, að taka neinar geðþóttaákvarðanir í svona máli sem og öðrum.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, hefur ekki svarað því hvort hefja eigi hvalveiðar á ný en Teitur segir að hún verði að fara að lögum. Hann hafi skilning á því að hún ætli að koma sér inn í málin áður en hún tjái sig um það. Leituðu til Viðreisnar Þórhildur Sunna segir að ríkisstjórnin sé aðeins svo styrk að fulltrúar í Sjálfstæðisflokki hafi leitað utan stjórnarsambandsins um samstarf. Þau hafi leitað til formanns Viðreisnar en ekkert komið út úr því. Teitur segist hafa heyrt af því og að það hafi verið eðlilegt í þessari stöðu. Þorbjörg Sigríður segir Þorgerði Katrínu hafa tilkynnt þingflokki sínum um þetta en að tilboðið hafi ekki verið mjög „þokkafullt“ og ekki spennandi að ganga inn í þetta „pólitíska þrotabú“. Í aðdraganda og eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar var nokkuð rætt um kosningar. Eftir að Bjarni tók við sem forsætisráðherra hafa þúsundir skrifað undir undirskriftalista um að hann hafi ekki þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Kjördagur liggi fyrir Þórhildur Sunna segir mikilvægt að kjördagur verði tilkynntur og segir sinn flokk vilja hafa kosningar í haust á þessu ári. „Kjörtímabilinu lýkur haustið 2025,“ segir Teitur og að það sé tímasetningin til að horfa á. Ríkisstjórnin hafi verk að vinna og það sé eðlilegt að hafa kosningar á þeim tíma. Það séu forsetakosningar í vor og það sé betra að hafa bara einar kosningar á ári. Þorbjörg Sigríður sagðist eðli málsins samkvæmt, sem meðlimur stjórnarandstöðu, vilja kosningar fyrr en síðar. Það séu forsetakosningar í júní og betra sé að hafa þær sér. Hún skilji líka að þeir flokkar sem tróni á toppi kannanna vilji kosningar strax. Hún segir mestu máli skipta að ríkisstjórnin sinni þeim verkefnum sem þau hafi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist þreytt á því að karlkyns samstarfsfélagar hennar segi henni hvernig henni líður. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna sagðist í þessu samhengi orðin þreytt á að vera máluð upp sem „öfundsjúk“ eða „leiðinleg“ þegar hún sé aðeins að sinna sínu hlutverki sem þingmaður í stjórnarandstöðu. „Ég er orðin þreytt á því að láta segja mér hvernig mér líður, af samstarfsfélögum mínum, aðallega í karlkyni. Við erum að takast á um stöðu þessarar ríkisstjórnar. Við erum að takast á hvort hún lifi og hvort það sé skynsamlegt að setja Bjarna Benediktsson í brúnna, og svo framvegis. Það þýðir ekki að ég sé í öfundsjúk eða í einhverju vondu skapi. Það þýðir bara að ég sé að sinna mínu hlutverki sem stjórnarandstaða,“ segir Þórhildur Sunna. Það geti verið flókið að vera í stjórnarandstöðu, kölluð til þegar ríkisstjórnin gerir eitthvað og alltaf gerð að fýlupúkum. Lifa þau af? Þríeykið var að lokum spurt hvort þau telji ríkisstjórnina ná að lifa kjörtímabilið. Þórhildur Sunna segist þreytt á því að spá í því hvort að ríkisstjórnin lifi og ætli ekki að gera það meir. Teitur Björn segist viss um að hún geri það og að henni muni farnast mjög vel það sem eftir er kjörtímabilsins. Þorbjörg Sigríður spáir því að hún lifi það ekki af. Vinstri græn muni yfirgefa stjórnarheimilið og það verði Svandís Svavarsdóttir, sem verði þá nýr formaður Vinstri grænna í hennar spá, sem geri það. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Vinstri græn Tengdar fréttir Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36 Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Gestir Pallborðsins voru þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau ræddu nýja skipan ríkisstjórnar, verkefnin framundan og auðvitað viðræður flokkanna síðustu daga í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Fimm ráðherrar tóku við nýjum lyklum í dag, þar af einn nýr ráðherra úr röðum Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson er nú forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aftur utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr ráðherra sem tók við embætti matvælaráðherra. Teitur Björn segir þingflokkinn hafa fundað stíft síðustu daga og vikur og sérstaklega síðasta föstudag þegar Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta og afsögn til embættis forsætisráðherra. Hann segir formann flokksins hafa lagt fram tillögu á mánudag og sú tillaga hafi verið samþykkt. „Það er ekkert launungarmál að undanfarið þá hefur reynt á stjórnarsamstarfið í ýmsum málum,“ segir Teitur Björn og að það hafi verið rætt í aðdraganda þess að áframhaldandi samstarf hafi verið samþykkt. Sömuleiðis hafi brotthvarf Katrínar verið rætt í tengslum við það að gott samstarf hafi verið á milli formanna stjórnarflokkanna þriggja. Teitur Björn segir það gæfuspor að Bjarni sé tekinn við og að hann verði góður leiðtogi þessa ríkisstjórnarsamstarfs. Bjarni mikill mannasættir Þórhildur Sunna segir Bjarna hafa það á ferilskránni að hafa leitt skammvinnustu ríkisstjórn sem hefur starfað, árið 2016. Hún segir Katrínu vera mannasætti og að það sama verði seint sagt um Bjarna Benediktsson. „Mér finnst leiðinlegt að sjá hvað þetta er mikið flipp eitthvað,“ segir Þórhildur Sunna sem á sama tíma fagnar því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hlakki til að sjá Framsóknarflokkinn efna sín kosningaloforð þegar þau fari nú með forystu í fjármálaráðuneytinu. Hún nefndi fjölda mála eins og að taka RÚV af auglýsingamarkaði, Borgarlínu, Þjóðarhöll og fleiri mál. Teitur Björn segir enga stjórnarkreppu hafa verið í ríkisstjórninni. Það hafi aðeins liðið tveir dagar frá því að Katrín sagði af sér þangað til ný stjórn var tilkynnt. Það sé stjórnarsáttmáli sem enn sé í gildi og að það sé eðlilegt að það sé ágreiningur um ákvarðanir, en að það hafi tekist að leiða þær til lykta. „Bjarni Ben er afar hæfur og hann er mikill mannasættir,“ segir Teitur Björn og að Þórhildur Sunna þekki hann greinilega ekki vel. Teitur Björn segir ríkisstjórnina standa styrkum fótum. Þau muni klára kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Spurður nánar út í orð sín um að Bjarni sé mannasættir segir Teitur Bjarna með skýrt og óskorað umboð frá kjósendum og sínum flokki. Hann hafi flest atkvæði að baki sér og það sé eðlilegt að hann leiði ríkisstjórnina. Það sé ekkert nýtt að þeir sem ekki styðji flokkinn gagnrýni hann. Annan tón mátti heyra hjá Þorbjörgu Sigríði um þessi mál. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn. Það hafi verði stólaleikur en að ríkisstjórnin sé ekki ný. Þau hafi tekið sér tvo daga til að tala saman en hafi svo á blaðamannafundi kynnt fyrir almenningi helstu ágreiningsefni sín. Efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin. „Öll þjóðin skynjar að það eru mikil rifrildi innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Þorbjörg Sigríður og að á blaðamannafundi sínum hafi ríkisstjórnin aðeins kynnt fyrir almenningi ágreiningsefni sín en ekki hvernig eigi að leysa þau. Sjálfstæðisflokkurinn hafi sigrað Þorbjörg Sigríður benti á að fram væri komin undirskriftalisti til að mótmæla nýjum forsætisráðherra og að hún heyrði ekki sama ákall frá þjóðinni um áframhald þessarar ríkisstjórnar sem formenn stjórnarflokkanna vísuðu til í gær þegar kynnt var um nýja skipan. Þorbjörg sagði augljóst að í samningaviðræðum stjórnarflokkanna þriggja hafi Sjálfstæðisflokkurinn sigrað. Hún segir það ekki í lagi að á hálfu ári séu þrír ráðherrar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sjáist í verkunum og sem dæmi hafi fjármálaáætlun verið frestað í þrígang. „Það sést alveg svart á hvítu að það hefur áhrif þegar svona rót er í gangi á stjórn landsins,“ segir Þorbjörg og að það sé kómískt að ríkisstjórn sem talar um að skapa stöðugleika sé í stanslausu róti Þorbjörg Sigríður segir mikilvægast að ríkisstjórnin vinni vinnuna sína á Alþingi. Hún trúir því samt ekki að hún lifi kjörtímabilið af. Vísir/Vilhelm Þau hafi leitað að erindi sínu á Þingvöllum en ekki fundið það. Þjóðin eigi eftir að sjá hvernig þau leysi úr þeim verkefnum sem séu framundan. Það sé mikilvægt að fara í þau verkefni sem þarf að fara í til að vinna á verðbólgunni en segist ekki treysta Framsókn fyrir því verkefni. Spurður um það hvort að aðrar mögulegar sviðsmyndir um áframhald ríkisstjórnar og skipan ráðherra hafi verið ræddar svaraði Teitur því játandi. Hann segir allar mögulegar sviðsmyndir hafa verið ræddar í þingflokknum en að hann viti ekki hvaða sviðsmyndir hafi verið ræddar meðal formannanna. Til dæmis hvort að það hafi verið rætt að halda samstarfinu ekki áfram eða hvort að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra í stað Bjarna. „Eðlilega er stjórnarandstaðan ekki sátt við það að það sé stjórnarfesta í landinu,“ segir Teitur. Hann segir fjármálaáætlun á leiðinni og að það sé eitt stærsta verkefni vorþingsins. Það þurfi á sama tíma að taka mið af eldsumbrotum á Reykjanesi og aðstæðum Grindvíkinga í því máli. Á sama tíma þurfi að huga að kjarasamningum og aðkomu ríkisstjórnarinnar að þeim. Það þurfi að ná vaxtastigi og verðbólgu niður. Verði farið að lögum í hvalveiðum Hvað varðar hvalveiðar segir Teitur Björn að í landinu sé gildandi lög og að þeim verði fylgt. Spurður hvort það sé sátt um það að hvalveiðar hefjist aftur í sumar segir hann auðvelt að ganga út frá því að það sé sátt um það að lög séu í gildi í landinu. En að annað sé svo hvort að matvælaráðherra veiti leyfi til Hvals hf. til að hefja hvalveiðar að nýju. „Ráðherra hefur enga heimild, sama hvað flokki hann er í, að taka neinar geðþóttaákvarðanir í svona máli sem og öðrum.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, hefur ekki svarað því hvort hefja eigi hvalveiðar á ný en Teitur segir að hún verði að fara að lögum. Hann hafi skilning á því að hún ætli að koma sér inn í málin áður en hún tjái sig um það. Leituðu til Viðreisnar Þórhildur Sunna segir að ríkisstjórnin sé aðeins svo styrk að fulltrúar í Sjálfstæðisflokki hafi leitað utan stjórnarsambandsins um samstarf. Þau hafi leitað til formanns Viðreisnar en ekkert komið út úr því. Teitur segist hafa heyrt af því og að það hafi verið eðlilegt í þessari stöðu. Þorbjörg Sigríður segir Þorgerði Katrínu hafa tilkynnt þingflokki sínum um þetta en að tilboðið hafi ekki verið mjög „þokkafullt“ og ekki spennandi að ganga inn í þetta „pólitíska þrotabú“. Í aðdraganda og eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar var nokkuð rætt um kosningar. Eftir að Bjarni tók við sem forsætisráðherra hafa þúsundir skrifað undir undirskriftalista um að hann hafi ekki þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Kjördagur liggi fyrir Þórhildur Sunna segir mikilvægt að kjördagur verði tilkynntur og segir sinn flokk vilja hafa kosningar í haust á þessu ári. „Kjörtímabilinu lýkur haustið 2025,“ segir Teitur og að það sé tímasetningin til að horfa á. Ríkisstjórnin hafi verk að vinna og það sé eðlilegt að hafa kosningar á þeim tíma. Það séu forsetakosningar í vor og það sé betra að hafa bara einar kosningar á ári. Þorbjörg Sigríður sagðist eðli málsins samkvæmt, sem meðlimur stjórnarandstöðu, vilja kosningar fyrr en síðar. Það séu forsetakosningar í júní og betra sé að hafa þær sér. Hún skilji líka að þeir flokkar sem tróni á toppi kannanna vilji kosningar strax. Hún segir mestu máli skipta að ríkisstjórnin sinni þeim verkefnum sem þau hafi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist þreytt á því að karlkyns samstarfsfélagar hennar segi henni hvernig henni líður. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna sagðist í þessu samhengi orðin þreytt á að vera máluð upp sem „öfundsjúk“ eða „leiðinleg“ þegar hún sé aðeins að sinna sínu hlutverki sem þingmaður í stjórnarandstöðu. „Ég er orðin þreytt á því að láta segja mér hvernig mér líður, af samstarfsfélögum mínum, aðallega í karlkyni. Við erum að takast á um stöðu þessarar ríkisstjórnar. Við erum að takast á hvort hún lifi og hvort það sé skynsamlegt að setja Bjarna Benediktsson í brúnna, og svo framvegis. Það þýðir ekki að ég sé í öfundsjúk eða í einhverju vondu skapi. Það þýðir bara að ég sé að sinna mínu hlutverki sem stjórnarandstaða,“ segir Þórhildur Sunna. Það geti verið flókið að vera í stjórnarandstöðu, kölluð til þegar ríkisstjórnin gerir eitthvað og alltaf gerð að fýlupúkum. Lifa þau af? Þríeykið var að lokum spurt hvort þau telji ríkisstjórnina ná að lifa kjörtímabilið. Þórhildur Sunna segist þreytt á því að spá í því hvort að ríkisstjórnin lifi og ætli ekki að gera það meir. Teitur Björn segist viss um að hún geri það og að henni muni farnast mjög vel það sem eftir er kjörtímabilsins. Þorbjörg Sigríður spáir því að hún lifi það ekki af. Vinstri græn muni yfirgefa stjórnarheimilið og það verði Svandís Svavarsdóttir, sem verði þá nýr formaður Vinstri grænna í hennar spá, sem geri það. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Vinstri græn Tengdar fréttir Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36 Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36
Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54