Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 99-92 | Of sein endurkoma Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 18:16 vísir/hulda margrét Í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni í sögu félagsins tapaði Álftanes fyrir bikarmeisturum Keflavíkur, 99-92. Álftnesingar sóttu fyrstu körfu leiksins þegar Douglas Wilson keyrði á körfu Keflavíkur eftir uppkastið og setti gott sniðskot. Keflavík svaraði því vel og liðin skiptust á forystunni. Um miðjan leikhlutann settu Keflavík tvo þrista í röð og tóku svolítið völdin á leiknum. Álftanes stöðnuðu svolítið í sóknarleiknum og áttu erfitt með að finna glufur á sterkri vörn Keflavíkur. Gestirnir náðu þó sterkum lokaspretti og fóru út úr leikhlutanum fjórum stigum undir. Annar leikhluti var mikil barátta. Keflavík komst snemma á vítalínuna en klikkaði á báðum sínum skotum og varnir beggja liða stóðu vel. Haukur Helgi setti fyrstu stig leikhlutans þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar. Keflavík náðu fljótt tökum á Álftanesi og gerði þeim lífið leitt með hröðu spili og snöggum körfum. Keflavík náði tíu stiga forskoti sem Álftanes náði að minnka fljótt niður í fimm stig áður en Keflvíkingar fóru á 11-0 áhlaup undir lok leikhlutans og fóru með fjórtán stiga forskot inn í hlé 51-37. Keflavík mættu á eldi út í seinni hálfleikinn og hlupu yfir Álftnesinga í upphafi þriðja. Keflavík tóku 15-4 kafla og voru margir sem héldu að það væri enginn leið aftur fyrir Álftanes sem voru 17 stigum undir fyrir fjórða leikhluta 77-60. Ekki byrjaði fjórði leikhlutinn vel fyrir gestina heldur þegar Halldór Garðar Hermannsson opnaði leikhlutann með þrist úr horninu. Það var þó eins og Keflavík héldu að þarna væri þetta komið og þeir slökuðu full mikið á. Álftanes fóru að setja niður góð skot og fóru að trúa því að endurkoma væri möguleiki. Gestirnir náðu að minnka forskotið niður í fimm stig áður en Keflavík náðu að endingu að sigla skútunni heim og fara með sjö stiga sigur 99-92. Atvik leiksins Frábær innkoma Keflavíkurliðsins inn í seinni hálfleikinn. Þeir mættu með allar byssur úti og lögðu grunninn af góðum sigri með frábærri byrjun á þriðja leikhluta. Sigurður Pétursson var þar fremstur í flokki og setti átta stig á tveimur og hálfri mínútu sem kveikti í höllinni. Stjörnur og skúrkarHjá Heimamönnum var það Sigurður Pétursson sem fór fyrir sínum mönnum og setti mikilvæg skot niður í upphafi þriðja leikhluta og leiddi það áhlaup fyrir heimamenn. Remy Martin skilaði eins og alltaf sínu líka og var stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig og gaf auk þess fimm stoðsendingar. Hjá gestunum voru það Ville Tahvanainen sem gaf gestunum von með stórum þristum undir lok leiks en því miður dugði það ekki til. Keflvíkingar voru ekki langt frá því að vera skúrkarnir í kvöld eins og Pétur þjálfari nefndi eftir leik þá hefðu þeir mögulega ekki unnið leikinn ef hann hefði verið 45 mínútur. Keflavík slapp því með skrekkinn.DómarinnBjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson héldu utan um flautuna í Blue höllinni í kvöld.Eins og gengur og gerist þá er maður kannski ekki alltaf sammála öllum dómum og það voru vissulega einhverjir dómar sem voru skrýtnari en aðrir en það er bara partur af þessu. Enginn dómur sem hafði eitthvað með bein úrslit að gera svo heilt yfir þá komust þeir frá þessum leik ágætlega myndi ég segja.Stemmingin og umgjörð Það var fínasta stemning sem myndaðist í Blue höllinni í dag. Tvær flottar stuðningsmannasveitir sem mættu til að syngja og tralla. Guðni Th. forseti var að sjálfsögðu í stúkunni.Umgjörðin í Keflavík er svo alltaf til fyrirmyndar. Það er séð vel um okkur fjölmiðlamenn.Viðtöl Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes
Í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni í sögu félagsins tapaði Álftanes fyrir bikarmeisturum Keflavíkur, 99-92. Álftnesingar sóttu fyrstu körfu leiksins þegar Douglas Wilson keyrði á körfu Keflavíkur eftir uppkastið og setti gott sniðskot. Keflavík svaraði því vel og liðin skiptust á forystunni. Um miðjan leikhlutann settu Keflavík tvo þrista í röð og tóku svolítið völdin á leiknum. Álftanes stöðnuðu svolítið í sóknarleiknum og áttu erfitt með að finna glufur á sterkri vörn Keflavíkur. Gestirnir náðu þó sterkum lokaspretti og fóru út úr leikhlutanum fjórum stigum undir. Annar leikhluti var mikil barátta. Keflavík komst snemma á vítalínuna en klikkaði á báðum sínum skotum og varnir beggja liða stóðu vel. Haukur Helgi setti fyrstu stig leikhlutans þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar. Keflavík náðu fljótt tökum á Álftanesi og gerði þeim lífið leitt með hröðu spili og snöggum körfum. Keflavík náði tíu stiga forskoti sem Álftanes náði að minnka fljótt niður í fimm stig áður en Keflvíkingar fóru á 11-0 áhlaup undir lok leikhlutans og fóru með fjórtán stiga forskot inn í hlé 51-37. Keflavík mættu á eldi út í seinni hálfleikinn og hlupu yfir Álftnesinga í upphafi þriðja. Keflavík tóku 15-4 kafla og voru margir sem héldu að það væri enginn leið aftur fyrir Álftanes sem voru 17 stigum undir fyrir fjórða leikhluta 77-60. Ekki byrjaði fjórði leikhlutinn vel fyrir gestina heldur þegar Halldór Garðar Hermannsson opnaði leikhlutann með þrist úr horninu. Það var þó eins og Keflavík héldu að þarna væri þetta komið og þeir slökuðu full mikið á. Álftanes fóru að setja niður góð skot og fóru að trúa því að endurkoma væri möguleiki. Gestirnir náðu að minnka forskotið niður í fimm stig áður en Keflavík náðu að endingu að sigla skútunni heim og fara með sjö stiga sigur 99-92. Atvik leiksins Frábær innkoma Keflavíkurliðsins inn í seinni hálfleikinn. Þeir mættu með allar byssur úti og lögðu grunninn af góðum sigri með frábærri byrjun á þriðja leikhluta. Sigurður Pétursson var þar fremstur í flokki og setti átta stig á tveimur og hálfri mínútu sem kveikti í höllinni. Stjörnur og skúrkarHjá Heimamönnum var það Sigurður Pétursson sem fór fyrir sínum mönnum og setti mikilvæg skot niður í upphafi þriðja leikhluta og leiddi það áhlaup fyrir heimamenn. Remy Martin skilaði eins og alltaf sínu líka og var stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig og gaf auk þess fimm stoðsendingar. Hjá gestunum voru það Ville Tahvanainen sem gaf gestunum von með stórum þristum undir lok leiks en því miður dugði það ekki til. Keflvíkingar voru ekki langt frá því að vera skúrkarnir í kvöld eins og Pétur þjálfari nefndi eftir leik þá hefðu þeir mögulega ekki unnið leikinn ef hann hefði verið 45 mínútur. Keflavík slapp því með skrekkinn.DómarinnBjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson héldu utan um flautuna í Blue höllinni í kvöld.Eins og gengur og gerist þá er maður kannski ekki alltaf sammála öllum dómum og það voru vissulega einhverjir dómar sem voru skrýtnari en aðrir en það er bara partur af þessu. Enginn dómur sem hafði eitthvað með bein úrslit að gera svo heilt yfir þá komust þeir frá þessum leik ágætlega myndi ég segja.Stemmingin og umgjörð Það var fínasta stemning sem myndaðist í Blue höllinni í dag. Tvær flottar stuðningsmannasveitir sem mættu til að syngja og tralla. Guðni Th. forseti var að sjálfsögðu í stúkunni.Umgjörðin í Keflavík er svo alltaf til fyrirmyndar. Það er séð vel um okkur fjölmiðlamenn.Viðtöl
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti