Höfnum óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 18. apríl 2024 18:31 Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf. Það sem er átt við með sjálfboðastöfum eru þau störf þar sem ekki eru greidd laun en innihalda mögulega fæði, uppihald og vasapeninga fyrir störfin. Algengast er að um sé að ræða ungt fólk af erlendu bergi brotið sem er í leit að ævintýrum og upplifun. En ævintýrið getur fljótt orðið að martröð og upplifunin neikvæð. Dæmi eru um að sjálfboðaliðar séu notaðir í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi. Slík notkun á sjálfboðaliðum skekkir heilbirgðan samkeppnismarkað og er á skjön við kjarasamninga og þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki undir neinum kringumstæðum eðlilegt að hagnýta sjálfboðaliða til starfa í ferðaþjónustu, á hestaleigum eða til blandaðra starfa á sveitabýlum, svo dæmi séu tekin. Séu sjálfboðaliðar fengnir til starfa í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi, ber að virða þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Það ber að greiða laun í samræmi við kjarasamninga, gera ráðningarsamning og launaseðla. Jafnframt að skilað sé vinnuréttargjöldum, lífeyrissjóð og sköttum til hins opinbera. Því miður verðum við oft vitni að því sem störfum innan verkalýðshreyfingarinar að sannarlega er verið að hlunnfara fólk og eru sjálfboðaliðastörf þar á meðal. Dugir í þeim efnum að nefna vefsíður eins og workaway.info þar sem oft á tíðum má sjá auglýst eftir sjálfboðaliðum, til þess að sinna virðisaukandi störfum, án þess að til standi að greiða laun og fara að leikreglum vinnumarkaðarins. Ekki þarf að dvelja við málefnið lengi til þess að sjá þann skaða sem íslenskt samfélag ber af svona athæfi. Þetta grefur undan réttindum vinnandi fólks, hinu opinbera verður af tekjum sem meðal annars eru notaðar til þess að halda hér uppi samfélagi og innviðum og eðlileg samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist. Á sama tíma og atvinnulífið er í vexti ættum við að horfa til þess að hafna óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða sem og öðrum félagslegun undirboðum á vinnumarkaði. Rétt eins og með önnur brot á vinnumarkaði þá vantar að eftirlitsaðilar fái ríkari heimildir og fjármagn og að við eflum eftirlitsstofnanir en frekar í stað þess að draga úr þeim. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Boltinn liggur hjá ríkisvaldinu en við sem samfélag getum tekið meðvitaða ákvörðun um að taka ekki þátt í undirboðum á vinnumarkaði. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf. Það sem er átt við með sjálfboðastöfum eru þau störf þar sem ekki eru greidd laun en innihalda mögulega fæði, uppihald og vasapeninga fyrir störfin. Algengast er að um sé að ræða ungt fólk af erlendu bergi brotið sem er í leit að ævintýrum og upplifun. En ævintýrið getur fljótt orðið að martröð og upplifunin neikvæð. Dæmi eru um að sjálfboðaliðar séu notaðir í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi. Slík notkun á sjálfboðaliðum skekkir heilbirgðan samkeppnismarkað og er á skjön við kjarasamninga og þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er ekki undir neinum kringumstæðum eðlilegt að hagnýta sjálfboðaliða til starfa í ferðaþjónustu, á hestaleigum eða til blandaðra starfa á sveitabýlum, svo dæmi séu tekin. Séu sjálfboðaliðar fengnir til starfa í efnahagslegri, virðisaukandi starfsemi, ber að virða þær leikreglur sem gilda á vinnumarkaði. Það ber að greiða laun í samræmi við kjarasamninga, gera ráðningarsamning og launaseðla. Jafnframt að skilað sé vinnuréttargjöldum, lífeyrissjóð og sköttum til hins opinbera. Því miður verðum við oft vitni að því sem störfum innan verkalýðshreyfingarinar að sannarlega er verið að hlunnfara fólk og eru sjálfboðaliðastörf þar á meðal. Dugir í þeim efnum að nefna vefsíður eins og workaway.info þar sem oft á tíðum má sjá auglýst eftir sjálfboðaliðum, til þess að sinna virðisaukandi störfum, án þess að til standi að greiða laun og fara að leikreglum vinnumarkaðarins. Ekki þarf að dvelja við málefnið lengi til þess að sjá þann skaða sem íslenskt samfélag ber af svona athæfi. Þetta grefur undan réttindum vinnandi fólks, hinu opinbera verður af tekjum sem meðal annars eru notaðar til þess að halda hér uppi samfélagi og innviðum og eðlileg samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist. Á sama tíma og atvinnulífið er í vexti ættum við að horfa til þess að hafna óeðlilegri hagnýtingu sjálfboðaliða sem og öðrum félagslegun undirboðum á vinnumarkaði. Rétt eins og með önnur brot á vinnumarkaði þá vantar að eftirlitsaðilar fái ríkari heimildir og fjármagn og að við eflum eftirlitsstofnanir en frekar í stað þess að draga úr þeim. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Boltinn liggur hjá ríkisvaldinu en við sem samfélag getum tekið meðvitaða ákvörðun um að taka ekki þátt í undirboðum á vinnumarkaði. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun