Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 23:16 Mikil óvissa er enn um framtíð atvinnureksturs í bænum þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember. Vísir/Arnar Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Hópurinn krefst þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fund bæjarstjórnar með grindvískum fyrirtækjum sem haldinn verður þriðjudaginn næsta og hlusti á þau. Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, grindvíkingur sem rekur hárgreiðslustofu í bænum, segir uppkaup á íbúðarhúsnæði ekki nægja. „Þetta er ótrúlega snúin staða. Það er ekki nóg að kaupa okkur út úr íbúðarhúsnæði því svo situr fólk eftir með fyrirtækin sín og við getum ekki búið okkur til atvinnustarfsemi annars staðar því það er enginn sem tekur við neinu hjá okkur því allt er verðlaust í Grindavík í dag,“ segir hún. Hún segir atvinnurekendur bæjarins ekki geta beðið lengur eftir úrræðum. Rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja í Grindavík sé ýmist horfinn eða brostinn og óvissan en gríðarleg þrátt fyrir að 163 dagar séu liðnir frá hinum örlagaríka tíunda nóvember þegar bærinn var rýmdur. „Það eru í rauninni þrjár leiðir sem við sjáum fyrir fyrirtækin. Við erum mörg fyrirtæki og með mismunandi þarfir. Fyrsta úrræðið er fyrir fyrirtæki sem geta starfað í Grindavík. Svo er fyrir fyrirtæki sem þurfa að flytja og svo þau sem sjá ekki rekstrargrundvöll í Grindavík eða utan Grindavíkur og þau vilja uppkaup á húsnæði,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. „Á sama tíma og 76,4 prósent af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið,“ segir í bréfi sem hópurinn stílaði á þingmenn Suðurkjördæmis, bæjarstjórn Grindavíkur og atvinnuteymi Grindavíkurbæjar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira