„Það er mikið og margt að í þessu máli“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2024 22:00 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari liðs Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson var afar ánægður með sitt lið eftir sigur Grindavíkur á Tindastóli í kvöld. Hann vildi lítið tjá sig um yfirvofandi leikbann DeAndre Kane en sagði mikið og margt að í málinu. „Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
„Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20