Glæsileg þjóðbúningamessa á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. apríl 2024 20:15 Prestur dagsins, Sigríður Kristín (t.v.) og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem var með hugvekju dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Rangárþingi fögnuðu komu sumarsins með þjóðbúningamessu í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli þar sem karlar, konur og börn mættu prúðbúin til messu í sínum þjóðbúningum. Prestur dagsins var séra Sigríður Kristín og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi flutti hugvekju og kór prestakallsins sá um söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. „Okkur fannst bara upplagt að klæða okkur upp á en mamma saumaði búningana, þannig að nýta búningana og nýta daginn til þess að fara í þá,” segir Bóel Anna Þórisdóttir en hún mætti í messuna ásamt dóttur sinni, Belindu Birkisdóttur og mömmu sinni, Ásdísi Kristinsdóttur. „Þetta er kyrtilbúningur og upphlutur, íslenskir búningar, sem ég saumaði eftir að hafa fara á saumanámskeið í þjóðbúningagerð”, segir Ásdís og bætti við hlægjandi. „Þær passa báðar vel í búningana í dag en þær mega ekki bæta mikið á sig svo það verði ekki“. Mæðgurnar, frá hægri, Ásdís Kristinsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Belinda Birkisdóttir, sem voru ánægðar með þjóðbúningamessuna í dag og nutu þessa að sækja kirkju á fyrsta degi sumars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiðurinn og skipuleggjendur þjóðbúningamessunnar elska allt sem snýr að þjóðbúningum og notkun þeirra. „Okkur fannst alveg kjörið að hvetja til þessarar messu og hópa saman fólkinu okkar hérna og fá fólk til að nota búningana, sem það á inn í skápum,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir. „Það gleður okkur hvað er gott veður og margir mættu í messuna,” segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir. Mjög góð þátttaka var í þjóðbúningamessunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýra þær þennan mikla þjóðbúningaáhuga í Rangárþingi, hvað veldur ? „Okkur finnst þetta náttúrulega stemming þannig að við erum að hvetja fólk til þess að vera með okkur í þessu og nota oftar búningana sína,” segir Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna bætir við. „Kannski erum við að smita út frá okkur og fáum þá fleiri með okkur og getum svo haldið þessu áfram árlega.” Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Prestur dagsins var séra Sigríður Kristín og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi flutti hugvekju og kór prestakallsins sá um söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. „Okkur fannst bara upplagt að klæða okkur upp á en mamma saumaði búningana, þannig að nýta búningana og nýta daginn til þess að fara í þá,” segir Bóel Anna Þórisdóttir en hún mætti í messuna ásamt dóttur sinni, Belindu Birkisdóttur og mömmu sinni, Ásdísi Kristinsdóttur. „Þetta er kyrtilbúningur og upphlutur, íslenskir búningar, sem ég saumaði eftir að hafa fara á saumanámskeið í þjóðbúningagerð”, segir Ásdís og bætti við hlægjandi. „Þær passa báðar vel í búningana í dag en þær mega ekki bæta mikið á sig svo það verði ekki“. Mæðgurnar, frá hægri, Ásdís Kristinsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Belinda Birkisdóttir, sem voru ánægðar með þjóðbúningamessuna í dag og nutu þessa að sækja kirkju á fyrsta degi sumars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiðurinn og skipuleggjendur þjóðbúningamessunnar elska allt sem snýr að þjóðbúningum og notkun þeirra. „Okkur fannst alveg kjörið að hvetja til þessarar messu og hópa saman fólkinu okkar hérna og fá fólk til að nota búningana, sem það á inn í skápum,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir. „Það gleður okkur hvað er gott veður og margir mættu í messuna,” segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir. Mjög góð þátttaka var í þjóðbúningamessunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýra þær þennan mikla þjóðbúningaáhuga í Rangárþingi, hvað veldur ? „Okkur finnst þetta náttúrulega stemming þannig að við erum að hvetja fólk til þess að vera með okkur í þessu og nota oftar búningana sína,” segir Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna bætir við. „Kannski erum við að smita út frá okkur og fáum þá fleiri með okkur og getum svo haldið þessu áfram árlega.”
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira