Hin íslenska þversögn: Róttækur femínismi og félagslegur ójöfnuður Valerio Gargiulo skrifar 12. apríl 2024 07:30 Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Valerio Gargiulo Flóttafólk á Íslandi Leigumarkaður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar