Framsókn leggst ekki í duftið Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar 26. apríl 2024 10:01 Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar