Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 15:18 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, eins og flestir þekkja hana mótmælti á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50