Landris stöðugt og hraunbreiðan sex ferkílómetrar Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 21:11 Hraunbreiðan hefur breitt hressilega úr sér. Vísir/Vilhelm Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Flatarmál hraunbreiðunnar á svæðinu er nú 6,15 ferkílómetrar og rúmmál hennar 33,2 milljón rúmmetrar. Í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að elgosið við Sundhnúksgígaröðina sé stöðugt og gjósi úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan haldi áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun renni einnig í lokuðum rásum um einn kílómetra í suðaustur og virk svæði séu í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Mældu flatar- og rúmmál Mánudaginn 15. apríl hafi myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands farið í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýni að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl hafi verið 6,15 ferkílómetrar og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón rúmmetrar. Útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar má sjá á kortinu hér að neðan. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofa Íslands Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl hafi verið metið 3,2 ± 0,2 rúmmetrar á sekúndu. Það sé lítil breyting miðað við meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem hafi verið metið 3,6 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan skiptist til helminga Þá segir að landris í Svartsengi haldi áfram á stöðugum hraða. Það bendi til þess að um það bil helmingur af kvikunni sem kemur af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Þá segir að áfram sé hætta á gasmengun frá eldgosinu sem geti valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á Loftgæðum.is og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands segir að elgosið við Sundhnúksgígaröðina sé stöðugt og gjósi úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk. Hraunbreiðan haldi áfram að byggjast upp nærri gígunum en hraun renni einnig í lokuðum rásum um einn kílómetra í suðaustur og virk svæði séu í hraunbreiðunni til móts við Hagafell. Mældu flatar- og rúmmál Mánudaginn 15. apríl hafi myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands farið í flug yfir gosstöðvarnar. Niðurstöður mælingaflugsins sýni að flatarmál hraunbreiðunnar þann 15. apríl hafi verið 6,15 ferkílómetrar og rúmmál 33,2 ± 0,8 milljón rúmmetrar. Útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar má sjá á kortinu hér að neðan. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofa Íslands Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl hafi verið metið 3,2 ± 0,2 rúmmetrar á sekúndu. Það sé lítil breyting miðað við meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem hafi verið metið 3,6 ± 0,7 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan skiptist til helminga Þá segir að landris í Svartsengi haldi áfram á stöðugum hraða. Það bendi til þess að um það bil helmingur af kvikunni sem kemur af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni. Þá segir að áfram sé hætta á gasmengun frá eldgosinu sem geti valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á Loftgæðum.is og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira