Segir ríkisstjórn Bjarna „nýtt hræðslubandalag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 20:01 „Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna,“ segir Sigmundur um ríkisstjórn Bjarna. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira