Allskonar fyrir aumingja Gudmundur Felix Gretarsson skrifar 11. apríl 2024 16:30 Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar