„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:48 Svavar Birgisson þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. „Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
„Ég er stoltur af því hvernig strákarnir mættu í dag og ætla að taka það út úr þessum leik. Þessi leikur hefði alveg eins getað endað okkar megin eins og þeirra,“ sagði Svavar Atli Birgisson þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik keppni í Subway-deildinni en fyrir tímabilið spáðu því flestir að liðið myndi verja titilinn sem það vann eftirminnilega í fyrra. „Hlutirnir hafa verið að ganga svolítið fyrir þá og síður fyrir okkur. Það er bara eins og það er.“ „Drungilas er bara minn maður“ Eftir frábæran fyrsta leikhluta misstu Stólarnir niður 19 stiga forskot fyrir síðari hálfleikinn. Svavar segir að leikmenn hafi þó verið vel stemmdir í hálfleik. „Við ætluðum bara að fara aftur í það sem við vorum að gera og virkaði vel í fyrri hálfleik. Síðan þróast hlutirnir ekki alveg með okkur. Við missum Adomas út og (Sigtryggur) Arnar er bara meiddur og hlutirnir virkuðu ekki alveg fyrir okkur. Mér fannst samt strákarnir sem tóku við svara vel.“ Svavar segist ekki vera svekktur út í Drungilas sem fékk á sig tæknivillu í þriðja leikhluta fyrir tuð í dómurum en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu fyrr í leiknum og var því rekinn af velli. „Ég get ekkert verið það. Við fáum fullt af góðum hlutum frá honum, líka slæma hluti eins og þú sást. Það hefur bara verið þannig og Drungilas er bara minn maður.“ „Búið að vera hunderfitt“ Það hefur mikið gengið á hjá Tindastóli á tímabilinu. Fyrir utan erfitt gengi innan vallar þá þurfti Pavel Ermolinskij þjálfari liðsins að stíga til hliðar og vara í veikindaleyfi. Svavar Atli og Helgi Freyr Margeirsson tóku við liðinu og stýrðu því til loka tímabilsins. „Ég held það séu 6-7 vikur síðan við tókum við þessu. Það er búið að vera ólgusjór og búið að ganga á ýmsu. Margt sem hefur komið fram og annað ekki. Við fengum þetta í fangið og maður skorast ekkert undan því þó þetta sé langt frá því að vera auðvelt eða ákjósanlegt.“ „Veturinn er búinn að vera erfiður eins og þú þekkir. Þetta er búið að vera hunderfitt.“ Hann sagði Stólana þurfa að safna liði. „Við erum pínu særðir í augnablikinu. Eins og þú þekkir þá eru særð dýr hættulegustu dýrin. Ég á von á því að við komumst sterkari til baka á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira