Fjárveitingar til vegamála standast engan samanburð Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 29. apríl 2024 16:01 Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vegagerð Dalabyggð Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun